Innlent

Endurupptökubeiðni Magnúsar í Al-Thani málinu hafnað

Birgir Olgeirsson skrifar
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg.
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Vísir
Beiðni Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, á endurupptöku á Al-Thani málinu svokallaða hefur verið hafnað af endurupptökunefnd.

Hæstiréttur Ísland dæmdi Magnús til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar en í endurupptökubeiðni Magnúsar hélt hann því fram að Hæstiréttur hefði dregið þrjár rangar ályktanir af sönnunargögnum málsins svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess og leitt til þess að hann var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum.

Sjá einnig: Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur

Í niðurstöðu endurupptökunefndar kemur fram að nefndin telji að Magnús hafi ekki leitt líkur að því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.

Í Al-Thani málinu voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson allir dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti. Þeir fóru allir fram á endurupptöku á máli þeirra en öllum beiðnunum hefur verið hafnað.

Sjá úrskurð nefndarinnar hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×