Vildi stöðva sölu á 45% í Ölgerðinni Haraldur Guðmundsson skrifar 1. mars 2017 07:30 Sala á eignarhlutnum í Ölgerðinni var undirrituð um miðjan október. Þann sama dag var synjun á lögbannsbeiðninni tekin fyrir í héraði. Vísir/Anton Stór hluthafi í Ölgerðinni fór í október fram á að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann á sölu á 45 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sýslumaðurinn hafnaði því og fjórum dögum síðar barst fjölmiðlum tilkynning um sölu á 69 prósentum í Ölgerðinni. Þann sama dag var synjun sýslumanns tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur og í desember staðfesti Hæstiréttur að salan, sem Samkeppniseftirlitið hefur ekki enn samþykkt, yrði ekki stöðvuð með lögbanni.Vildi hætta við Samkvæmt dómi Hæstaréttar, sem féll þann 8. desember og birtist þá ekki á forsíðu heimasíðu dómstólsins, kærði ET Sjón ehf., í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, úrskurð héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu félagsins um að ákvörðun sýslumannsins yrði felld úr gildi. ET Sjón er einn þriggja hluthafa Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í Ölgerðinni þann 16. október. Félag Eiríks á 28,24 prósenta hlut í Þorgerði eða tæp þrettán prósent í fyrirtækinu. Eignarhaldsfélagið Þorgerður var stofnað í október 2010 utan um kaup á hlut í Ölgerðinni. Auður 1 fjárfestingarsjóður, í eigu lífeyrissjóða og einkafjárfesta, fór fyrir kaupendahópnum og á í dag 62,35 prósent í Þorgerði. Fjárfestirinn Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir er þriðji hluthafinn og á hún 9,4 prósent. Í september 2015 ákváðu eigendur félagsins, ásamt öðrum hluthöfum Ölgerðarinnar, að fá fyrirtækjaráðgjöf Virðingar til að sjá um söluferli á öllu hlutafé drykkjarvöruframleiðandans. Virðing var fengin til að selja eignina í lokuðu ferli eða almennu útboði í tengslum við mögulega skráningu Ölgerðarinnar í Kauphöll Íslands. Salan á 69 prósenta hlutnum var samþykkt þann 16. október 2016 og fréttatilkynning send daginn eftir. Þorgerður átti þar af 45 prósent en þeir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, ákváðu á endanum að selja ekki 31 prósents eignarhlut OA eignarhaldsfélags í fyrirtækinu. Sama dag og tilkynningin barst fjölmiðlum skaut ET Sjón ákvörðun sýslumannsins til héraðsdóms. Rúmum mánuði síðar, eða þann 24. nóvember, var haldinn hluthafafundur í Þorgerði að kröfu Eiríks um að hætt yrði við söluna. Tillagan var felld með atkvæðum annarra hluthafa.Ósáttur við stjórnarfund Drög að kaupsamningi á hlut Þorgerðar í Ölgerðinni voru kynnt á stjórnarfundi félagsins 19. september. Þá var, samkvæmt dómi héraðsdóms, bókað að samþykkt hefði verið að stjórn félagsins veitti umboð til undirritunar samningsins. Þann 13. október lagði ET Sjón aftur á móti fram beiðni sína um að sýslumaður legði lögbann við því að Margit Robertet, stjórnarformaður Þorgerðar, og Gunnar Sigurðsson, fjárfestingarstjóri hjá Virðingu, nýttu sér umboð sitt til að undirrita samninginn. Fór félagið einnig fram á að lagt yrði lögbann við því að Þorgerður seldi 45 prósenta hlutinn. Í dómi héraðsdóms er vitnað í forsvarsmann ET Sjónar um að honum hafi ekki verið kunnugt um að taka ætti endanlega ákvörðun um sölu á eignarhlutnum á fundinum í september. Eiríkur hafi talið að boðun til hans hafi verið ófullnægjandi og fundurinn ekki skuldbundið Þorgerði með réttum hætti. Um endanlegan kaupsamning hafi því aldrei verið fjallað á fundinum. Þessu höfnuðu aðrir eigendur Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar. „Þá er ljóst að ef ekki verður af sölunni kann varnaraðili [Eignarhaldsfélagið Þorgerður] að verða fyrir tjóni, meðal annars vegna tapaðs hagnaðar af sölunni, auk þess sem þeir sem yrðu af kaupunum kynnu að hafa uppi bótakröfur á hendur honum vegna vanefnda samningsins,“ segir í dómi héraðsdóms. Eiríkur vildi ekki tjá sig um málið þegar Markaðurinn leitaði eftir því. Sagði hann þó það ekki rétt, sem Markaðurinn hefur eftir heimildum, að hann hafi meðal annars verið ósáttur við að þurfa að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endurálagningar Ríkisskattstjóra á Ölgerðina árið 2013 vegna öfugs samruna fyrirtækisins frá árinu 2007.Fimm milljarða sala Í dómi héraðsdóms er bent á þá miklu fjárhagslegu hagsmuni sem voru í húfi fyrir þá sem stóðu að sölu og kaupum á hlutum í Ölgerðinni. Í munnlegum málflutningi fyrir dómnum hafi komið fram að söluverð hlutanna væri um fimm milljarðar króna og þar af næmi hlutur Þorgerðar 3,5 til 3,8 milljörðum króna. Með hliðsjón af hlut ET Sjónar í Þorgerði næmi sala 28,24 prósenta hlutarins um einum milljarði króna. Þessum tölum hafi ekki verið andmælt en í þeim er ekki tekið tillit til skulda félagsins og handbærs fjár. Eignarhaldsfélagið Þorgerður, F-13 ehf. og Lind ehf. seldu 69 prósenta hlutinn til framtakssjóðanna Akurs fjárfestingar, Horns III og hóps einkafjárfesta. Samkeppniseftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt og situr Eiríkur enn í stjórn Ölgerðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samningur hefur náðst um sölu á 69% hlut í Ölgerðinni Fyrir kaupendum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. 17. október 2016 16:03 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stór hluthafi í Ölgerðinni fór í október fram á að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann á sölu á 45 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sýslumaðurinn hafnaði því og fjórum dögum síðar barst fjölmiðlum tilkynning um sölu á 69 prósentum í Ölgerðinni. Þann sama dag var synjun sýslumanns tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur og í desember staðfesti Hæstiréttur að salan, sem Samkeppniseftirlitið hefur ekki enn samþykkt, yrði ekki stöðvuð með lögbanni.Vildi hætta við Samkvæmt dómi Hæstaréttar, sem féll þann 8. desember og birtist þá ekki á forsíðu heimasíðu dómstólsins, kærði ET Sjón ehf., í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, úrskurð héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu félagsins um að ákvörðun sýslumannsins yrði felld úr gildi. ET Sjón er einn þriggja hluthafa Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í Ölgerðinni þann 16. október. Félag Eiríks á 28,24 prósenta hlut í Þorgerði eða tæp þrettán prósent í fyrirtækinu. Eignarhaldsfélagið Þorgerður var stofnað í október 2010 utan um kaup á hlut í Ölgerðinni. Auður 1 fjárfestingarsjóður, í eigu lífeyrissjóða og einkafjárfesta, fór fyrir kaupendahópnum og á í dag 62,35 prósent í Þorgerði. Fjárfestirinn Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir er þriðji hluthafinn og á hún 9,4 prósent. Í september 2015 ákváðu eigendur félagsins, ásamt öðrum hluthöfum Ölgerðarinnar, að fá fyrirtækjaráðgjöf Virðingar til að sjá um söluferli á öllu hlutafé drykkjarvöruframleiðandans. Virðing var fengin til að selja eignina í lokuðu ferli eða almennu útboði í tengslum við mögulega skráningu Ölgerðarinnar í Kauphöll Íslands. Salan á 69 prósenta hlutnum var samþykkt þann 16. október 2016 og fréttatilkynning send daginn eftir. Þorgerður átti þar af 45 prósent en þeir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, ákváðu á endanum að selja ekki 31 prósents eignarhlut OA eignarhaldsfélags í fyrirtækinu. Sama dag og tilkynningin barst fjölmiðlum skaut ET Sjón ákvörðun sýslumannsins til héraðsdóms. Rúmum mánuði síðar, eða þann 24. nóvember, var haldinn hluthafafundur í Þorgerði að kröfu Eiríks um að hætt yrði við söluna. Tillagan var felld með atkvæðum annarra hluthafa.Ósáttur við stjórnarfund Drög að kaupsamningi á hlut Þorgerðar í Ölgerðinni voru kynnt á stjórnarfundi félagsins 19. september. Þá var, samkvæmt dómi héraðsdóms, bókað að samþykkt hefði verið að stjórn félagsins veitti umboð til undirritunar samningsins. Þann 13. október lagði ET Sjón aftur á móti fram beiðni sína um að sýslumaður legði lögbann við því að Margit Robertet, stjórnarformaður Þorgerðar, og Gunnar Sigurðsson, fjárfestingarstjóri hjá Virðingu, nýttu sér umboð sitt til að undirrita samninginn. Fór félagið einnig fram á að lagt yrði lögbann við því að Þorgerður seldi 45 prósenta hlutinn. Í dómi héraðsdóms er vitnað í forsvarsmann ET Sjónar um að honum hafi ekki verið kunnugt um að taka ætti endanlega ákvörðun um sölu á eignarhlutnum á fundinum í september. Eiríkur hafi talið að boðun til hans hafi verið ófullnægjandi og fundurinn ekki skuldbundið Þorgerði með réttum hætti. Um endanlegan kaupsamning hafi því aldrei verið fjallað á fundinum. Þessu höfnuðu aðrir eigendur Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar. „Þá er ljóst að ef ekki verður af sölunni kann varnaraðili [Eignarhaldsfélagið Þorgerður] að verða fyrir tjóni, meðal annars vegna tapaðs hagnaðar af sölunni, auk þess sem þeir sem yrðu af kaupunum kynnu að hafa uppi bótakröfur á hendur honum vegna vanefnda samningsins,“ segir í dómi héraðsdóms. Eiríkur vildi ekki tjá sig um málið þegar Markaðurinn leitaði eftir því. Sagði hann þó það ekki rétt, sem Markaðurinn hefur eftir heimildum, að hann hafi meðal annars verið ósáttur við að þurfa að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endurálagningar Ríkisskattstjóra á Ölgerðina árið 2013 vegna öfugs samruna fyrirtækisins frá árinu 2007.Fimm milljarða sala Í dómi héraðsdóms er bent á þá miklu fjárhagslegu hagsmuni sem voru í húfi fyrir þá sem stóðu að sölu og kaupum á hlutum í Ölgerðinni. Í munnlegum málflutningi fyrir dómnum hafi komið fram að söluverð hlutanna væri um fimm milljarðar króna og þar af næmi hlutur Þorgerðar 3,5 til 3,8 milljörðum króna. Með hliðsjón af hlut ET Sjónar í Þorgerði næmi sala 28,24 prósenta hlutarins um einum milljarði króna. Þessum tölum hafi ekki verið andmælt en í þeim er ekki tekið tillit til skulda félagsins og handbærs fjár. Eignarhaldsfélagið Þorgerður, F-13 ehf. og Lind ehf. seldu 69 prósenta hlutinn til framtakssjóðanna Akurs fjárfestingar, Horns III og hóps einkafjárfesta. Samkeppniseftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt og situr Eiríkur enn í stjórn Ölgerðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samningur hefur náðst um sölu á 69% hlut í Ölgerðinni Fyrir kaupendum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. 17. október 2016 16:03 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Samningur hefur náðst um sölu á 69% hlut í Ölgerðinni Fyrir kaupendum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. 17. október 2016 16:03