Samþykkt að Strætó gangi lengur á kvöldin og á næturnar um helgar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2017 08:28 Í dag er það svo að Strætó hættir að ganga í kringum miðnætti, bæði á virkum dögum og um helgar. vísir/pjetur Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær tillögur samgöngustjóra borgarinnar um að Strætó hefji kvöld-og næturakstur. Á fundi ráðsins var annars vegar lagt fram minnisblað um kostnaðar-og ábatamat vegna akstursins og hins vegar minnisblað frá Landspítalanum en að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hafði spítalinn óskað eftir því við borgina að Strætó myndi aka lengur.Fjallað var um það í Fréttablaðinu á dögunum að árlegur kostnaður Landspítala vegna leigubílanotkunar starfsmana er í kringum hundrað milljónir. Breytingin gæti því sparað Landspítalanum umtalsverðar fjárhæðir á hverju ári. Í dag er það svo að Strætó hættir að ganga í kringum miðnætti, bæði á virkum dögum og um helgar. Það er mismunandi eftir leiðum hvenær hann hættir að ganga en það er á bilinu milli klukkan hálftólf og hálfeitt. Fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu, eins og til dæmis starfsmenn Landspítalans, og vill nýta sér strætó getur það því reynst erfitt á kvöldin og næturnar. Þá eru dæmi þess að fólk fari fyrr úr bíó til að ná strætó heim að ógleymdu skemmtanalífinu í miðborg Reykjavíkur og þeim sem myndu kjósa að taka strætó af djamminu í stað leigubíls. Samkvæmt samþykkt umhverfis-og skipulagsráðs mun Strætó ganga til eitt frá og með ágúst á þessu ári. Þá er áætlað að vagnar gangi frá hálftvö til hálffjögur um helgar, það er aðfaranótt laugardags og sunnudags. Samtals nemur kostnaðurinn á bilinu 180 til 190 milljónir króna, það er 120 til 130 milljónir króna vegna lengri kvöldaksturs og um 60 milljónir króna vegna næturaksturs. Tillögunni var vísað til borgarráðs en umhverfis-og skipulagsráð samþykkti að sérfræðingar Strætó skyldu gera tillögur að næturakstri með 30 mínútna tíðni og meðal annars skoða hvort annað fargjald ætti að gilda þá. Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær tillögur samgöngustjóra borgarinnar um að Strætó hefji kvöld-og næturakstur. Á fundi ráðsins var annars vegar lagt fram minnisblað um kostnaðar-og ábatamat vegna akstursins og hins vegar minnisblað frá Landspítalanum en að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hafði spítalinn óskað eftir því við borgina að Strætó myndi aka lengur.Fjallað var um það í Fréttablaðinu á dögunum að árlegur kostnaður Landspítala vegna leigubílanotkunar starfsmana er í kringum hundrað milljónir. Breytingin gæti því sparað Landspítalanum umtalsverðar fjárhæðir á hverju ári. Í dag er það svo að Strætó hættir að ganga í kringum miðnætti, bæði á virkum dögum og um helgar. Það er mismunandi eftir leiðum hvenær hann hættir að ganga en það er á bilinu milli klukkan hálftólf og hálfeitt. Fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu, eins og til dæmis starfsmenn Landspítalans, og vill nýta sér strætó getur það því reynst erfitt á kvöldin og næturnar. Þá eru dæmi þess að fólk fari fyrr úr bíó til að ná strætó heim að ógleymdu skemmtanalífinu í miðborg Reykjavíkur og þeim sem myndu kjósa að taka strætó af djamminu í stað leigubíls. Samkvæmt samþykkt umhverfis-og skipulagsráðs mun Strætó ganga til eitt frá og með ágúst á þessu ári. Þá er áætlað að vagnar gangi frá hálftvö til hálffjögur um helgar, það er aðfaranótt laugardags og sunnudags. Samtals nemur kostnaðurinn á bilinu 180 til 190 milljónir króna, það er 120 til 130 milljónir króna vegna lengri kvöldaksturs og um 60 milljónir króna vegna næturaksturs. Tillögunni var vísað til borgarráðs en umhverfis-og skipulagsráð samþykkti að sérfræðingar Strætó skyldu gera tillögur að næturakstri með 30 mínútna tíðni og meðal annars skoða hvort annað fargjald ætti að gilda þá.
Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira