Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2017 23:35 Það er uggur í Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni vegna nýrra eigenda Arion banka. Vísir/Eyþór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skýtur á ríkisstjórn Íslands vegna frétta þess efnis að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafi keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion Banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. „Ríkisstjórnin algjörlega óundirbúin og stefnulaus um framtíð fjármálakerfisins. Hefur þó e.t.v. fengið að fylgjast með þessu á fundum í New York,“ segir Sigmundur Davíð á Facebook um þessar fréttir. Hann spyr sig hvort þessi sala muni renna í gegn og klárast umræðulaust með samstilltum fréttatilkynningum eftir kvöldfréttir á sunnudegi. „Sumum hefur þótt það merki um „paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi,“ skrifar Sigmundur sem deilir tilkynningu af vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem sagt er frá því að Och-Ziff Capital Management hafi játað sök í máli tengdu mútum í Afríku.Och-Ziff Capital Management Group er einn af þessum þremur alþjóðlegu fjárfestingarsjóðum sem keyptu hlut í Arion banka en Och-Ziff á 6,6 prósent í gegnum Sculptor Investments s.a.r.l. Greint var frá þessari niðurstöðu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna í september síðastliðnum en þar kom fram að Och-Ziff, sem staðsett er í New York, hafi gengist við því að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 23 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, ásamt dótturfélagi sínu, OZ Africa. Voru fyrirtækin til rannsóknar vegna áforma um að múta opinberum starfsmönnum í Kongó og Líbíu. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna kom fram að Oxh-Ziff hefði í leit að gróða borgað margar milljónir í mútur til háttsettra embættismanna í Afríku. Tengdar fréttir Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skýtur á ríkisstjórn Íslands vegna frétta þess efnis að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafi keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion Banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. „Ríkisstjórnin algjörlega óundirbúin og stefnulaus um framtíð fjármálakerfisins. Hefur þó e.t.v. fengið að fylgjast með þessu á fundum í New York,“ segir Sigmundur Davíð á Facebook um þessar fréttir. Hann spyr sig hvort þessi sala muni renna í gegn og klárast umræðulaust með samstilltum fréttatilkynningum eftir kvöldfréttir á sunnudegi. „Sumum hefur þótt það merki um „paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi,“ skrifar Sigmundur sem deilir tilkynningu af vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem sagt er frá því að Och-Ziff Capital Management hafi játað sök í máli tengdu mútum í Afríku.Och-Ziff Capital Management Group er einn af þessum þremur alþjóðlegu fjárfestingarsjóðum sem keyptu hlut í Arion banka en Och-Ziff á 6,6 prósent í gegnum Sculptor Investments s.a.r.l. Greint var frá þessari niðurstöðu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna í september síðastliðnum en þar kom fram að Och-Ziff, sem staðsett er í New York, hafi gengist við því að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 23 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, ásamt dótturfélagi sínu, OZ Africa. Voru fyrirtækin til rannsóknar vegna áforma um að múta opinberum starfsmönnum í Kongó og Líbíu. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna kom fram að Oxh-Ziff hefði í leit að gróða borgað margar milljónir í mútur til háttsettra embættismanna í Afríku.
Tengdar fréttir Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20