Björt segir enga töfralausn til í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2017 13:00 Þingmenn voru sammála um mikilvægi loftslagsaðgerða þegar þeir ræddu nýja skýrslu umhverfisráðherra um stöðu og stefnu Íslands í loftslagsmálum. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, varaði við því að engin ein töfralausn væri til í loftslagsmálum þegar hún hóf umræður um skýrslu sínu á Alþingi í morgun. Skýrslan dregur upp dökka mynd af stöðu Íslands í loftslagsmálum. Án meiriháttar inngrips á Ísland ekki eftir að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kyoto-bókuninni né Parísarsamningnum. Losun gróðurhúsalofttegunda á hvern Íslending sé nærri þrefalt meiri en gerist á heimsvísu, eins og kemur fram í frétt Fréttablaðsins um skýrsluna. Ráðherrann lýsti skýrslunni sem viðvörun en jafnframt hvatningu. Íslendingar eigi fjölmörg tækifæri til að draga úr losun og auka bindingu. Margar aðgerðanna séu ódýrar og sumar skili hreinlega fjárhagslegum ávinningi. „Við þurfum þó að skilja að það er engin ein töfralausn, ekkert eitt verkefni sem getur leyst allt. Við þurfum að sækja fram alls staðar þar sem við sjáum fram á árangur og forgangsraða aðgerðum sem eru hagkvæmastar og skila fjölbreyttum ávinningi,“ sagði Björt þegar hún fór yfir þær aðgerðir sem ráðast þyrfti í.Hrósað fyrir hreinskiptniFulltrúar stjórnarandstöðunnar hrósuðu Björtu fyrir hreinskiptnina. Þannig sagði Kolbeinn Proppé, þingmaður Vinstri grænna, að nýr tónn kveði við í skýrslunni og samflokkskona hans, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sagði að skýrslan dragi enga fjöður yfir að stjórnvöld hafi verið værukær í loftslagsmálum og aðgerðum. Rósa Björk sagðist engu að síður efast um að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar gengu í sama takti og umhverfisráðherrann. Spurði hún hvort að allir ráðherrarnir væru sammála yfirlýsingu í stjórnarsáttmálanum að ekki yrðu gerðir fleiri ívilnandi samningar um stóriðju. Þá benti hún á að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði nýlega skrifað grein í Morgunblaðið þar sem hún hreinlega varaði við grænum sköttum. Björt hefur meðal annars talað fyrir þeim til að draga úr losun.Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ýmislegt hafa verið gert í loftslagsmálum.Vísir/ErnirLíti til heildaráhrifa stóriðjuÞó að þátttakendur í umræðunni úr öllum flokkum væru sammála um mikilvægi aðgerða og lofuðu skýrslu umhverfisráðherra gerði Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, athugasemd við að lítið væri gert úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnar hans í loftslagsmálum. Fullyrti Sigurður Ingi að það hefði verið fyrsta heildstæða áætlun Íslands í loftslagsmálum sem byggði á fjármögnuðum verkefnum. Þá benti hann á mikilvægi þess að huga að loftslagi í öðrum málum, þar á meðal þegar kæmi rammaáætun, að flutningskerfi raforku og hugmyndum um að selja raforku til Evrópu um sæstreng. Varaði hann sérstaklega við áhrifum þess að hafna frekari stóriðjuuppbyggingu. „Verður þá afleiðingin sú að það verður farið í slík verkefni á öðrum svæðum, annars staðar í heiminum þar sem nýtt eru kolaver? Hver eru þá heildaráhrifin á loftslagsmál í heiminum?“ sagði Sigurður Ingi. Tengdar fréttir Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Þingmenn voru sammála um mikilvægi loftslagsaðgerða þegar þeir ræddu nýja skýrslu umhverfisráðherra um stöðu og stefnu Íslands í loftslagsmálum. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, varaði við því að engin ein töfralausn væri til í loftslagsmálum þegar hún hóf umræður um skýrslu sínu á Alþingi í morgun. Skýrslan dregur upp dökka mynd af stöðu Íslands í loftslagsmálum. Án meiriháttar inngrips á Ísland ekki eftir að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kyoto-bókuninni né Parísarsamningnum. Losun gróðurhúsalofttegunda á hvern Íslending sé nærri þrefalt meiri en gerist á heimsvísu, eins og kemur fram í frétt Fréttablaðsins um skýrsluna. Ráðherrann lýsti skýrslunni sem viðvörun en jafnframt hvatningu. Íslendingar eigi fjölmörg tækifæri til að draga úr losun og auka bindingu. Margar aðgerðanna séu ódýrar og sumar skili hreinlega fjárhagslegum ávinningi. „Við þurfum þó að skilja að það er engin ein töfralausn, ekkert eitt verkefni sem getur leyst allt. Við þurfum að sækja fram alls staðar þar sem við sjáum fram á árangur og forgangsraða aðgerðum sem eru hagkvæmastar og skila fjölbreyttum ávinningi,“ sagði Björt þegar hún fór yfir þær aðgerðir sem ráðast þyrfti í.Hrósað fyrir hreinskiptniFulltrúar stjórnarandstöðunnar hrósuðu Björtu fyrir hreinskiptnina. Þannig sagði Kolbeinn Proppé, þingmaður Vinstri grænna, að nýr tónn kveði við í skýrslunni og samflokkskona hans, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sagði að skýrslan dragi enga fjöður yfir að stjórnvöld hafi verið værukær í loftslagsmálum og aðgerðum. Rósa Björk sagðist engu að síður efast um að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar gengu í sama takti og umhverfisráðherrann. Spurði hún hvort að allir ráðherrarnir væru sammála yfirlýsingu í stjórnarsáttmálanum að ekki yrðu gerðir fleiri ívilnandi samningar um stóriðju. Þá benti hún á að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði nýlega skrifað grein í Morgunblaðið þar sem hún hreinlega varaði við grænum sköttum. Björt hefur meðal annars talað fyrir þeim til að draga úr losun.Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ýmislegt hafa verið gert í loftslagsmálum.Vísir/ErnirLíti til heildaráhrifa stóriðjuÞó að þátttakendur í umræðunni úr öllum flokkum væru sammála um mikilvægi aðgerða og lofuðu skýrslu umhverfisráðherra gerði Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, athugasemd við að lítið væri gert úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnar hans í loftslagsmálum. Fullyrti Sigurður Ingi að það hefði verið fyrsta heildstæða áætlun Íslands í loftslagsmálum sem byggði á fjármögnuðum verkefnum. Þá benti hann á mikilvægi þess að huga að loftslagi í öðrum málum, þar á meðal þegar kæmi rammaáætun, að flutningskerfi raforku og hugmyndum um að selja raforku til Evrópu um sæstreng. Varaði hann sérstaklega við áhrifum þess að hafna frekari stóriðjuuppbyggingu. „Verður þá afleiðingin sú að það verður farið í slík verkefni á öðrum svæðum, annars staðar í heiminum þar sem nýtt eru kolaver? Hver eru þá heildaráhrifin á loftslagsmál í heiminum?“ sagði Sigurður Ingi.
Tengdar fréttir Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00