Umburðarlyndi stríðandi skoðana Þórarinn Hjartarson skrifar 6. mars 2017 10:43 Skoðanir eru helsta forsenda rökræðna. Rökræður nýtast okkur til þess að betrumbæta samfélög á lýðræðislegum grundvelli. Síðastliðinn föstudag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu, opinberaði Frosti Logason sínar skoðanir um úrslit íslensku tónlistarverðlaunanna. Frosti sagði val á popplagi ársins hafi litast af svokallaðri „PC“ menningu og að hans mati hafi annað lag átt að vinna. Samstarfsmaður Frosta, Máni Pétursson, var honum ósammála og tókust þeir á um þetta málefni ásamt þriðja aðila sem hringdi inn. Frosti greindi meðal annars frá þeirri skoðun sinni að karllæg gildi í orðræðu íslensks samfélags ættu einungis upp á pallborðið þegar inntak þeirra væru neikvæð og að umræða um konur sem fórnarlömb innan tónlistargeirans væri vanvirðing við konur. Í kjölfar þessara umræðna fór internetsamfélagið á aðra hliðina. Hver pistill á fætur öðrum sem og fésbókarfærslur hófu að birtast þar sem orð Frosta voru tekin úr samhengi og því haldið fram að orð hans gæfu til kynna að konur væru „líffræðilega vanhæfir trommarar“, svo eitthvað sé nefnt. KÍTÓN hefur látið málið sig varða og hefur sú krafa verið höfð uppi af hálfu þeirra að Forsti biðjist afsökunar á því að viðhafa skoðun sem ósamrýmanleg sé skoðunum hins háværa meirihluta. Ástæða þessara skrifa er ekki sú að ég sé sammála ummælum Frosta. Sumu var ég sammála og öðru var ég ósammála. Forsenda þessa stutta pistils er tvíþætt. Önnur er sú að í kjölfar upprisu svokallaðs „political-correctness“ á fólk rétt á ákveðnum skoðunum, en ekki öðrum. Það veltur á því hvort að þú sért sammála ríkjandi skoðunum innan ákveðinna orðræðna. Gagnrýni og skoðanir á hverskyns hlutum er nú kölluð „eiturorðræða“ (sem hún í mörgum tilfellum er). Þessum skoðunum er hinsvegar ekki svarað með rökum heldur er fólk kallað öllum illum nöfnum og ráðist er á manneskjuna frekar en málefnið. Samræður snúast ekki lengur um að sjá hluti frá sjónarhornum annarra heldur að öskra nógu hátt til þess að sporna við frekari umræðu. Síðari ástæða þessa pistils snýr að særingarmætti samfélagsmiðla. Með tilkomu þeirra geta einstaklingar miðlað sínum skoðunum til þúsunda á örstuttum tíma. Skoðanir Frosta í þessu tilfelli, sama hversu óréttmætar, eru skoðanir eins einstaklings. Óháð því hvort að fólk særist yfir skoðunum ókunnugra bætur stöðu einstaklinga sem eiga í hlut í raun litlu. Þú getur tekið að þér að rökræða við manneskju og sannfæra hana um réttmæti þinnar afstöðu á málinu. Að öskra „norn“ og taka ummæli þeirra úr samhengi gerir lítið annað en að fá klapp á bakið frá skoðanabræðrum þínum en stuðlar ekki að betra samfélagi. Vissulega þarf að berjast gegn orðræðu rasisma, kynjamisrétti og öðrum samfélagskvillum. Ef, hinsvegar, þeir einstaklingar sem halda uppi hatursorðræðu fá ekki að tjá sig, er ógerlegt að sporna við henni með málefnalegum rökræðum. Líkt og ég nefndi hér að ofan geta einstaklingar miðlað skoðunum til margra á stuttum tíma. Ef einstaklingur tekur þátt í umræðu á samfélagsmiðlum mun sá einstaklingur, óhjákvæmilega, verða vitni af umræðu sem honum/henni mislíkar eða er ósammála. Að fólki líði illa yfir rökræðum á hverskyns sviði, þýðir ekki að ráðlegt sé að sleppa þeim. Orð og skoðanir ókunnugra einstaklinga særa þig um leið og þú gefur þeim færi á að gera það. Ekki fyrr. Ef orðræða og samfélag á að færast í jákvæða átt verða meðlimir þess að ræða mál byggð á rökum. Ef umræður láta manni líða illa er ráðlegt að snúa sér að öðru sem lætur manni líða vel. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Skoðanir eru helsta forsenda rökræðna. Rökræður nýtast okkur til þess að betrumbæta samfélög á lýðræðislegum grundvelli. Síðastliðinn föstudag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu, opinberaði Frosti Logason sínar skoðanir um úrslit íslensku tónlistarverðlaunanna. Frosti sagði val á popplagi ársins hafi litast af svokallaðri „PC“ menningu og að hans mati hafi annað lag átt að vinna. Samstarfsmaður Frosta, Máni Pétursson, var honum ósammála og tókust þeir á um þetta málefni ásamt þriðja aðila sem hringdi inn. Frosti greindi meðal annars frá þeirri skoðun sinni að karllæg gildi í orðræðu íslensks samfélags ættu einungis upp á pallborðið þegar inntak þeirra væru neikvæð og að umræða um konur sem fórnarlömb innan tónlistargeirans væri vanvirðing við konur. Í kjölfar þessara umræðna fór internetsamfélagið á aðra hliðina. Hver pistill á fætur öðrum sem og fésbókarfærslur hófu að birtast þar sem orð Frosta voru tekin úr samhengi og því haldið fram að orð hans gæfu til kynna að konur væru „líffræðilega vanhæfir trommarar“, svo eitthvað sé nefnt. KÍTÓN hefur látið málið sig varða og hefur sú krafa verið höfð uppi af hálfu þeirra að Forsti biðjist afsökunar á því að viðhafa skoðun sem ósamrýmanleg sé skoðunum hins háværa meirihluta. Ástæða þessara skrifa er ekki sú að ég sé sammála ummælum Frosta. Sumu var ég sammála og öðru var ég ósammála. Forsenda þessa stutta pistils er tvíþætt. Önnur er sú að í kjölfar upprisu svokallaðs „political-correctness“ á fólk rétt á ákveðnum skoðunum, en ekki öðrum. Það veltur á því hvort að þú sért sammála ríkjandi skoðunum innan ákveðinna orðræðna. Gagnrýni og skoðanir á hverskyns hlutum er nú kölluð „eiturorðræða“ (sem hún í mörgum tilfellum er). Þessum skoðunum er hinsvegar ekki svarað með rökum heldur er fólk kallað öllum illum nöfnum og ráðist er á manneskjuna frekar en málefnið. Samræður snúast ekki lengur um að sjá hluti frá sjónarhornum annarra heldur að öskra nógu hátt til þess að sporna við frekari umræðu. Síðari ástæða þessa pistils snýr að særingarmætti samfélagsmiðla. Með tilkomu þeirra geta einstaklingar miðlað sínum skoðunum til þúsunda á örstuttum tíma. Skoðanir Frosta í þessu tilfelli, sama hversu óréttmætar, eru skoðanir eins einstaklings. Óháð því hvort að fólk særist yfir skoðunum ókunnugra bætur stöðu einstaklinga sem eiga í hlut í raun litlu. Þú getur tekið að þér að rökræða við manneskju og sannfæra hana um réttmæti þinnar afstöðu á málinu. Að öskra „norn“ og taka ummæli þeirra úr samhengi gerir lítið annað en að fá klapp á bakið frá skoðanabræðrum þínum en stuðlar ekki að betra samfélagi. Vissulega þarf að berjast gegn orðræðu rasisma, kynjamisrétti og öðrum samfélagskvillum. Ef, hinsvegar, þeir einstaklingar sem halda uppi hatursorðræðu fá ekki að tjá sig, er ógerlegt að sporna við henni með málefnalegum rökræðum. Líkt og ég nefndi hér að ofan geta einstaklingar miðlað skoðunum til margra á stuttum tíma. Ef einstaklingur tekur þátt í umræðu á samfélagsmiðlum mun sá einstaklingur, óhjákvæmilega, verða vitni af umræðu sem honum/henni mislíkar eða er ósammála. Að fólki líði illa yfir rökræðum á hverskyns sviði, þýðir ekki að ráðlegt sé að sleppa þeim. Orð og skoðanir ókunnugra einstaklinga særa þig um leið og þú gefur þeim færi á að gera það. Ekki fyrr. Ef orðræða og samfélag á að færast í jákvæða átt verða meðlimir þess að ræða mál byggð á rökum. Ef umræður láta manni líða illa er ráðlegt að snúa sér að öðru sem lætur manni líða vel. Góðar stundir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun