Kynlífsmyndband tekið á klósettinu á Austur fer um netið Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2017 10:48 Mótsagnakennd umræða er um málið á netinu þar sem fólk ýmist falast eftir myndbandinu eða bent er á að um refsivert athæfi gæti verið að ræða með dreifingu myndbandsins. Án þess að hún þekki umrætt dæmi segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssakóknari það líklega svo og koma ýmis lagaákvæði til greina í því sambandi. Stutt myndbandsbrot, 26 sekúndur að lengd, þar sem sjá má konu og karl hafa samfarir í opnum klósettbás á hinum fjölsótta skemmtistað Austur, fer nú sem eldur um sinu í netheimum. Það mun hafa verið tekið um síðustu helgi. Vísi er ekki kunnugt um hver tók myndbandsbrotið eða setti það í dreifingu. En á netinu gengur það á milli manna.Refsivert að birta viðkvæmt myndefni án heimildarHeitar umræður eru um téð myndbandsbrot í umræðuhópum hér og þar á netinu; mótsagnakennd umræða þar sem ýmist er verið að falast eftir myndbandinu en svo jafnframt vangaveltur um hvort það geti talist þátttaka í glæp að taka þátt í dreifingu þess? Því er þá í einhverju tilvikum svarað svo til að fólkið geti sjálfu sér um kennt. Ljóst sé að ekki sé verið að fara í felur með eitt né neitt; þetta sé nánast fyrir opnum tjöldum. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, er sérfróð um mál sem þessi og hún leggur áherslu á að skoða verði hvert tilvik um sig. Eins og Persónuvernd benti á um daginn getur það talist refsivert að birta myndir af fólki og dreifa án heimildar. Kolbrún þekki ekki þetta tiltekna dæmi en samkvæmt persónuverndarlögum þá getur verið um brot að ræða og refsiákvæði almennra hegningarlaga koma einnig til greina svo sem um ærumeiðingar og svo hvort um blygðunarsemisbrot geti verið að ræða.Ýmis lagaákvæði sem koma til greina„Þetta eru ákvæði sem maður myndi skoða,“ segir Kolbrún en bendir á að hvert tilvik þurfi að skoða sérstaklega. „Það vantar ákvæði í okkar lög sem fjalla sérstaklega um þetta.“ Hún segir að þó séu ákvæði sem þessu tengjast svo sem í friðhelgiskafla hegningarlaganna, grein númer 229: „Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári.“ Kolbrún segir að vandinn sé sá að öll þessi mál séu einkarefsimál en verið sé að skoða lagabreytingar með það fyrir augum að slík brot geti verið rannsökuð af lögreglu og ákæruvaldinu. „Björt framtíð hefur lagt tvisvar fram tillögu um breytingu á hegningarlögum til að taka á svona, kynferðisbrotakaflanum, en það vantar ákvæði eins og er á hinum Norðurlöndum. Sem snýr að því að dreifa svona viðkvæmu efni um annað fólk sem ekki er til þess fallið að fara í dreifingu. Þetta þarf að gera en það vantar svolítið upp á hjá okkur. Dreifing á svona viðkvæmu efni ætti að vera rannsakað af lögreglu og ákæruvaldinu.“Brot af þessu tagi verða stöðugt algengariVettvangurinn getur skipt máli – það er ef um er að ræða athafnir sem eru í opinberu rými. „Það þarf að meta í hverju tilfelli fyrir sig. Ef fólk eru exihibitionistar, þá má snúa þessu við, þeir sem þurfa að horfa uppá þetta geta kært viðkomandi fyrir blygðunarsemisbrot. Ef þú berar þig fyrir einhverjum sem ekki hefur beðið um neitt slíkt.“ Sem sagt, hvert tilvik um sig þarf að skoða. Þessi mál verða stöðugt algengari; sem snúa að dreifingu á viðkvæmu efni á netinu. Og þau eru með ýmsum hætti. Kolbrún nefnir til sögunnar dóm frá í desember, þar sem ákært var fyrir tilraun til nauðgunar, og það eru fleiri slík mál til þó þau hafi ekki komið upp á yfirborðið. „Þá er verið að nota efni sem þetta, sérstaklega gagnvart stelpum, með kúgandi hætti. Það er tilraun til nauðgunar og er grafalvarlegt.“ Þá bendir Kolbrún á að svo virðist sem almennt geri fólk sér ekki fyllilega grein alvarleika málsins, því þetta getur haft verulegar afleiðingar í för með sér. Fólk getur fengið á sig dóm fyrir kynferðisbrot og vont að hafa slíkt á ferilskránni. Tengdar fréttir Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45 Forsvarsmenn Druslugöngunnar um ummæli Óttars: „Með ólíkindum að fagaðili vogi sér að tala með þessum hætti í fjölmiðlum“ Ummæli Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, um að konur geti sjálfum sér um kennt ef að nektarmyndir sem þær sjálfar hafa sent til annars aðila fara í dreifingu á netinu hafa vakið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum eftir að hann lét þau falla í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. 22. febrúar 2017 08:16 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Stutt myndbandsbrot, 26 sekúndur að lengd, þar sem sjá má konu og karl hafa samfarir í opnum klósettbás á hinum fjölsótta skemmtistað Austur, fer nú sem eldur um sinu í netheimum. Það mun hafa verið tekið um síðustu helgi. Vísi er ekki kunnugt um hver tók myndbandsbrotið eða setti það í dreifingu. En á netinu gengur það á milli manna.Refsivert að birta viðkvæmt myndefni án heimildarHeitar umræður eru um téð myndbandsbrot í umræðuhópum hér og þar á netinu; mótsagnakennd umræða þar sem ýmist er verið að falast eftir myndbandinu en svo jafnframt vangaveltur um hvort það geti talist þátttaka í glæp að taka þátt í dreifingu þess? Því er þá í einhverju tilvikum svarað svo til að fólkið geti sjálfu sér um kennt. Ljóst sé að ekki sé verið að fara í felur með eitt né neitt; þetta sé nánast fyrir opnum tjöldum. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, er sérfróð um mál sem þessi og hún leggur áherslu á að skoða verði hvert tilvik um sig. Eins og Persónuvernd benti á um daginn getur það talist refsivert að birta myndir af fólki og dreifa án heimildar. Kolbrún þekki ekki þetta tiltekna dæmi en samkvæmt persónuverndarlögum þá getur verið um brot að ræða og refsiákvæði almennra hegningarlaga koma einnig til greina svo sem um ærumeiðingar og svo hvort um blygðunarsemisbrot geti verið að ræða.Ýmis lagaákvæði sem koma til greina„Þetta eru ákvæði sem maður myndi skoða,“ segir Kolbrún en bendir á að hvert tilvik þurfi að skoða sérstaklega. „Það vantar ákvæði í okkar lög sem fjalla sérstaklega um þetta.“ Hún segir að þó séu ákvæði sem þessu tengjast svo sem í friðhelgiskafla hegningarlaganna, grein númer 229: „Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári.“ Kolbrún segir að vandinn sé sá að öll þessi mál séu einkarefsimál en verið sé að skoða lagabreytingar með það fyrir augum að slík brot geti verið rannsökuð af lögreglu og ákæruvaldinu. „Björt framtíð hefur lagt tvisvar fram tillögu um breytingu á hegningarlögum til að taka á svona, kynferðisbrotakaflanum, en það vantar ákvæði eins og er á hinum Norðurlöndum. Sem snýr að því að dreifa svona viðkvæmu efni um annað fólk sem ekki er til þess fallið að fara í dreifingu. Þetta þarf að gera en það vantar svolítið upp á hjá okkur. Dreifing á svona viðkvæmu efni ætti að vera rannsakað af lögreglu og ákæruvaldinu.“Brot af þessu tagi verða stöðugt algengariVettvangurinn getur skipt máli – það er ef um er að ræða athafnir sem eru í opinberu rými. „Það þarf að meta í hverju tilfelli fyrir sig. Ef fólk eru exihibitionistar, þá má snúa þessu við, þeir sem þurfa að horfa uppá þetta geta kært viðkomandi fyrir blygðunarsemisbrot. Ef þú berar þig fyrir einhverjum sem ekki hefur beðið um neitt slíkt.“ Sem sagt, hvert tilvik um sig þarf að skoða. Þessi mál verða stöðugt algengari; sem snúa að dreifingu á viðkvæmu efni á netinu. Og þau eru með ýmsum hætti. Kolbrún nefnir til sögunnar dóm frá í desember, þar sem ákært var fyrir tilraun til nauðgunar, og það eru fleiri slík mál til þó þau hafi ekki komið upp á yfirborðið. „Þá er verið að nota efni sem þetta, sérstaklega gagnvart stelpum, með kúgandi hætti. Það er tilraun til nauðgunar og er grafalvarlegt.“ Þá bendir Kolbrún á að svo virðist sem almennt geri fólk sér ekki fyllilega grein alvarleika málsins, því þetta getur haft verulegar afleiðingar í för með sér. Fólk getur fengið á sig dóm fyrir kynferðisbrot og vont að hafa slíkt á ferilskránni.
Tengdar fréttir Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45 Forsvarsmenn Druslugöngunnar um ummæli Óttars: „Með ólíkindum að fagaðili vogi sér að tala með þessum hætti í fjölmiðlum“ Ummæli Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, um að konur geti sjálfum sér um kennt ef að nektarmyndir sem þær sjálfar hafa sent til annars aðila fara í dreifingu á netinu hafa vakið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum eftir að hann lét þau falla í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. 22. febrúar 2017 08:16 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45
Forsvarsmenn Druslugöngunnar um ummæli Óttars: „Með ólíkindum að fagaðili vogi sér að tala með þessum hætti í fjölmiðlum“ Ummæli Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, um að konur geti sjálfum sér um kennt ef að nektarmyndir sem þær sjálfar hafa sent til annars aðila fara í dreifingu á netinu hafa vakið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum eftir að hann lét þau falla í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. 22. febrúar 2017 08:16