„Feluleikurinn hefur farið mjög illa með mann“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 19:30 „Það eru fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig.“ Þetta segir lesbía á níræðisaldri. Hún segir þöggun um málefni hinsegin fólks á efri árum vera óbærilega, og vill hreinskilnari og opnari umræðu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Samtökin 78 hefðu á dögunum stofnað sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, þar sem stórlega vanti upp á fagþekkingu á þeirra málefnum. Fjörutíu ára samband í leynumNanna Úlfsdóttir er áttatíu og eins árs lesbía. Hún kom út úr skápnum fyrir tuttugu árum. Þá hafði hún búið með konu í fjörutíu ár. „Þó að ég geti ekki kvartað yfir mínu lífi, í sjálfu sér, þá hefur feluleikurinn farið mjög illa með mann. Mjög illa. Og þetta kannski tekur á mann eftir því sem árin líða,“ segir hún. Ljóst sé að hinsegin fólk sé að finna á dvalar- og öldrunarheimilum þó að starfsfólk sé ekki meðvitað um það. „Ég get alveg trúað þessu að það sé rétt, því að svigrúmið er ekkert gefið. Við eigum alltaf að vera eins. Og þegar fólk er farið að verða fullorðið og haldi nú að það eigi rétt á frelsi, þá eru bara allar dyr lokaðar. Þá er komið fram við alla eins og þeir séu eins,“ segir Nanna.Fólk kemur út úr skápnum eftir að makinn fellur fráHún starfaði sjálf fyrir Samtökin 78 og segir dæmi um að fólk komi út úr skápnum á efri árum, jafnvel eftir að maki þeirra fellur frá. Samkynhneigð sé að vissu leyti enn feimnismál hjá hennar kynslóð. „Þögnin er ansi mikil ennþá. Og ég get bara sagt mína eigin reynslu. Ég held að það séu mjög fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig. Þannig að þöggunin hún er, kannski getum við bara sagt, hún er óbærileg í reynd. Það mætti gjarnan vera heiðarlegri og hreinskilnari umræða.“ Nanna segir mikilvægt að fólk fái svigrúm til að fá að blómstra á eigin forsendum. „Lífið er ekki búið fyrr en maður kveður, sofnar bara að eilífu. Þetta er eins og annað. Opin, heiðarleg, hreinskiptin umræða, hún gerir ótrúlega mikið fyrir líðan fólks á heildina litið.“ Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
„Það eru fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig.“ Þetta segir lesbía á níræðisaldri. Hún segir þöggun um málefni hinsegin fólks á efri árum vera óbærilega, og vill hreinskilnari og opnari umræðu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Samtökin 78 hefðu á dögunum stofnað sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, þar sem stórlega vanti upp á fagþekkingu á þeirra málefnum. Fjörutíu ára samband í leynumNanna Úlfsdóttir er áttatíu og eins árs lesbía. Hún kom út úr skápnum fyrir tuttugu árum. Þá hafði hún búið með konu í fjörutíu ár. „Þó að ég geti ekki kvartað yfir mínu lífi, í sjálfu sér, þá hefur feluleikurinn farið mjög illa með mann. Mjög illa. Og þetta kannski tekur á mann eftir því sem árin líða,“ segir hún. Ljóst sé að hinsegin fólk sé að finna á dvalar- og öldrunarheimilum þó að starfsfólk sé ekki meðvitað um það. „Ég get alveg trúað þessu að það sé rétt, því að svigrúmið er ekkert gefið. Við eigum alltaf að vera eins. Og þegar fólk er farið að verða fullorðið og haldi nú að það eigi rétt á frelsi, þá eru bara allar dyr lokaðar. Þá er komið fram við alla eins og þeir séu eins,“ segir Nanna.Fólk kemur út úr skápnum eftir að makinn fellur fráHún starfaði sjálf fyrir Samtökin 78 og segir dæmi um að fólk komi út úr skápnum á efri árum, jafnvel eftir að maki þeirra fellur frá. Samkynhneigð sé að vissu leyti enn feimnismál hjá hennar kynslóð. „Þögnin er ansi mikil ennþá. Og ég get bara sagt mína eigin reynslu. Ég held að það séu mjög fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig. Þannig að þöggunin hún er, kannski getum við bara sagt, hún er óbærileg í reynd. Það mætti gjarnan vera heiðarlegri og hreinskilnari umræða.“ Nanna segir mikilvægt að fólk fái svigrúm til að fá að blómstra á eigin forsendum. „Lífið er ekki búið fyrr en maður kveður, sofnar bara að eilífu. Þetta er eins og annað. Opin, heiðarleg, hreinskiptin umræða, hún gerir ótrúlega mikið fyrir líðan fólks á heildina litið.“
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira