NRK prófar krossapróf til þess að halda "virkum í athugasemdum“ við efnið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2017 10:45 Stjórnendur NRKbeta, tæknisíðu Norska ríkisútvarpsins, hafa útbúið nýtt tól til þess að tryggja að umræður í athugasemdakerfi við fréttir NRKbeta séu kurteislegar. Lesendur þurfa að standast þriggja spurninga krossapróf til þess að tryggja að þeir hafi lesið viðkomandi grein áður en hægt er að skrifa athugasemd. „Okkur fannst við þurfa að gera okkar til þess að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu áður en þeir skilja eftir athugasemd,“ segir blaðamaður NRKbeta, Ståle Grut. „Ef allir átta sig á því hvað stendur í hverri frétt skapast mun betri grundvöllur til þess að tjá sig um hana.“ NRKbeta fjallar aðallega um þróun í tæknimálum og glíma stjórnendur síðunnar yfirleitt ekki við mikinn vanda þegar kemur að athugasemdum. Tónninn þar sé oftar en ekki mjög kurteisislegur enda sé síðan búin að byggja upp stöðugan lesendahóp. Þó kemur fyrir að umfjöllun NRKbeta vekji mikla athygli og þá vill það gerast að gæði umræðunnar í athugasemdakerfi síðunnar fari hrakandi. Þetta gerðist til að mynda þegar umfjöllun NRKbeta um spjallborð þar sem myndum af stúlkum undur lögaldri var dreift. Fréttin var sett á forsíðu NRK og fljótlega breyttist umræðan í athugasemdakerfi við fréttina í persónuárásir.Vilja halda „virkum í athugasemdum“ við efnið Í kjölfar þess hófst umræða um hvað væri hægt að gera til þess að koma í veg fyrir slík ummæli. Niðurstaðan var krossapróf með þremur spurningum. Hugmyndin er sú að með því sé tryggt að lesendur lesi þá umfjöllun sem um ræðir. Þá telja stjórnendur síðunnar að prófið geti haldið „virkum í athugasemdum“ við efni umfjöllunarinnar. „Ef ætlunin er að rökræða eitthvað er mikilvægt að vita hvað stendur í greininni og hvað ekki. Annars er bara verið að láta móðan mása,“ segir Marius Arnesen, ritstjóri NRKbeta. Prófin eru enn í þróun og birtast nú aðeins við sumar fréttir NRKbeta og semja blaðamenn spurningarnar sjálfir. Takist þetta vel er ætlunin að prófin fylgi öllum greinum NRKbeta. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort að krossaprófin verði færð yfir á aðalsíðu NRK en Arnesen segir að NRK verði að taka slíkt til athugunar. Athugasemdir geti verið mikil viðbót við umfjöllun fjölmiðla en finna þurfi leiðir til þess að tryggja gæði umræðunnar.Sjá má dæmi um grein þar sem lesendur þurfa að svara krossaprófi til þess að skilja eftir athugasemd hér. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Stjórnendur NRKbeta, tæknisíðu Norska ríkisútvarpsins, hafa útbúið nýtt tól til þess að tryggja að umræður í athugasemdakerfi við fréttir NRKbeta séu kurteislegar. Lesendur þurfa að standast þriggja spurninga krossapróf til þess að tryggja að þeir hafi lesið viðkomandi grein áður en hægt er að skrifa athugasemd. „Okkur fannst við þurfa að gera okkar til þess að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu áður en þeir skilja eftir athugasemd,“ segir blaðamaður NRKbeta, Ståle Grut. „Ef allir átta sig á því hvað stendur í hverri frétt skapast mun betri grundvöllur til þess að tjá sig um hana.“ NRKbeta fjallar aðallega um þróun í tæknimálum og glíma stjórnendur síðunnar yfirleitt ekki við mikinn vanda þegar kemur að athugasemdum. Tónninn þar sé oftar en ekki mjög kurteisislegur enda sé síðan búin að byggja upp stöðugan lesendahóp. Þó kemur fyrir að umfjöllun NRKbeta vekji mikla athygli og þá vill það gerast að gæði umræðunnar í athugasemdakerfi síðunnar fari hrakandi. Þetta gerðist til að mynda þegar umfjöllun NRKbeta um spjallborð þar sem myndum af stúlkum undur lögaldri var dreift. Fréttin var sett á forsíðu NRK og fljótlega breyttist umræðan í athugasemdakerfi við fréttina í persónuárásir.Vilja halda „virkum í athugasemdum“ við efnið Í kjölfar þess hófst umræða um hvað væri hægt að gera til þess að koma í veg fyrir slík ummæli. Niðurstaðan var krossapróf með þremur spurningum. Hugmyndin er sú að með því sé tryggt að lesendur lesi þá umfjöllun sem um ræðir. Þá telja stjórnendur síðunnar að prófið geti haldið „virkum í athugasemdum“ við efni umfjöllunarinnar. „Ef ætlunin er að rökræða eitthvað er mikilvægt að vita hvað stendur í greininni og hvað ekki. Annars er bara verið að láta móðan mása,“ segir Marius Arnesen, ritstjóri NRKbeta. Prófin eru enn í þróun og birtast nú aðeins við sumar fréttir NRKbeta og semja blaðamenn spurningarnar sjálfir. Takist þetta vel er ætlunin að prófin fylgi öllum greinum NRKbeta. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort að krossaprófin verði færð yfir á aðalsíðu NRK en Arnesen segir að NRK verði að taka slíkt til athugunar. Athugasemdir geti verið mikil viðbót við umfjöllun fjölmiðla en finna þurfi leiðir til þess að tryggja gæði umræðunnar.Sjá má dæmi um grein þar sem lesendur þurfa að svara krossaprófi til þess að skilja eftir athugasemd hér.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira