Júlía enn ekki fengið skýringar og hætt við að fara til Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2017 14:00 Júlía Hermannsdóttir er hætt við ferð sína til Bandaríkjanna eftir að vegabréfsáritun hennar var skyndilega numinn úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. Hún hefur enn ekki fengið skýringar á ástæðum þess að áritunin var dregin til baka. Tónlistarkonan unga fór á fund í bandaríska sendiráðinu hér á landi í morgun í von um að fá úrlausn sinna mála og í versta falli einhverjar skýringar en þar var lítið um svör. „Þeir segjast ekki geta komist að því af hverju ég má ekki ferðast undir ESTA,“ segir Júlía í samtali við Vísi. ESTA er rafræn ferðaheimild sem Íslendingar geta sótt um áður en ferðast er til Bandaríkjanna og gildir í tvö ár. Júlía ferðaðist síðast til Bandaríkjanna á síðasta ári og sótti þá um ESTA-heimild. Sú heimild hefði átt að vera í gildi fyrir fyrirhugaða för Júlíu til Bandaríkjanna en líkt og Vísir hefur greint frá var sú heimild numin úr gildi án skýringa í síðustu viku.Sjá einnig: Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku ObamaÞarf framvegis að fara í viðtal vilji hún vegabréfsáritun Á fundi Júlíu með fulltrúa bandaríska sendiráðsins í morgun kom fram að Júlía gæti sótt um hefðbundna vegabréfsáritun til þess að komast til Bandaríkjanna en það ferli tæki tíma. „Ég átti að fara út í dag og vera í tíu daga. Ég kæmist hvort sem er ekki þannig að ég er bara að hætta við að fara til Bandaríkjanna í bili,“ segir Júlía en hún er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama sem þáði boð um að hita upp fyrir bandaríska hljómsveit á fernum tónleikum í Bandaríkjunum. Aðrir hljómsveitarmeðlimir reikna með að halda til Bandaríkjanna á næstu dögum en Júlía ætlaði sér að fara á undan til þess að heimsækja vini í New York. Ljóst er þó að Júlía getur ekki aftur sótt um ESTA-ferðaheimild og þarf því að framvegis að hafa góðan fyrirvara ætli hún sér að ferðast til Bandaríkjanna. Þarf hún að mæta í viðtal í sendiráðið og gefa gefa nákvæmar upplýsingar um fyrri ferðir sínar til Bandaríkjanna og fjölskylduhagi vilji hún fá vegabréfsáritun „Ég er bara úr leik, það er sem er það skrýtnasta við þetta,“ segir Júlía um ESTA-heimildina. Hún lætur þó ekki bilbug á sér finna og stefnir á að skipuleggja aðra ferð til Bandaríkjanna von bráðar. „Það er svo sem ekki hundrað í hættunni þó ég komist ekki til Ameríku í dag, það er allt í lagi. En það sem er óhugnanlegt í þessu er að sé hægt að draga til baka ESTA-heimild venjulegs íslensks ríkisborgara án þess að fá neina viðvörun eða skýringu. Tengdar fréttir Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku Obama Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. 1. mars 2017 12:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Júlía Hermannsdóttir er hætt við ferð sína til Bandaríkjanna eftir að vegabréfsáritun hennar var skyndilega numinn úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. Hún hefur enn ekki fengið skýringar á ástæðum þess að áritunin var dregin til baka. Tónlistarkonan unga fór á fund í bandaríska sendiráðinu hér á landi í morgun í von um að fá úrlausn sinna mála og í versta falli einhverjar skýringar en þar var lítið um svör. „Þeir segjast ekki geta komist að því af hverju ég má ekki ferðast undir ESTA,“ segir Júlía í samtali við Vísi. ESTA er rafræn ferðaheimild sem Íslendingar geta sótt um áður en ferðast er til Bandaríkjanna og gildir í tvö ár. Júlía ferðaðist síðast til Bandaríkjanna á síðasta ári og sótti þá um ESTA-heimild. Sú heimild hefði átt að vera í gildi fyrir fyrirhugaða för Júlíu til Bandaríkjanna en líkt og Vísir hefur greint frá var sú heimild numin úr gildi án skýringa í síðustu viku.Sjá einnig: Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku ObamaÞarf framvegis að fara í viðtal vilji hún vegabréfsáritun Á fundi Júlíu með fulltrúa bandaríska sendiráðsins í morgun kom fram að Júlía gæti sótt um hefðbundna vegabréfsáritun til þess að komast til Bandaríkjanna en það ferli tæki tíma. „Ég átti að fara út í dag og vera í tíu daga. Ég kæmist hvort sem er ekki þannig að ég er bara að hætta við að fara til Bandaríkjanna í bili,“ segir Júlía en hún er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama sem þáði boð um að hita upp fyrir bandaríska hljómsveit á fernum tónleikum í Bandaríkjunum. Aðrir hljómsveitarmeðlimir reikna með að halda til Bandaríkjanna á næstu dögum en Júlía ætlaði sér að fara á undan til þess að heimsækja vini í New York. Ljóst er þó að Júlía getur ekki aftur sótt um ESTA-ferðaheimild og þarf því að framvegis að hafa góðan fyrirvara ætli hún sér að ferðast til Bandaríkjanna. Þarf hún að mæta í viðtal í sendiráðið og gefa gefa nákvæmar upplýsingar um fyrri ferðir sínar til Bandaríkjanna og fjölskylduhagi vilji hún fá vegabréfsáritun „Ég er bara úr leik, það er sem er það skrýtnasta við þetta,“ segir Júlía um ESTA-heimildina. Hún lætur þó ekki bilbug á sér finna og stefnir á að skipuleggja aðra ferð til Bandaríkjanna von bráðar. „Það er svo sem ekki hundrað í hættunni þó ég komist ekki til Ameríku í dag, það er allt í lagi. En það sem er óhugnanlegt í þessu er að sé hægt að draga til baka ESTA-heimild venjulegs íslensks ríkisborgara án þess að fá neina viðvörun eða skýringu.
Tengdar fréttir Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku Obama Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. 1. mars 2017 12:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku Obama Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. 1. mars 2017 12:00