Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2017 10:23 Í kjölfar #égerekkitabú hafa fjölmargar frásagnir komið fram frá fólki sem hefur verið að glíma við ýmis geðræn vandamál. Þessi herferð gaf fólki kjarkinn og hugrekkið sem það hafði ekki áður til að taka fyrsta skrefið og leita sér hjálpar. Þegar ég var yngri lenti ég í áföllum sem gerðu það að verkum að í dag glími ég við þunglyndi og áfallastreituröskun. Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. Eðlileg. Það er eiginleiki sem ég hef alltaf viljað hafa. Í hverju þunglyndiskasti hef ég óskað eftir að vera bara eðlileg. Að geta fundið útskýringu afhverju mér líður svona illa. En hvað er að vera eðlilegur? Öll erum við mismunandi og erum mörg að glíma við hluti sem aðrir hafa ekki hugmynd um. Ég hef alltaf leitast eftir þessari útópíu, þar sem ég get verið eins og allir hinir, en ég fatta það meira með hverjum degi að ég er alveg eðlileg. Það er bara svolítið erfitt að sannfæra hugann. Skólaganga mín hefur ekki verið auðveld, ekki frekar en annað í þessu lífi. Ég á enn það erfitt suma daga að ég kemst einfaldlega ekki framúr. Í grunnskóla og framhaldsskóla átti ég mjög erfitt oft á tíðum og var það mjög ábótavant hvernig skólastjórnendur tóku á því. Það virtist enginn trúa mér að ég væri að glíma við geðsjúkdóm, heldur væri ég bara að þykjast til að komast undan því að mæta í skólann. Í framhaldsskóla skilaði ég inn vottorði hverja einustu önn þess efnis að ég væri þunglynd en þrátt fyrir það fékk ég sífellt hótanir um brottrekstur vegna mætingar. Ég hefði aldrei komist svona langt í námi ef ég hefði ekki móður mína og systur að. Þær eru mitt eigið klapplið, það tekur nefnilega rosalega á að vera sífellt sökuð um lygar og ýkjur. Það eina sem ég þráði á þessum árum var að einhver myndi skilja mig og gefa mér það rými sem ég þurfti. Fyrir nokkrum árum, eftir mikla þrjósku og mótþróa af minni hálfu, fór ég í hugræna atferlismeðferð hjá geðdeild Landspítalans. Ég hafði áður verið á lyfjum sem voru einfaldlega ekki að gera nóg fyrir mig þótt þau hjálpuðu mikið. Allan þann tíma sem ég var í meðferð hafði ég hugsað mér að læknirinn myndi segja töfraorðin; “þú ert læknuð!” og líf mitt yrði dans á rósum. Það sem ég komst þó seinna að er sú staðreynd að ég muni líklegast aldrei læknast algjörlega. Ég er orðin sterkari, það er engin spurning, en það koma enn dagar þar sem mann langar bara að gefast upp. Ég er orðin sérfræðingur í að þekkja sjálfa mig og vita hvað er gott fyrir mig og hvað ekki. Ég veit hver geta mín og takmörk eru, hæfileiki sem ég er stanslaust að vinna í. Sem betur fer gefst ég ekki auðveldlega upp og stefni á að ná langt í mínu lífi. Það væri þó fínt ef þeir sem væru að glíma við geðsjúkdóma þyrftu ekki alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir sínu.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Gott aðgengi er ekki kók í gleri Og alls ekki geimvísindi. 28. febrúar 2017 09:58 Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar #égerekkitabú hafa fjölmargar frásagnir komið fram frá fólki sem hefur verið að glíma við ýmis geðræn vandamál. Þessi herferð gaf fólki kjarkinn og hugrekkið sem það hafði ekki áður til að taka fyrsta skrefið og leita sér hjálpar. Þegar ég var yngri lenti ég í áföllum sem gerðu það að verkum að í dag glími ég við þunglyndi og áfallastreituröskun. Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. Eðlileg. Það er eiginleiki sem ég hef alltaf viljað hafa. Í hverju þunglyndiskasti hef ég óskað eftir að vera bara eðlileg. Að geta fundið útskýringu afhverju mér líður svona illa. En hvað er að vera eðlilegur? Öll erum við mismunandi og erum mörg að glíma við hluti sem aðrir hafa ekki hugmynd um. Ég hef alltaf leitast eftir þessari útópíu, þar sem ég get verið eins og allir hinir, en ég fatta það meira með hverjum degi að ég er alveg eðlileg. Það er bara svolítið erfitt að sannfæra hugann. Skólaganga mín hefur ekki verið auðveld, ekki frekar en annað í þessu lífi. Ég á enn það erfitt suma daga að ég kemst einfaldlega ekki framúr. Í grunnskóla og framhaldsskóla átti ég mjög erfitt oft á tíðum og var það mjög ábótavant hvernig skólastjórnendur tóku á því. Það virtist enginn trúa mér að ég væri að glíma við geðsjúkdóm, heldur væri ég bara að þykjast til að komast undan því að mæta í skólann. Í framhaldsskóla skilaði ég inn vottorði hverja einustu önn þess efnis að ég væri þunglynd en þrátt fyrir það fékk ég sífellt hótanir um brottrekstur vegna mætingar. Ég hefði aldrei komist svona langt í námi ef ég hefði ekki móður mína og systur að. Þær eru mitt eigið klapplið, það tekur nefnilega rosalega á að vera sífellt sökuð um lygar og ýkjur. Það eina sem ég þráði á þessum árum var að einhver myndi skilja mig og gefa mér það rými sem ég þurfti. Fyrir nokkrum árum, eftir mikla þrjósku og mótþróa af minni hálfu, fór ég í hugræna atferlismeðferð hjá geðdeild Landspítalans. Ég hafði áður verið á lyfjum sem voru einfaldlega ekki að gera nóg fyrir mig þótt þau hjálpuðu mikið. Allan þann tíma sem ég var í meðferð hafði ég hugsað mér að læknirinn myndi segja töfraorðin; “þú ert læknuð!” og líf mitt yrði dans á rósum. Það sem ég komst þó seinna að er sú staðreynd að ég muni líklegast aldrei læknast algjörlega. Ég er orðin sterkari, það er engin spurning, en það koma enn dagar þar sem mann langar bara að gefast upp. Ég er orðin sérfræðingur í að þekkja sjálfa mig og vita hvað er gott fyrir mig og hvað ekki. Ég veit hver geta mín og takmörk eru, hæfileiki sem ég er stanslaust að vinna í. Sem betur fer gefst ég ekki auðveldlega upp og stefni á að ná langt í mínu lífi. Það væri þó fínt ef þeir sem væru að glíma við geðsjúkdóma þyrftu ekki alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir sínu.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér.
Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar