Trump bálreiður og vonsvikinn vegna Sessions málsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 22:58 Donald Trump hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti forseta. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er bæði vonsvikinn og reiður út í starfslið sitt eftir þá athygli sem mál dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, hefur fengið. Hann er sérstaklega pirraður yfir því að málið hafi eyðilagt þá jákvæðu athygli sem hann fékk eftir stefnurræðu sína á bandaríska þinginu. Upp komst um það á dögunum að Sessions hefði tvisvar fundað með sendiherra Rússlands á meðan að kosningabaráttu Trump stóð sem hæst en málið er litið alvarlegum augum, þar sem Sessions hafði sagt þingnefnd bandaríska þingsins að hann hefði ekki átt í neinum samskiptum við Rússa. Hann varð því að segja sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa á bandarískar stofnanir í aðdraganda kosninganna í nóvember.Sjá einnig: Sessions segir sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunumSamkvæmt heimildum CNN hefur Trump aldrei verið eins æfur út í starfslið sitt, sem hann sakar um að hafa ekki sinnt starfi sínu vegna þeirrar athygli sem mál Sessions hefur fengið. Talið er að hann sé sérstaklega reiður vegna þess að einungis fyrir örfáum dögum upplifði forsetinn í fyrsta skipti jákvæða athygli meirihluta fjölmiðla fyrir ræðu sína á bandaríska þinginu. Talið er að Trump hafi látið starfslið sitt í Hvíta húsinu heyra það á föstudaginn, áður en hann hélt til Flórída, þar sem hann eyðir tíma sínum um helgina. Á laugardagsmorgni notaði Trump svo tækifærið og sakaði Barack Obama um að hafa hlerað sig og telja margir það hafa verið tilraun til að dreifa athyglinni frá máli Sessions. Trump er mikið niðri fyrir um þessar mundir, vegna þess að hann telur að hann fái ekki þá viðurkenningu sem hann á skilið fyrir tíma sinn í embætti forseta. Hann sé orðinn þreyttur á því að „verða fyrir nýjum áföllum í hverri viku.“ Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er bæði vonsvikinn og reiður út í starfslið sitt eftir þá athygli sem mál dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, hefur fengið. Hann er sérstaklega pirraður yfir því að málið hafi eyðilagt þá jákvæðu athygli sem hann fékk eftir stefnurræðu sína á bandaríska þinginu. Upp komst um það á dögunum að Sessions hefði tvisvar fundað með sendiherra Rússlands á meðan að kosningabaráttu Trump stóð sem hæst en málið er litið alvarlegum augum, þar sem Sessions hafði sagt þingnefnd bandaríska þingsins að hann hefði ekki átt í neinum samskiptum við Rússa. Hann varð því að segja sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa á bandarískar stofnanir í aðdraganda kosninganna í nóvember.Sjá einnig: Sessions segir sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunumSamkvæmt heimildum CNN hefur Trump aldrei verið eins æfur út í starfslið sitt, sem hann sakar um að hafa ekki sinnt starfi sínu vegna þeirrar athygli sem mál Sessions hefur fengið. Talið er að hann sé sérstaklega reiður vegna þess að einungis fyrir örfáum dögum upplifði forsetinn í fyrsta skipti jákvæða athygli meirihluta fjölmiðla fyrir ræðu sína á bandaríska þinginu. Talið er að Trump hafi látið starfslið sitt í Hvíta húsinu heyra það á föstudaginn, áður en hann hélt til Flórída, þar sem hann eyðir tíma sínum um helgina. Á laugardagsmorgni notaði Trump svo tækifærið og sakaði Barack Obama um að hafa hlerað sig og telja margir það hafa verið tilraun til að dreifa athyglinni frá máli Sessions. Trump er mikið niðri fyrir um þessar mundir, vegna þess að hann telur að hann fái ekki þá viðurkenningu sem hann á skilið fyrir tíma sinn í embætti forseta. Hann sé orðinn þreyttur á því að „verða fyrir nýjum áföllum í hverri viku.“
Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00
Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30