Fordæmalaus aukning á útblæstri hér á landi Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2017 06:45 Stefnt er að því að hlutfall endurnýjanlegrar orku sem notuð er á innlendum fiskiskipum verði 10 prósent árið 2030 en það er aðeins 0,1 prósent í dag. VÍSIR/ÓSKAR Losun gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa hér á landi er um 14 tonn af koldíoxíðsígildum en er 4,9 tonn á heimsvísu og 7,4 tonn að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, um stöðu og stefnu í loftslagsmálum sem lögð var fram á Alþingi í gær. Þar kemur einnig fram að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hefur aukist um 26% frá 1990 til 2015 og var um 4,6 milljón tonn af CO2-ígildum árið 2014. Á sama tíma hefur losun dregist saman um 24% samtals í 28 ríkjum ESB. Nýbirt spá í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands bendir til að losun hér á landi geti aukist um 53-99% til 2030. Sé tekið tillit til kolefnisbindingar með landgræðslu og skógrækt er aukningin 33-79%. „Líklega eru fá eða engin dæmi um jafn mikla fyrirsjáanlega aukningu í losun til 2030 hjá öðrum þróuðum ríkjum,“ segir orðrétt í skýrslunni.Samkvæmt skýrslu Bjartar verður erfitt fyrir Ísland að standa við Kýótó-bókunina sem gildir frá 2013-2020. Slíkt mun verða kostnaðarsamt því stjórnvöld þurfa þá að kaupa losunarheimildir. Ímynd Íslands er brothætt að mati Bjartar því hætt er við að fáir líti til Íslands sem fyrirmyndar ef losun eykst meira hér en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2030. Ekki sé endalaust hægt að vísa til hitaveituvæðingar fortíðarinnar sem dæmis um framsækni Íslands í loftslagsmálum að mati hennar. Ísland hefur fullgilt Parísarsamninginn og sent inn landsákvarðað framlag með markmið til 2030. Í því segir að Ísland ætli sér að taka þátt í samevrópsku markmiði um minnkun losunar um 40% til 2030 miðað við 1990. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun í orkuskiptum. Með tillögunni er stefnt að því að Ísland verði framarlega í notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum á öllum sviðum. Stefnt er að því að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum verði 10% árið 2020 og 40% árið 2030, en þetta hlutfall er nú um 6%.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa hér á landi er um 14 tonn af koldíoxíðsígildum en er 4,9 tonn á heimsvísu og 7,4 tonn að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, um stöðu og stefnu í loftslagsmálum sem lögð var fram á Alþingi í gær. Þar kemur einnig fram að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hefur aukist um 26% frá 1990 til 2015 og var um 4,6 milljón tonn af CO2-ígildum árið 2014. Á sama tíma hefur losun dregist saman um 24% samtals í 28 ríkjum ESB. Nýbirt spá í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands bendir til að losun hér á landi geti aukist um 53-99% til 2030. Sé tekið tillit til kolefnisbindingar með landgræðslu og skógrækt er aukningin 33-79%. „Líklega eru fá eða engin dæmi um jafn mikla fyrirsjáanlega aukningu í losun til 2030 hjá öðrum þróuðum ríkjum,“ segir orðrétt í skýrslunni.Samkvæmt skýrslu Bjartar verður erfitt fyrir Ísland að standa við Kýótó-bókunina sem gildir frá 2013-2020. Slíkt mun verða kostnaðarsamt því stjórnvöld þurfa þá að kaupa losunarheimildir. Ímynd Íslands er brothætt að mati Bjartar því hætt er við að fáir líti til Íslands sem fyrirmyndar ef losun eykst meira hér en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2030. Ekki sé endalaust hægt að vísa til hitaveituvæðingar fortíðarinnar sem dæmis um framsækni Íslands í loftslagsmálum að mati hennar. Ísland hefur fullgilt Parísarsamninginn og sent inn landsákvarðað framlag með markmið til 2030. Í því segir að Ísland ætli sér að taka þátt í samevrópsku markmiði um minnkun losunar um 40% til 2030 miðað við 1990. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun í orkuskiptum. Með tillögunni er stefnt að því að Ísland verði framarlega í notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum á öllum sviðum. Stefnt er að því að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum verði 10% árið 2020 og 40% árið 2030, en þetta hlutfall er nú um 6%.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira