Ítrekuð óhöpp sem geta ógnað vatnsvernd Svavar Hávarðsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Frá þessari bifreið rann olía sem skilaði sér beint áfram í Elliðavatn. Mynd/Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlitin á höfuðborgarsvæðinu fara þess eindregið á leit við fólk að aka ekki um vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk í erfiðum vetrarskilyrðum eins og mynduðust eftir snjóaveðrið á sunnudag. Vegirnir eru mjög varasamir enda engin vetrarþjónusta. Ítrekuð óhöpp hafa orðið á þessu viðkvæma svæði en olíu- og efnamengun frá bílum er talin ein aðalógnin við öryggi vatnsbóla. Á miðvikudag bárust fjölmiðlum tilmæli frá framkvæmdastjórum heilbrigðiseftirlitssvæða á höfuðborgarsvæðinu sem mynda sameiginlega framkvæmdastjórn en þau eru Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis. Þar segir að af gefnu tilefni þurfi að beina því til fólks að fara ekki akandi inn á vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk í því erfiða færi sem ríkir um þessar mundir. Þar segir að þar sem engin vetrarþjónusta sé á vegum í Heiðmörk sé þar ófært. Svæðið sé útivistarsvæði fyrir gangandi vegfarendur og við núverandi aðstæður fyrir fólk á gönguskíðum. „Hvers konar akstur innan svæðisins getur ógnað öryggi vatnsverndar. Jarðlög í Heiðmörk eru gljúp vegna hrauns, stutt er niður á grunnvatn og því er svæðið viðkvæmt með tilliti til þess að mengun berist í grunnvatnið og spilli neysluvatninu. Því er mikil vægt að allir umgangist svæðið af virðingu og fylgi þeim reglum sem um það gilda,“ segir þar.Svava S. SteinarsdóttirÞegar spurt var um tilefni fréttatilkynningarinnar varð Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, til svara. „Í gær [þriðjudag] varð bílvelta inni á vatnsverndarsvæðinu, á svæði Reykjavíkur. Jeppi lenti utan vegar og lenti á þakinu ofan í læk. Olía lak af vélinni niður í lækinn og barst út í Elliðavatn. Svona óhöpp hafa ítrekað gerst á vatnsverndarsvæðinu að vetri til þar sem fólk á vanbúnum bílum fer inn á svæðið eða aðilar eru jafnvel í einhverjum ofsaakstri,“ segir Svava. Heiðmörk er mikilvægur hluti vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins en þar eru Gvendarbrunnar og önnur vatnstökusvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Og það er ekkert smáræði sem er í húfi. „Það sem er í húfi er neysluvatn allra borgarbúa sem ekki má spilla. Það hefði ansi víðtækar afleiðingar ef vatnsbólin okkar eyðileggjast en í dag þarf neysluvatnið okkar enga meðhöndlun, það er svo hreint,“ segir Svava.Utanvegaakstur stundaður á vatnsverndarsvæðiOrkuveita Reykjavíkur hefur undanfarin ár haft verulegar áhyggjur af vaxandi umferð vélknúinna ökutækja í Heiðmörk en einnig af vaxandi útsýnisflugi yfir svæðinu.Starfsmaður hjá Veitum dótturfyrirtæki OR sér um eftirlit með vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Í gærmorgun fór hann í eftirlitsferð upp í Heiðmörk og kom að þar sem verið var að hreinsa upp olíu sem lekið hafði af bíl sem fór útaf. Búið var að fjarlægja bílinn.Í kjölfarið taldi hann 14 staði þar sem bílar höfðu farið út fyrir veginn, lent í festu eða öðrum vandræðum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitin á höfuðborgarsvæðinu fara þess eindregið á leit við fólk að aka ekki um vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk í erfiðum vetrarskilyrðum eins og mynduðust eftir snjóaveðrið á sunnudag. Vegirnir eru mjög varasamir enda engin vetrarþjónusta. Ítrekuð óhöpp hafa orðið á þessu viðkvæma svæði en olíu- og efnamengun frá bílum er talin ein aðalógnin við öryggi vatnsbóla. Á miðvikudag bárust fjölmiðlum tilmæli frá framkvæmdastjórum heilbrigðiseftirlitssvæða á höfuðborgarsvæðinu sem mynda sameiginlega framkvæmdastjórn en þau eru Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis. Þar segir að af gefnu tilefni þurfi að beina því til fólks að fara ekki akandi inn á vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk í því erfiða færi sem ríkir um þessar mundir. Þar segir að þar sem engin vetrarþjónusta sé á vegum í Heiðmörk sé þar ófært. Svæðið sé útivistarsvæði fyrir gangandi vegfarendur og við núverandi aðstæður fyrir fólk á gönguskíðum. „Hvers konar akstur innan svæðisins getur ógnað öryggi vatnsverndar. Jarðlög í Heiðmörk eru gljúp vegna hrauns, stutt er niður á grunnvatn og því er svæðið viðkvæmt með tilliti til þess að mengun berist í grunnvatnið og spilli neysluvatninu. Því er mikil vægt að allir umgangist svæðið af virðingu og fylgi þeim reglum sem um það gilda,“ segir þar.Svava S. SteinarsdóttirÞegar spurt var um tilefni fréttatilkynningarinnar varð Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, til svara. „Í gær [þriðjudag] varð bílvelta inni á vatnsverndarsvæðinu, á svæði Reykjavíkur. Jeppi lenti utan vegar og lenti á þakinu ofan í læk. Olía lak af vélinni niður í lækinn og barst út í Elliðavatn. Svona óhöpp hafa ítrekað gerst á vatnsverndarsvæðinu að vetri til þar sem fólk á vanbúnum bílum fer inn á svæðið eða aðilar eru jafnvel í einhverjum ofsaakstri,“ segir Svava. Heiðmörk er mikilvægur hluti vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins en þar eru Gvendarbrunnar og önnur vatnstökusvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Og það er ekkert smáræði sem er í húfi. „Það sem er í húfi er neysluvatn allra borgarbúa sem ekki má spilla. Það hefði ansi víðtækar afleiðingar ef vatnsbólin okkar eyðileggjast en í dag þarf neysluvatnið okkar enga meðhöndlun, það er svo hreint,“ segir Svava.Utanvegaakstur stundaður á vatnsverndarsvæðiOrkuveita Reykjavíkur hefur undanfarin ár haft verulegar áhyggjur af vaxandi umferð vélknúinna ökutækja í Heiðmörk en einnig af vaxandi útsýnisflugi yfir svæðinu.Starfsmaður hjá Veitum dótturfyrirtæki OR sér um eftirlit með vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Í gærmorgun fór hann í eftirlitsferð upp í Heiðmörk og kom að þar sem verið var að hreinsa upp olíu sem lekið hafði af bíl sem fór útaf. Búið var að fjarlægja bílinn.Í kjölfarið taldi hann 14 staði þar sem bílar höfðu farið út fyrir veginn, lent í festu eða öðrum vandræðum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira