Tölvuleikjagerð kennd á nýrri námsbraut Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Tölvuleikjamarkaðurinn veltir stjarnfræðilegum upphæðum. vísir/afp Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, vinnur nú að stofnun nýrrar námsbrautar í gerð tölvuleikja, til viðbótar við það nám sem fyrir er í skólanum. Keilir hyggst taka inn 60 nýja nemendur í haust ef samþykki menntamálaráðuneytisins fæst. Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og tölvuleikjarisinn CCP hafa lýst yfir mikilli ánægju og stuðningi við hina nýju námsbraut og hefur forstjóri CCP lýst yfir áhuga á að sitja í fagráði brautarinnar.Hjálmar ÁrnasonHjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, segir að með nýju námsbrautinni hyggist Keilir jafnframt innleiða nýja kennsluhætti til stúdentsprófs. Stuðst verður við góða reynslu af vendinámi – námi sem byggir á því að hefðbundinni kennslu er snúið við; fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistaðar á netinu og nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim hentar. Þá munu sjálfstæð vinnubrögð nemenda skipa háan sess í náminu, náin tengsl við atvinnulífið og samþætting námsgreina. „Á heimsvísu veltir leikjagerðarmarkaðurinn milljörðum króna. Í umræðu um uppbyggingu atvinnulífs heyrast gjarnan þær raddir að efla þurfi þá þætti er tengjast sköpun, meðal annars með tilvísun í leikjagerð. Almennt eru flestir sammála því að skólakerfið sé ekki að sinna þessum þætti nægjanlega vel en Keilir hyggst með þessu bæta þar úr,“ segir Hjálmar sem getur ekki svarað því af hverju nám sem þetta hefur ekki þegar skotið rótum hérlendis. Tilefnið sé hins vegar ærið, og ekki seinna vænna að bæta þar úr. Keilir hefur þegar gert samstarfssamning við danska leikjagarðinn Game Park Danmark, sem er skammt frá Árósum. Þar er starfræktur eini menntaskólinn í Danmörku þar sem boðið er upp á leikjagerð sem valgrein og aðaláherslu. Í skólanum er einnig boðið upp á nám á háskólastigi fyrir þá sem vilja í samstarf við háskólann í Árósum og þar er einnig boðið upp á aðstöðu fyrir frumkvöðla á sviði leikjagerðar, en töluvert er um einyrkja og smærri aðila á þessu sviði. Keilir hyggst koma upp slíkri aðstöðu á Ásbrú þar sem boðið verður upp á stúdentspróf með áherslu á leikjagerð, diplómanám eða BS-nám í leikjagerð, og þá í samstarfi við innlenda og/eða erlenda háskóla. Eins aðstöðu fyrir frumkvöðla í Eldey – tæknismiðju og frumkvöðlasetrinu á Ásbrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, vinnur nú að stofnun nýrrar námsbrautar í gerð tölvuleikja, til viðbótar við það nám sem fyrir er í skólanum. Keilir hyggst taka inn 60 nýja nemendur í haust ef samþykki menntamálaráðuneytisins fæst. Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og tölvuleikjarisinn CCP hafa lýst yfir mikilli ánægju og stuðningi við hina nýju námsbraut og hefur forstjóri CCP lýst yfir áhuga á að sitja í fagráði brautarinnar.Hjálmar ÁrnasonHjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, segir að með nýju námsbrautinni hyggist Keilir jafnframt innleiða nýja kennsluhætti til stúdentsprófs. Stuðst verður við góða reynslu af vendinámi – námi sem byggir á því að hefðbundinni kennslu er snúið við; fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistaðar á netinu og nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim hentar. Þá munu sjálfstæð vinnubrögð nemenda skipa háan sess í náminu, náin tengsl við atvinnulífið og samþætting námsgreina. „Á heimsvísu veltir leikjagerðarmarkaðurinn milljörðum króna. Í umræðu um uppbyggingu atvinnulífs heyrast gjarnan þær raddir að efla þurfi þá þætti er tengjast sköpun, meðal annars með tilvísun í leikjagerð. Almennt eru flestir sammála því að skólakerfið sé ekki að sinna þessum þætti nægjanlega vel en Keilir hyggst með þessu bæta þar úr,“ segir Hjálmar sem getur ekki svarað því af hverju nám sem þetta hefur ekki þegar skotið rótum hérlendis. Tilefnið sé hins vegar ærið, og ekki seinna vænna að bæta þar úr. Keilir hefur þegar gert samstarfssamning við danska leikjagarðinn Game Park Danmark, sem er skammt frá Árósum. Þar er starfræktur eini menntaskólinn í Danmörku þar sem boðið er upp á leikjagerð sem valgrein og aðaláherslu. Í skólanum er einnig boðið upp á nám á háskólastigi fyrir þá sem vilja í samstarf við háskólann í Árósum og þar er einnig boðið upp á aðstöðu fyrir frumkvöðla á sviði leikjagerðar, en töluvert er um einyrkja og smærri aðila á þessu sviði. Keilir hyggst koma upp slíkri aðstöðu á Ásbrú þar sem boðið verður upp á stúdentspróf með áherslu á leikjagerð, diplómanám eða BS-nám í leikjagerð, og þá í samstarfi við innlenda og/eða erlenda háskóla. Eins aðstöðu fyrir frumkvöðla í Eldey – tæknismiðju og frumkvöðlasetrinu á Ásbrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira