Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2017 10:23 Í kjölfar #égerekkitabú hafa fjölmargar frásagnir komið fram frá fólki sem hefur verið að glíma við ýmis geðræn vandamál. Þessi herferð gaf fólki kjarkinn og hugrekkið sem það hafði ekki áður til að taka fyrsta skrefið og leita sér hjálpar. Þegar ég var yngri lenti ég í áföllum sem gerðu það að verkum að í dag glími ég við þunglyndi og áfallastreituröskun. Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. Eðlileg. Það er eiginleiki sem ég hef alltaf viljað hafa. Í hverju þunglyndiskasti hef ég óskað eftir að vera bara eðlileg. Að geta fundið útskýringu afhverju mér líður svona illa. En hvað er að vera eðlilegur? Öll erum við mismunandi og erum mörg að glíma við hluti sem aðrir hafa ekki hugmynd um. Ég hef alltaf leitast eftir þessari útópíu, þar sem ég get verið eins og allir hinir, en ég fatta það meira með hverjum degi að ég er alveg eðlileg. Það er bara svolítið erfitt að sannfæra hugann. Skólaganga mín hefur ekki verið auðveld, ekki frekar en annað í þessu lífi. Ég á enn það erfitt suma daga að ég kemst einfaldlega ekki framúr. Í grunnskóla og framhaldsskóla átti ég mjög erfitt oft á tíðum og var það mjög ábótavant hvernig skólastjórnendur tóku á því. Það virtist enginn trúa mér að ég væri að glíma við geðsjúkdóm, heldur væri ég bara að þykjast til að komast undan því að mæta í skólann. Í framhaldsskóla skilaði ég inn vottorði hverja einustu önn þess efnis að ég væri þunglynd en þrátt fyrir það fékk ég sífellt hótanir um brottrekstur vegna mætingar. Ég hefði aldrei komist svona langt í námi ef ég hefði ekki móður mína og systur að. Þær eru mitt eigið klapplið, það tekur nefnilega rosalega á að vera sífellt sökuð um lygar og ýkjur. Það eina sem ég þráði á þessum árum var að einhver myndi skilja mig og gefa mér það rými sem ég þurfti. Fyrir nokkrum árum, eftir mikla þrjósku og mótþróa af minni hálfu, fór ég í hugræna atferlismeðferð hjá geðdeild Landspítalans. Ég hafði áður verið á lyfjum sem voru einfaldlega ekki að gera nóg fyrir mig þótt þau hjálpuðu mikið. Allan þann tíma sem ég var í meðferð hafði ég hugsað mér að læknirinn myndi segja töfraorðin; “þú ert læknuð!” og líf mitt yrði dans á rósum. Það sem ég komst þó seinna að er sú staðreynd að ég muni líklegast aldrei læknast algjörlega. Ég er orðin sterkari, það er engin spurning, en það koma enn dagar þar sem mann langar bara að gefast upp. Ég er orðin sérfræðingur í að þekkja sjálfa mig og vita hvað er gott fyrir mig og hvað ekki. Ég veit hver geta mín og takmörk eru, hæfileiki sem ég er stanslaust að vinna í. Sem betur fer gefst ég ekki auðveldlega upp og stefni á að ná langt í mínu lífi. Það væri þó fínt ef þeir sem væru að glíma við geðsjúkdóma þyrftu ekki alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir sínu.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Gott aðgengi er ekki kók í gleri Og alls ekki geimvísindi. 28. febrúar 2017 09:58 Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í kjölfar #égerekkitabú hafa fjölmargar frásagnir komið fram frá fólki sem hefur verið að glíma við ýmis geðræn vandamál. Þessi herferð gaf fólki kjarkinn og hugrekkið sem það hafði ekki áður til að taka fyrsta skrefið og leita sér hjálpar. Þegar ég var yngri lenti ég í áföllum sem gerðu það að verkum að í dag glími ég við þunglyndi og áfallastreituröskun. Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. Eðlileg. Það er eiginleiki sem ég hef alltaf viljað hafa. Í hverju þunglyndiskasti hef ég óskað eftir að vera bara eðlileg. Að geta fundið útskýringu afhverju mér líður svona illa. En hvað er að vera eðlilegur? Öll erum við mismunandi og erum mörg að glíma við hluti sem aðrir hafa ekki hugmynd um. Ég hef alltaf leitast eftir þessari útópíu, þar sem ég get verið eins og allir hinir, en ég fatta það meira með hverjum degi að ég er alveg eðlileg. Það er bara svolítið erfitt að sannfæra hugann. Skólaganga mín hefur ekki verið auðveld, ekki frekar en annað í þessu lífi. Ég á enn það erfitt suma daga að ég kemst einfaldlega ekki framúr. Í grunnskóla og framhaldsskóla átti ég mjög erfitt oft á tíðum og var það mjög ábótavant hvernig skólastjórnendur tóku á því. Það virtist enginn trúa mér að ég væri að glíma við geðsjúkdóm, heldur væri ég bara að þykjast til að komast undan því að mæta í skólann. Í framhaldsskóla skilaði ég inn vottorði hverja einustu önn þess efnis að ég væri þunglynd en þrátt fyrir það fékk ég sífellt hótanir um brottrekstur vegna mætingar. Ég hefði aldrei komist svona langt í námi ef ég hefði ekki móður mína og systur að. Þær eru mitt eigið klapplið, það tekur nefnilega rosalega á að vera sífellt sökuð um lygar og ýkjur. Það eina sem ég þráði á þessum árum var að einhver myndi skilja mig og gefa mér það rými sem ég þurfti. Fyrir nokkrum árum, eftir mikla þrjósku og mótþróa af minni hálfu, fór ég í hugræna atferlismeðferð hjá geðdeild Landspítalans. Ég hafði áður verið á lyfjum sem voru einfaldlega ekki að gera nóg fyrir mig þótt þau hjálpuðu mikið. Allan þann tíma sem ég var í meðferð hafði ég hugsað mér að læknirinn myndi segja töfraorðin; “þú ert læknuð!” og líf mitt yrði dans á rósum. Það sem ég komst þó seinna að er sú staðreynd að ég muni líklegast aldrei læknast algjörlega. Ég er orðin sterkari, það er engin spurning, en það koma enn dagar þar sem mann langar bara að gefast upp. Ég er orðin sérfræðingur í að þekkja sjálfa mig og vita hvað er gott fyrir mig og hvað ekki. Ég veit hver geta mín og takmörk eru, hæfileiki sem ég er stanslaust að vinna í. Sem betur fer gefst ég ekki auðveldlega upp og stefni á að ná langt í mínu lífi. Það væri þó fínt ef þeir sem væru að glíma við geðsjúkdóma þyrftu ekki alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir sínu.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér.
Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun