Erlent

Ný rannsókn bendir til að samfélagsmiðlar auki á einmanaleika

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á meðal kenninga sem settar eru fram í skýrslu rannsakenda er að þeim mun meiri tíma sem fólk eyðir á netinu því minni tíma hefur það til að eiga samskipti í raunheimum.
Á meðal kenninga sem settar eru fram í skýrslu rannsakenda er að þeim mun meiri tíma sem fólk eyðir á netinu því minni tíma hefur það til að eiga samskipti í raunheimum. vísir/getty
Ný rannsókn sem bandarískir sálfræðingar hafa gert bendir til þess að samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter og Instagram auki á einmanaleika fólks.

Í umfjöllun um rannsóknina, sem náði til 2000 manns á aldrinum 19 til 32 ára, á vef BBC segir að kenningin sé sú að ef einstaklingur notar samfélagsmiðla í tvo tíma á dag eða meira þá tvöfaldist líkurnar á því að viðkomandi finni til félagslegrar einangrunar.

Þá benda niðurstöðurnar jafnframt til þess að upplýsingar sem birtast á samfélagsmiðlum annarra, þar sem notendur draga oft upp ákveðna glansmynd af lífi sínu, geti kallað fram tilfinningar eins og öfund.

„Við vitum ekki enn hvað kemur fyrst, notkun samfélagsmiðla eða tilfinningin um félagslega einangrun. Það er möguleiki á því að ungmenni sem fannst þau félagslega einangruð fóru síðan að nota samfélagsmiðlar eða það getur verið að aukin notkun samfélagsmiðla leiði á einhvern hátt til þess að fólk einangrist félagslega,“ segir einn af rannsakendunum, Elizabeth Miller, sem er prófessor við Pittsburgh-háskóla.

Á meðal kenninga sem settar eru fram í skýrslu rannsakenda er að þeim mun meiri tíma sem fólk eyðir á netinu því minni tíma hefur það til að eiga samskipti í raunheimum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×