„Feluleikurinn hefur farið mjög illa með mann“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 19:30 „Það eru fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig.“ Þetta segir lesbía á níræðisaldri. Hún segir þöggun um málefni hinsegin fólks á efri árum vera óbærilega, og vill hreinskilnari og opnari umræðu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Samtökin 78 hefðu á dögunum stofnað sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, þar sem stórlega vanti upp á fagþekkingu á þeirra málefnum. Fjörutíu ára samband í leynumNanna Úlfsdóttir er áttatíu og eins árs lesbía. Hún kom út úr skápnum fyrir tuttugu árum. Þá hafði hún búið með konu í fjörutíu ár. „Þó að ég geti ekki kvartað yfir mínu lífi, í sjálfu sér, þá hefur feluleikurinn farið mjög illa með mann. Mjög illa. Og þetta kannski tekur á mann eftir því sem árin líða,“ segir hún. Ljóst sé að hinsegin fólk sé að finna á dvalar- og öldrunarheimilum þó að starfsfólk sé ekki meðvitað um það. „Ég get alveg trúað þessu að það sé rétt, því að svigrúmið er ekkert gefið. Við eigum alltaf að vera eins. Og þegar fólk er farið að verða fullorðið og haldi nú að það eigi rétt á frelsi, þá eru bara allar dyr lokaðar. Þá er komið fram við alla eins og þeir séu eins,“ segir Nanna.Fólk kemur út úr skápnum eftir að makinn fellur fráHún starfaði sjálf fyrir Samtökin 78 og segir dæmi um að fólk komi út úr skápnum á efri árum, jafnvel eftir að maki þeirra fellur frá. Samkynhneigð sé að vissu leyti enn feimnismál hjá hennar kynslóð. „Þögnin er ansi mikil ennþá. Og ég get bara sagt mína eigin reynslu. Ég held að það séu mjög fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig. Þannig að þöggunin hún er, kannski getum við bara sagt, hún er óbærileg í reynd. Það mætti gjarnan vera heiðarlegri og hreinskilnari umræða.“ Nanna segir mikilvægt að fólk fái svigrúm til að fá að blómstra á eigin forsendum. „Lífið er ekki búið fyrr en maður kveður, sofnar bara að eilífu. Þetta er eins og annað. Opin, heiðarleg, hreinskiptin umræða, hún gerir ótrúlega mikið fyrir líðan fólks á heildina litið.“ Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Það eru fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig.“ Þetta segir lesbía á níræðisaldri. Hún segir þöggun um málefni hinsegin fólks á efri árum vera óbærilega, og vill hreinskilnari og opnari umræðu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Samtökin 78 hefðu á dögunum stofnað sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, þar sem stórlega vanti upp á fagþekkingu á þeirra málefnum. Fjörutíu ára samband í leynumNanna Úlfsdóttir er áttatíu og eins árs lesbía. Hún kom út úr skápnum fyrir tuttugu árum. Þá hafði hún búið með konu í fjörutíu ár. „Þó að ég geti ekki kvartað yfir mínu lífi, í sjálfu sér, þá hefur feluleikurinn farið mjög illa með mann. Mjög illa. Og þetta kannski tekur á mann eftir því sem árin líða,“ segir hún. Ljóst sé að hinsegin fólk sé að finna á dvalar- og öldrunarheimilum þó að starfsfólk sé ekki meðvitað um það. „Ég get alveg trúað þessu að það sé rétt, því að svigrúmið er ekkert gefið. Við eigum alltaf að vera eins. Og þegar fólk er farið að verða fullorðið og haldi nú að það eigi rétt á frelsi, þá eru bara allar dyr lokaðar. Þá er komið fram við alla eins og þeir séu eins,“ segir Nanna.Fólk kemur út úr skápnum eftir að makinn fellur fráHún starfaði sjálf fyrir Samtökin 78 og segir dæmi um að fólk komi út úr skápnum á efri árum, jafnvel eftir að maki þeirra fellur frá. Samkynhneigð sé að vissu leyti enn feimnismál hjá hennar kynslóð. „Þögnin er ansi mikil ennþá. Og ég get bara sagt mína eigin reynslu. Ég held að það séu mjög fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig. Þannig að þöggunin hún er, kannski getum við bara sagt, hún er óbærileg í reynd. Það mætti gjarnan vera heiðarlegri og hreinskilnari umræða.“ Nanna segir mikilvægt að fólk fái svigrúm til að fá að blómstra á eigin forsendum. „Lífið er ekki búið fyrr en maður kveður, sofnar bara að eilífu. Þetta er eins og annað. Opin, heiðarleg, hreinskiptin umræða, hún gerir ótrúlega mikið fyrir líðan fólks á heildina litið.“
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira