Fjóla beðin afsökunar eftir að hafa þurft að þola ósmekkleg ummæli Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2017 20:15 „Ég ætla að leyfa mér að vera svo djörf að trúa því að öll sú vinna og metnaður sem ég legg í verkefni mín sé það sem skilar velgengni,“ segir Fjóla Kristín. Þormar Vignir Gunnarsson „Ég er búin að fá mikil viðbrögð við þessu,“ segir söngkonan Fjóla Kristín Nikulásdóttir um skrif sem hún birtir á Facebook þar sem hún greinir frá ósmekklegum athugasemdum sem hún hefur orðið fyrir af hendi karla í tónlistarbransanum eftir að hafa skipt um starf. Eftir að hún greindi frá þessu hefur einn þeirra haft samband og beðið hana afsökunar. Fjóla stjórnar Hljómfélaginu, blönduðum kór, og tók nýverið tímabundið við kór Flensborgarskólans. Á því vikutímabili sem hún skipti um vinnu var hún til dæmis spurð af einum karlkyns kollega hennar: „Ertu að hætta hjá okkur? Á hvað á ég þá að horfa?“ Annar sagði ekkert mál fyrir hana að safna strákum í kórinn því hún sé svo sæt. „Karlakórar virðast hljóma best þegar fagrar ljóskur stjórna,“ var einnig sagt við hana og þá sagði annar í hennar viðurvist: „Þú átt ekkert að vera að djöflast þetta í karlakórum, farðu frekar í kórinn til þessarar fallegu konu. Þá hefur þú allavega eitthvað að horfa á á æfingum.“„Þetta er kúltúr sem hefur fengið að lifa of lengi og er vonandi að deyja út,“ segir Fjóla Kristín.Vísir/Vilhelm GunnarssonReyna að skrifa velgengni á útlit hennar Fjóla tekur fram í skrifum sínum að svo virðist vera að þegar henni gengur vel séu fyrstu viðbrögð karla í kringum hana að útskýra það með útliti hennar og hárlit. „Ég ætla að leyfa mér að vera svo djörf að trúa því að öll sú vinna og metnaður sem ég legg í verkefni mín sé það sem skilar velgengni, alveg eins og það gerir hjá þeim.“ Hún segir þessar athugasemdir alls ekki bundnar við vinnustað en þær hafi komið frá tónlistarmönnum. Eftir að Fjóla birti þetta á Facebook kannaðist einn við ummæli frá sér og hafði samband við Fjólu til að biðjast afsökunar. „Hann sá að sér og viðurkenndi að þetta væri ósmekklegt og að það væri sorglegt að þetta viðgangist. Hann ætlaði framvegis að passa sig og vanda sig,“ segir Fjóla.Ekki sagt í einhverri illgirni Hún tekur fram að ekkert af þess var sagt í einhverri illgirni. „Þetta er eitthvað sem viðgengst að segja og kasta fram í vinalegu spjalli. Maður tekur varla eftir þessu því þetta er svo algengt.“ Fjóla segist vera langt því eina manneskjan sem lendir í þessu. Um daginn átti hún samtal við þrjár vinkonur sínar, sem allar eru söngkonur, á kaffihúsi og kom þá í ljós að þær höfðu allar lent í þessu. „Þetta er kúltúr sem hefur fengið að lifa of lengi og er vonandi að deyja út. Við erum á einhverju ferðalagi en erum ekki komin á leiðarenda.“Stakk niður penna eftir að hafa hlustað á Harmageddon Hún segir þessi ummæli hafa setið í sér lengi en eftir að hafa hlustað á Frosta Logason ræða um stöðu kvenna innan tónlistarbransann gat hún ekki orða bundist. „Orðræðan er stundum einkennileg og það er bara ömurlegt að heyra fullorðið fólk segja í útvarpi að kona geti ekki náð góðum árangri nema með aðstoð karla, tjah eða að þær séu of miklir ræflar til að geta spilað á trommur,“ segir Fjóla í pistli sínum á Facebook sem má lesa hér fyrir neðan: Tengdar fréttir KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Frosta Logasonar, útvarpsmanns um tónlistarkonuna Hildi og konur í tónlist. 4. mars 2017 17:31 Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
„Ég er búin að fá mikil viðbrögð við þessu,“ segir söngkonan Fjóla Kristín Nikulásdóttir um skrif sem hún birtir á Facebook þar sem hún greinir frá ósmekklegum athugasemdum sem hún hefur orðið fyrir af hendi karla í tónlistarbransanum eftir að hafa skipt um starf. Eftir að hún greindi frá þessu hefur einn þeirra haft samband og beðið hana afsökunar. Fjóla stjórnar Hljómfélaginu, blönduðum kór, og tók nýverið tímabundið við kór Flensborgarskólans. Á því vikutímabili sem hún skipti um vinnu var hún til dæmis spurð af einum karlkyns kollega hennar: „Ertu að hætta hjá okkur? Á hvað á ég þá að horfa?“ Annar sagði ekkert mál fyrir hana að safna strákum í kórinn því hún sé svo sæt. „Karlakórar virðast hljóma best þegar fagrar ljóskur stjórna,“ var einnig sagt við hana og þá sagði annar í hennar viðurvist: „Þú átt ekkert að vera að djöflast þetta í karlakórum, farðu frekar í kórinn til þessarar fallegu konu. Þá hefur þú allavega eitthvað að horfa á á æfingum.“„Þetta er kúltúr sem hefur fengið að lifa of lengi og er vonandi að deyja út,“ segir Fjóla Kristín.Vísir/Vilhelm GunnarssonReyna að skrifa velgengni á útlit hennar Fjóla tekur fram í skrifum sínum að svo virðist vera að þegar henni gengur vel séu fyrstu viðbrögð karla í kringum hana að útskýra það með útliti hennar og hárlit. „Ég ætla að leyfa mér að vera svo djörf að trúa því að öll sú vinna og metnaður sem ég legg í verkefni mín sé það sem skilar velgengni, alveg eins og það gerir hjá þeim.“ Hún segir þessar athugasemdir alls ekki bundnar við vinnustað en þær hafi komið frá tónlistarmönnum. Eftir að Fjóla birti þetta á Facebook kannaðist einn við ummæli frá sér og hafði samband við Fjólu til að biðjast afsökunar. „Hann sá að sér og viðurkenndi að þetta væri ósmekklegt og að það væri sorglegt að þetta viðgangist. Hann ætlaði framvegis að passa sig og vanda sig,“ segir Fjóla.Ekki sagt í einhverri illgirni Hún tekur fram að ekkert af þess var sagt í einhverri illgirni. „Þetta er eitthvað sem viðgengst að segja og kasta fram í vinalegu spjalli. Maður tekur varla eftir þessu því þetta er svo algengt.“ Fjóla segist vera langt því eina manneskjan sem lendir í þessu. Um daginn átti hún samtal við þrjár vinkonur sínar, sem allar eru söngkonur, á kaffihúsi og kom þá í ljós að þær höfðu allar lent í þessu. „Þetta er kúltúr sem hefur fengið að lifa of lengi og er vonandi að deyja út. Við erum á einhverju ferðalagi en erum ekki komin á leiðarenda.“Stakk niður penna eftir að hafa hlustað á Harmageddon Hún segir þessi ummæli hafa setið í sér lengi en eftir að hafa hlustað á Frosta Logason ræða um stöðu kvenna innan tónlistarbransann gat hún ekki orða bundist. „Orðræðan er stundum einkennileg og það er bara ömurlegt að heyra fullorðið fólk segja í útvarpi að kona geti ekki náð góðum árangri nema með aðstoð karla, tjah eða að þær séu of miklir ræflar til að geta spilað á trommur,“ segir Fjóla í pistli sínum á Facebook sem má lesa hér fyrir neðan:
Tengdar fréttir KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Frosta Logasonar, útvarpsmanns um tónlistarkonuna Hildi og konur í tónlist. 4. mars 2017 17:31 Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Frosta Logasonar, útvarpsmanns um tónlistarkonuna Hildi og konur í tónlist. 4. mars 2017 17:31
Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16