Erlent

Fimmtán einstaklingar hengdir í Jórdaníu

Anton Egilsson skrifar
Frá Ammad, höfuðborg Jórdaníu.
Frá Ammad, höfuðborg Jórdaníu. Vísir/AFP
Fimmtán einstaklingar sem dæmdur höfðu verið til dauða í Jórdaníu voru hengdir af yfirvöldum. Tíu af þeim sem hengdir voru höfðu verið dæmdir til dauða vegna hryðjuverkaárása en hinir fimm vegna kynferðisafbrota. The Guardian greinir frá þessu. 

Samkvæmt Mohammad al Momani, talsmanni ríkisstjórnar Jórdaníu, báru fimm einstaklinganna ábyrgð á árás í borginni Irbid á síðasta ári sem kostaði sjö hermenn og einn lögreglumann lífið. Þá var einn valdur af dauða fimm öryggisvarða er hann réðst inn í eina bækistöð leyniþjónustunnar í landinu í fyrra.

Henging var aftur leyfð sem dauðarefsing í Jórdaníu árið 2014 en slík dauðarefsing hafði verið afnumin úr lögum landsins árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×