Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2017 14:41 Vegurinn er lokaður. Mynd/Berglind Häsler Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. „Það er allt stopp hérna og þeir sem vissu ekki af þessu og ætluðu að keyra hér í gegn eru bara stopp og sameinast með okkur,“ segir Berglind Häsler, íbúi á svæðinu og einn skipuleggjandi aðgerðanna. Berglind reiknar með að um 100 manns séu á staðnum á um sextíu bílum. Þá segir hún ljóst að fólk allstaðar af Austurlandi sé mætt til þess að styðja aðgerðirnar í verki.Enginn kemst hvorki lönd né strönd.Vísir/Berglind HäslerÍ síðustu viku var tilkynnt um tíu milljarða króna niðurskurð á samgönguáætlun. Meðal þess sem hætta þarf við uppbygging nýs vegar yfir Berufjörð. Hringvegurinn telst vera 1332 kílómetra langur, þar af eru 97,5 prósent nú með bundnu slitlagi. Enn eru 33 kílómetrar eftir ómalbikaðir, þar átta kílómetrar í botni Berufjarðar. Berglind segir að íbúar svæðisins séu orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi stjórnvalda og að nú sé kominn tími aðgerða, því hafi verið ákveðið að loka veginum í von um að fanga athygli stjórnvalda. „Við erum eitt ríkasta land í heimi og stjórnmálamenn þreyttast nú ekki á að minnast á það en um leið og á að byggja eitthvað upp hérna þá kemur einhver allt annar tónn. Það virðist ekki vera neinn vilji til þess að breyta þessu,“ segir Berglind. Undanfarin ár hafa fréttir reglulega verið sagðar af vandræðum sem skapast hafa vegna vegarins Á síðasta ári slapp japanskur ferðamaður með skrekkinn þegar bíll hans valt í botni Berufjarðar. Betur fór á en horfðist en bíll ferðamannsins skemmdist töluvert. Berglind segir að veginum verði lokaður eitthvað frameftir degi. Aðspurð að því hvort lögreglan hafi reynt að hafa afskipti af lokuninni segir Berglind svo ekki vera, hún hafi ekki látið sjá sig. „Ég gæti best trúað því að þeir styðji okkur í þessu.“Fjölmenni er á svæðinu.Mynd/Berglind Häsler Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. „Það er allt stopp hérna og þeir sem vissu ekki af þessu og ætluðu að keyra hér í gegn eru bara stopp og sameinast með okkur,“ segir Berglind Häsler, íbúi á svæðinu og einn skipuleggjandi aðgerðanna. Berglind reiknar með að um 100 manns séu á staðnum á um sextíu bílum. Þá segir hún ljóst að fólk allstaðar af Austurlandi sé mætt til þess að styðja aðgerðirnar í verki.Enginn kemst hvorki lönd né strönd.Vísir/Berglind HäslerÍ síðustu viku var tilkynnt um tíu milljarða króna niðurskurð á samgönguáætlun. Meðal þess sem hætta þarf við uppbygging nýs vegar yfir Berufjörð. Hringvegurinn telst vera 1332 kílómetra langur, þar af eru 97,5 prósent nú með bundnu slitlagi. Enn eru 33 kílómetrar eftir ómalbikaðir, þar átta kílómetrar í botni Berufjarðar. Berglind segir að íbúar svæðisins séu orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi stjórnvalda og að nú sé kominn tími aðgerða, því hafi verið ákveðið að loka veginum í von um að fanga athygli stjórnvalda. „Við erum eitt ríkasta land í heimi og stjórnmálamenn þreyttast nú ekki á að minnast á það en um leið og á að byggja eitthvað upp hérna þá kemur einhver allt annar tónn. Það virðist ekki vera neinn vilji til þess að breyta þessu,“ segir Berglind. Undanfarin ár hafa fréttir reglulega verið sagðar af vandræðum sem skapast hafa vegna vegarins Á síðasta ári slapp japanskur ferðamaður með skrekkinn þegar bíll hans valt í botni Berufjarðar. Betur fór á en horfðist en bíll ferðamannsins skemmdist töluvert. Berglind segir að veginum verði lokaður eitthvað frameftir degi. Aðspurð að því hvort lögreglan hafi reynt að hafa afskipti af lokuninni segir Berglind svo ekki vera, hún hafi ekki látið sjá sig. „Ég gæti best trúað því að þeir styðji okkur í þessu.“Fjölmenni er á svæðinu.Mynd/Berglind Häsler
Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42
Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57
Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27