Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2017 15:30 Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. Samkvæmt henni er áætlað að um 1000 millljarðar norskra króna fari í samgöngubætur á tímabilinu en inni í áætluninni eru meðal annars fyrstu skipagöng í heimi sem fjallað hefur verið um í fréttum Stöðvar 2 og er talið að þau muni kosta um 2,7 milljarða norskra króna. Í frétt á vef NRK segir að samgöngumál hafi verið eitt af aðaláherslumálum ríkisstjórnar Hægri flokksins og Framfaraflokksins þegar þeir tóku við völdum árið 2013. Reynir Jóhannesson, aðstoðarsamgönguráðherra, segir í samtali við Vísi að á hverju ári síðan þá hafi ríkisstjórnin sett meira fé í samgöngur. Nú sé hins vegar komin fram áætlun þar sem horft er lengra fram í tímann en Stórþingið þarf svo að samþykkja hana. Áætlunin tekur til allra samgangna nema flugvalla að sögn Reynis og fer mestur hluti fjármagnsins í vegi. Þá fer einnig mikið í að bæta járnbrautakerfi landsins.„Fyrstu sex árin eru nokkuð nákævmlega útlistuð í áætluninni og ná til verkefna sem eru að fara af stað. Svo eru síðari sex árin meira verkefni sem er kannski enn verið skipuleggja og teikna,“ segir Reynir sem kom að gerð áætlunarinnar. Hann segir að aldrei hafi verið sett jafnmikið fé í járnbrautkerfið og þrátt fyrir að stjórnvöld stefni á að ljúka við gerð hraðbrautakerfis í Noregi þá verði aldrei pláss fyrir alla bílana, ekki hvað síst í stórum borgum á borð við Osló og Bergen. „Þá verðum við að vera með góðar lestarsamgöngur til að flytja fólk inn og úr bæði Osló, Bergen og Þrándheimi,“ segir Reynir. Á meðal þeirra úrbóta sem gera á járnbrautakerfinu eru ný lestargöng í Osló. Álagið á núverandi göngum er of mikið en með nýju göngunum verður hægt að fjölga lestum, lestarferðum og þar með lestarfarþegum. Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. Samkvæmt henni er áætlað að um 1000 millljarðar norskra króna fari í samgöngubætur á tímabilinu en inni í áætluninni eru meðal annars fyrstu skipagöng í heimi sem fjallað hefur verið um í fréttum Stöðvar 2 og er talið að þau muni kosta um 2,7 milljarða norskra króna. Í frétt á vef NRK segir að samgöngumál hafi verið eitt af aðaláherslumálum ríkisstjórnar Hægri flokksins og Framfaraflokksins þegar þeir tóku við völdum árið 2013. Reynir Jóhannesson, aðstoðarsamgönguráðherra, segir í samtali við Vísi að á hverju ári síðan þá hafi ríkisstjórnin sett meira fé í samgöngur. Nú sé hins vegar komin fram áætlun þar sem horft er lengra fram í tímann en Stórþingið þarf svo að samþykkja hana. Áætlunin tekur til allra samgangna nema flugvalla að sögn Reynis og fer mestur hluti fjármagnsins í vegi. Þá fer einnig mikið í að bæta járnbrautakerfi landsins.„Fyrstu sex árin eru nokkuð nákævmlega útlistuð í áætluninni og ná til verkefna sem eru að fara af stað. Svo eru síðari sex árin meira verkefni sem er kannski enn verið skipuleggja og teikna,“ segir Reynir sem kom að gerð áætlunarinnar. Hann segir að aldrei hafi verið sett jafnmikið fé í járnbrautkerfið og þrátt fyrir að stjórnvöld stefni á að ljúka við gerð hraðbrautakerfis í Noregi þá verði aldrei pláss fyrir alla bílana, ekki hvað síst í stórum borgum á borð við Osló og Bergen. „Þá verðum við að vera með góðar lestarsamgöngur til að flytja fólk inn og úr bæði Osló, Bergen og Þrándheimi,“ segir Reynir. Á meðal þeirra úrbóta sem gera á járnbrautakerfinu eru ný lestargöng í Osló. Álagið á núverandi göngum er of mikið en með nýju göngunum verður hægt að fjölga lestum, lestarferðum og þar með lestarfarþegum.
Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30