Á vegum úti Magnús Guðmundsson skrifar 6. mars 2017 07:00 Það efast eflaust enginn um að ástand þjóðvega á Íslandi er langt frá því að vera með viðunandi hætti og reyndar dugar að skoða þjóðveg eitt til þess að sjá að þetta er einfaldlega ekki í lagi. Ástandið er vissulega misslæmt um landið en í Berufirði er það svo dapurlegt að þar hafa stjórnvöld ekki einu sinni getað komið því í verk að leggja bundið slitlag á átta kílómetra kafla. Álagið á hringveginn er mikið og eykst stöðugt með auknum ferðamannastraumi og því fylgir slysahætta. Vondir vegir valda slysum. Ekki síst í ljósi þess að fjölmargir þeirra ferðamanna sem streyma til Íslands þessi dægrin og setjast undir stýrið á bílaleigubílum, án þess að gera sér grein fyrir því hvað bíður þeirra, hafa aldrei keyrt á malarvegi áður. Vegarkaflar á borð við kílómetrana átta við Berufjörð eru því með þeim hætti að þar er lífi og limum vegfarenda stefnt í voða í nafni sparnaðar. Sparnaðar á kostnað öryggis umræddra ferðamanna jafnt sem allra vegfarenda og þá ekki síst íbúa svæðisins sem mest þurfa á því að halda að hafa veginn í lagi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem mætti tiltaka víða um land og þetta er auðvitað ekki í lagi. Þann 12. október síðastliðinn var samþykkt á Alþingi ný samgönguáætlun sem fól í sér að fara í umtalsverðar umbætur. Á meðal þeirra sem samþykktu þessa ágætu áætlun var Jón Gunnarsson, sem nú, nokkrum mánuðum síðar, gegnir embætti ráðherra samgöngumála, en Jón samþykkti hins vegar líka um tveimur mánuðum síðar ný fjárlög sem urðu til þess að hin nýja samgönguáætlun er marklaust plagg. Jón hefur því væntanlega verið á því að það hafi verið farið offari um tíu milljarða þann 12. október og því ákveðið að samþykkja fjárlögin með þessum róttæka niðurskurði til samgöngumála. En auðvitað á maður ekki að gera Jóni upp skoðanir eða gefa sér neitt um það hvað veldur þessum tvískinnungi. En það verður þó að segjast að það er furðulegt að sjá flokk sitja í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og gera sér ekki skýrari grein fyrir stöðu ríkissjóðs en þetta. Ferðamannaiðnaðurinn hefur á örfáaum árum farið upp úr öllu valdi á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna er gríðarleg frá ári og til árs og í raun sjáum við ekki fyrir endann á þessum mikla vexti. En á sama tíma og þessi sami ferðamannaiðnaður skilar gríðarlegum tekjum í ríkiskassann þá virðist ríkisvaldinu vera með öllu fyrirmunað að byggja upp þá innviði sem þarf til þess að standa að þessari atvinnugrein með sómasamlegum hætti. En auðvitað snýst þetta ekki aðeins um alla þessa ferðamenn sem bruna um íslenska vegi en hafa kannski aldrei áður ekið eftir malarvegi eða yfir einbreiðar brýr. Þetta snýst auðvitað um rétt okkar til þess að ferðast með öruggum hætti um landið og þetta snýst um aðgengi hinna dreifðari byggða að stjórnsýslu og þjónustu þéttbýliskjarna. Fólkið í þessum byggðum á betra skilið en það sem þeim er boðið upp á í dag. Þetta vita stjórnvöld og þeim ber að gera á þessu bót ekki seinna en strax.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Það efast eflaust enginn um að ástand þjóðvega á Íslandi er langt frá því að vera með viðunandi hætti og reyndar dugar að skoða þjóðveg eitt til þess að sjá að þetta er einfaldlega ekki í lagi. Ástandið er vissulega misslæmt um landið en í Berufirði er það svo dapurlegt að þar hafa stjórnvöld ekki einu sinni getað komið því í verk að leggja bundið slitlag á átta kílómetra kafla. Álagið á hringveginn er mikið og eykst stöðugt með auknum ferðamannastraumi og því fylgir slysahætta. Vondir vegir valda slysum. Ekki síst í ljósi þess að fjölmargir þeirra ferðamanna sem streyma til Íslands þessi dægrin og setjast undir stýrið á bílaleigubílum, án þess að gera sér grein fyrir því hvað bíður þeirra, hafa aldrei keyrt á malarvegi áður. Vegarkaflar á borð við kílómetrana átta við Berufjörð eru því með þeim hætti að þar er lífi og limum vegfarenda stefnt í voða í nafni sparnaðar. Sparnaðar á kostnað öryggis umræddra ferðamanna jafnt sem allra vegfarenda og þá ekki síst íbúa svæðisins sem mest þurfa á því að halda að hafa veginn í lagi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem mætti tiltaka víða um land og þetta er auðvitað ekki í lagi. Þann 12. október síðastliðinn var samþykkt á Alþingi ný samgönguáætlun sem fól í sér að fara í umtalsverðar umbætur. Á meðal þeirra sem samþykktu þessa ágætu áætlun var Jón Gunnarsson, sem nú, nokkrum mánuðum síðar, gegnir embætti ráðherra samgöngumála, en Jón samþykkti hins vegar líka um tveimur mánuðum síðar ný fjárlög sem urðu til þess að hin nýja samgönguáætlun er marklaust plagg. Jón hefur því væntanlega verið á því að það hafi verið farið offari um tíu milljarða þann 12. október og því ákveðið að samþykkja fjárlögin með þessum róttæka niðurskurði til samgöngumála. En auðvitað á maður ekki að gera Jóni upp skoðanir eða gefa sér neitt um það hvað veldur þessum tvískinnungi. En það verður þó að segjast að það er furðulegt að sjá flokk sitja í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og gera sér ekki skýrari grein fyrir stöðu ríkissjóðs en þetta. Ferðamannaiðnaðurinn hefur á örfáaum árum farið upp úr öllu valdi á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna er gríðarleg frá ári og til árs og í raun sjáum við ekki fyrir endann á þessum mikla vexti. En á sama tíma og þessi sami ferðamannaiðnaður skilar gríðarlegum tekjum í ríkiskassann þá virðist ríkisvaldinu vera með öllu fyrirmunað að byggja upp þá innviði sem þarf til þess að standa að þessari atvinnugrein með sómasamlegum hætti. En auðvitað snýst þetta ekki aðeins um alla þessa ferðamenn sem bruna um íslenska vegi en hafa kannski aldrei áður ekið eftir malarvegi eða yfir einbreiðar brýr. Þetta snýst auðvitað um rétt okkar til þess að ferðast með öruggum hætti um landið og þetta snýst um aðgengi hinna dreifðari byggða að stjórnsýslu og þjónustu þéttbýliskjarna. Fólkið í þessum byggðum á betra skilið en það sem þeim er boðið upp á í dag. Þetta vita stjórnvöld og þeim ber að gera á þessu bót ekki seinna en strax.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun