Krefjast þess að DV fari í þrot vegna vangoldinna launa Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Skjáskot af vef DV. VR hefur krafist þess að DV ehf., útgáfufélag DV, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Erfiðlega hefur reynst að innheimta kröfur af útgáfufélaginu því áður hafði Lífeyrissjóður verslunarmanna gert árangurslaust fjárnám þar. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta allir kröfuhafar DV ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. „Ég er með launakröfu fyrir einn fyrrverandi starfsmann DV. Við erum búin að senda út innheimtubréf og við erum í viðræðum við þá um að leysa þetta,“ segir Guðmundur B. Ólafsson sem rekur málið fyrir VR. Verði krafan ekki greidd og félagið sett í þrot getur launþeginn sótt um greiðslur frá Ábyrgðasjóði launa. Guðmundur segir að hann muni draga kröfuna til baka ef samningar nást og krafan verður greidd. „Það er í raun alveg hægt að draga hana til baka þangað til úrskurður kemur,“ segir hann. Ólafur Haukur Hákonarson auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV síðasta sumar. Hann segir að krafa sín nemi rétt tæplega milljón krónum. Auk þess að halda eftir launum segir Ólafur að útgáfufélagið hafi líka haldið eftir meðlagsgreiðslum. „Það sem var kveikjan að því að ég hætti hjá þeim var að ég var með stefnu frá Innheimtustofnun sveitarfélaganna þar sem kom í ljós að ég átti að skulda þeim einhvers staðar á milli 6-700 þúsund krónur í meðlög en varð mjög undrandi af því að meðlög voru alltaf dregin af laununum mínum. En það kom í ljós að þau skiluðu sér ekki til Innheimtustofnunarinnar og ég gat sýnt fram á það að þetta hafði alltaf verið dregið af laununum mínum. Þannig að þeir færðu kröfuna bara yfir á DV,“ segir Ólafur Haukur. Rétt er að taka fram að eftir að Ólafur auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV ehf. hóf hann störf hjá 365 sem gefur út Fréttablaðið og Vísi. „Ég er búinn að semja um þetta en á vissulega eftir að greiða þetta,“ segir Sigurvin Ólafsson, framkvæmdastjóri DV ehf., um launakröfu Ólafs. Hann segir árangurslausa fjárnámið vera óskylt launakröfunni sem Ólafur gerði. Samkvæmt Creditinfo er síðasti ársreikningur sem DV ehf. skilaði inn fyrir árið 2014 og var honum skilað inn til ársreikningaskrár hinn 22. desember 2015. Samkvæmt þeim reikningi á Pressan ehf. stærsta hlutinn í DV ehf., eða rétt tæp 70 prósent. Eigendur Pressunnar eru Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
VR hefur krafist þess að DV ehf., útgáfufélag DV, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Erfiðlega hefur reynst að innheimta kröfur af útgáfufélaginu því áður hafði Lífeyrissjóður verslunarmanna gert árangurslaust fjárnám þar. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta allir kröfuhafar DV ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. „Ég er með launakröfu fyrir einn fyrrverandi starfsmann DV. Við erum búin að senda út innheimtubréf og við erum í viðræðum við þá um að leysa þetta,“ segir Guðmundur B. Ólafsson sem rekur málið fyrir VR. Verði krafan ekki greidd og félagið sett í þrot getur launþeginn sótt um greiðslur frá Ábyrgðasjóði launa. Guðmundur segir að hann muni draga kröfuna til baka ef samningar nást og krafan verður greidd. „Það er í raun alveg hægt að draga hana til baka þangað til úrskurður kemur,“ segir hann. Ólafur Haukur Hákonarson auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV síðasta sumar. Hann segir að krafa sín nemi rétt tæplega milljón krónum. Auk þess að halda eftir launum segir Ólafur að útgáfufélagið hafi líka haldið eftir meðlagsgreiðslum. „Það sem var kveikjan að því að ég hætti hjá þeim var að ég var með stefnu frá Innheimtustofnun sveitarfélaganna þar sem kom í ljós að ég átti að skulda þeim einhvers staðar á milli 6-700 þúsund krónur í meðlög en varð mjög undrandi af því að meðlög voru alltaf dregin af laununum mínum. En það kom í ljós að þau skiluðu sér ekki til Innheimtustofnunarinnar og ég gat sýnt fram á það að þetta hafði alltaf verið dregið af laununum mínum. Þannig að þeir færðu kröfuna bara yfir á DV,“ segir Ólafur Haukur. Rétt er að taka fram að eftir að Ólafur auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV ehf. hóf hann störf hjá 365 sem gefur út Fréttablaðið og Vísi. „Ég er búinn að semja um þetta en á vissulega eftir að greiða þetta,“ segir Sigurvin Ólafsson, framkvæmdastjóri DV ehf., um launakröfu Ólafs. Hann segir árangurslausa fjárnámið vera óskylt launakröfunni sem Ólafur gerði. Samkvæmt Creditinfo er síðasti ársreikningur sem DV ehf. skilaði inn fyrir árið 2014 og var honum skilað inn til ársreikningaskrár hinn 22. desember 2015. Samkvæmt þeim reikningi á Pressan ehf. stærsta hlutinn í DV ehf., eða rétt tæp 70 prósent. Eigendur Pressunnar eru Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira