Erlent

Farþegaflugvél rýmd eftir sprengjuhótun á Arlanda

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vélin var á leið til Phuket, sem er afar vinsæll ferðamannastaður í Taílandi. Mynd úr safni.
Vélin var á leið til Phuket, sem er afar vinsæll ferðamannastaður í Taílandi. Mynd úr safni.
Rýma þurfti farþegaflugvél á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöld vegna sprengjuhótunar. Alls voru þrjú hundruð manns um borð í vélinni, sem var á leið til Phuket í Taílandi. Hótunin barst klukkan 20.45 að staðartíma í gær.

Að sögn lögreglu beindist hótunin gegn þessu tiltekna flugi, en ekki flugstöðinni sjálfri, þó hluti hennar hafi verið rýmdur af öryggisástæðum.

Sænskir fjölmiðlar hafa eftir farþega um borð að þeir hafi þurft að sitja inni í vélinni í hátt í þrjár klukkustundir, en aldrei fengið upplýsingar um hvað gengi á. Sprengjusveit lögreglunnar hyggst rannsaka málið nú í morgunsárið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×