Innlent

Tjáir sig um dóm yfir nauðgara sínum: „Í dag fékk ég réttlæti“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Pálína segir ferlið hafa tekið mikið á sig og aðstandendur sína.
Pálína segir ferlið hafa tekið mikið á sig og aðstandendur sína. Mynd/Pálína/Pjetur
„Í dag fékk ég réttlæti, maður að nafni Aron Trausti nauðgaði mér 2014 á Akureyri. Í dag fór málið fyrir Hæstarétt þar sem hann var dæmdur í 2 ára fangelsi og til að greiða mér miskabætur,“ skrifar Pálína Ósk Ómarsdóttir á Facebook síðu sinni í kvöld. 

Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Aroni Trausta Sigurbjörnssyni sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað Pálínu í samkvæmi í heimahúsi á Akureyri í ágúst 2014. Honum var jafnframt gert að greiða henni eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Dómurinn taldi sannað að Aron Trausti hefið haft samræði við hana gegn vilja hennar, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við því sökum ástands hennar. 

Pálína segir ferlið hafa tekið mikið á sig og aðstandendur sína.

„Ég er búin að bíða í að ganga 3 ár að þetta ferli klárast, þetta hefur tekið mjög mikið á mig, unnusta minn, fjölskylduna mína og vini. Ég hef þurft að leita mér mikillar hjálpar hjá sálfræðingum, Stígamótum og fleiri læknum vegna alvarlegrar áfallastreitu.“

„En í dag er allt að ganga fram á við, núna get ég loksins haldið mínu lífi áfram vitandi það að ég fékk réttlæti, ég varði mig á þann eina hátt sem ég gat og það var þetta ferli sem skilaði sér!“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×