Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 1. mars 2017 19:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. Málflutningur fór fram í Hæstarétti í dag en saksóknari fer fram á 12 ára fangelsi yfir mönnunum. Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands í mars í fyrra af ákæru um að hafa veitt fanga áverka á Litla-Hrauni árið 2012 sem leiddu til dauða hans. Dómurinn taldi ekki loku fyrir það skotið að aðrir en ákærðu hefðu haft möguleika á því að veita fanganum þá áverka sem drógu hann til dauða og þá væri ekki hægt að útiloka að fall í klefanum hefði orsakað áverka á líkama hans. Málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í dag. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, eyddi stærstum hluta af sinni ræðu í að útiloka aðrar dánarorsakir hins látna en þá að ákærðu hefðu gengið í skrokk á honum. Hann sagði fyrrgreindan vafa Héraðsdóms í málinu vera fráleitan. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Þar kæmi tvennt til greina – fall á klósett eða stól. Sú skoðun hefði leitt í ljós að útilokað væri að það hefði orsakað áverkana. Orsökin hefði verið högg á kvið – annað hvort með hnefa eða hné og þar kæmu engir aðrir til greina en ákærðu. Þá fór hann fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Verjendur þeirra fóru fram á að dómur Héraðsdóms um sýknu yrði staðfestur. Báðir töldu þeir ýmislegt koma til greina sem dánarorsök, til að mynda lyfjanotkun og hjartagalla. Innri áverkar hefðu verið vegna endurlífgunartilrauna sem stóð yfir í um 50 mínútur. Þeir sögðu engin merki um átök eða ofbeldi. Þá ítrekuðu þeir að ekkert mar hefði verið á líkama hins látna. Verjandi Annþórs sagði málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á vangaveltum og engu öðru en verjandi Barkar sagði háskalegt að reisa sakfellingu á gögnum málsins. Dómur Hæstaréttar verður kveðinn upp á næstu vikum. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. Málflutningur fór fram í Hæstarétti í dag en saksóknari fer fram á 12 ára fangelsi yfir mönnunum. Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands í mars í fyrra af ákæru um að hafa veitt fanga áverka á Litla-Hrauni árið 2012 sem leiddu til dauða hans. Dómurinn taldi ekki loku fyrir það skotið að aðrir en ákærðu hefðu haft möguleika á því að veita fanganum þá áverka sem drógu hann til dauða og þá væri ekki hægt að útiloka að fall í klefanum hefði orsakað áverka á líkama hans. Málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í dag. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, eyddi stærstum hluta af sinni ræðu í að útiloka aðrar dánarorsakir hins látna en þá að ákærðu hefðu gengið í skrokk á honum. Hann sagði fyrrgreindan vafa Héraðsdóms í málinu vera fráleitan. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Þar kæmi tvennt til greina – fall á klósett eða stól. Sú skoðun hefði leitt í ljós að útilokað væri að það hefði orsakað áverkana. Orsökin hefði verið högg á kvið – annað hvort með hnefa eða hné og þar kæmu engir aðrir til greina en ákærðu. Þá fór hann fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Verjendur þeirra fóru fram á að dómur Héraðsdóms um sýknu yrði staðfestur. Báðir töldu þeir ýmislegt koma til greina sem dánarorsök, til að mynda lyfjanotkun og hjartagalla. Innri áverkar hefðu verið vegna endurlífgunartilrauna sem stóð yfir í um 50 mínútur. Þeir sögðu engin merki um átök eða ofbeldi. Þá ítrekuðu þeir að ekkert mar hefði verið á líkama hins látna. Verjandi Annþórs sagði málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á vangaveltum og engu öðru en verjandi Barkar sagði háskalegt að reisa sakfellingu á gögnum málsins. Dómur Hæstaréttar verður kveðinn upp á næstu vikum.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira