Erlent

Bílaeltingaleikur endaði í háloftunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Kevonte Dekorey Austin missti stjórn á bílnum þegar lögreglan sprengdi dekk hans með gaddabelti sem hafði verið strengt yfir veginn
Kevonte Dekorey Austin missti stjórn á bílnum þegar lögreglan sprengdi dekk hans með gaddabelti sem hafði verið strengt yfir veginn
Bílaeltingaleikur í Lousiana í Bandaríkjunum á þriðjudaginn endaði í háloftunum. Lögreglan hafði stöðvað bíl og var að ræða við ökumann hans, þegar farþegi settist undir stýrið og ók á brott á miklum hraða. Um var að ræða 18 ára strokufanga. 

Kevonte Dekorey Austin hafði verið sleppt úr fangelsi á þeim forsendum að hann myndi vinna ákveðna vinnu, en hann var hættur að mæta í vinnuna og var á flótta undan fangelsismálayfirvöldum.

Samkvæmt héraðsmiðlinum KSLA elti lögreglan Austin á allt að 185 kílómetra hraða.

Hann missti svo stjórn á bílnum þegar lögreglan sprengdi dekk hans með gaddabelti sem hafði verið strengt yfir veginn. Hann endaði út af veginum sem endaði með stökkinu sem náðist á myndband.

Bíll strokufangans lenti á öðrum bíl en engan sakaði í slysinu.

Blaðamaður KSLA birti meðfylgjandi myndband á Facebooksíðu sinni á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×