Chuck Berry fallinn frá: Ótrúlegt lífshlaup brautryðjanda rokksins Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 11:15 Berry kom fram á tónleikum langt fram eftir aldri. vísir/getty Tónlistarmaðurinn Chuck Berry er fallinn frá en hann lést á heimili sínu í Missouri í gær, níræður að aldri. Berry er minnst sem frumkvöðuls í tónlist: Hann beindi swing- og blústónlist í farveg rokktónlistarinnar og lagði þannig grunninn að tónlistarstefnu sem varð ríkjandi í unglingamenningu sjötta og sjöunda áratugarins. Chuck Berry fæddist inn í millistéttarfjölskyldu í St. Louis í Missouri-fylki árið 1926. Hann byrjaði að spreyta sig í tónlist á menntaskólaárunum, grúskaði við gítarleik og steig á stokk þegar lá vel á honum og þá helst í góðra vina hópi. Berry sneri sér alfarið að tónlist árið 1950, þá 24 ára að aldri. Hann gerðist meðlimur í Sir John's tríóinu þar sem hann lék með trommaranum Ebby Harding og hljómborðsleikaranum Johnnie Johnson. Sveitin kom helst fram á klúbbum í St. Louis. Berry hafði strax áhrif innan tríósins og kynnti fyrir hljómsveitarfélögum sínum nýja strauma í tónlist. Á Þessum tíma stúderaði Berry stíl gítarleikarans T-Bone Walker. Í kjölfarið þróaði hann hið svokallaða Chuck Berry-lick, spilastíl sem varð skilgreinandi fyrir snemmrokkið. Berry hafði einstakt lag á að blanda saman ólíkum stílum. Hann varð fyrir áhrifum frá ýmsum tónlistarstefnum á uppvaxtarárum sínum í St. Louis en á æskuslóðum hans ægði saman gospeli, blús, ryþmablús og kántrý-tónlist. Gítarleikur Berrys var á köflum kántrý-skotinn en tónlistarstefnan var afar vinsæl á þessum slóðum. Tónlist Berrys, sjarmi og sviðsframkoma gerðu það að verkum að aðdáendahópurinn stækkaði ört. Duck-walk Berrys.vísir/gettyKaflaskil urðu í lífi Berrys árið 1955 þegar lagði hann leið sína til Chicago til þess að hitta blúsgoðsögnina Muddy Waters. Waters kom Berry að hjá útgáfufyrirtækinu Chess Records og í kjölfarið hljóðritaði Berry mörg af sínum þekktustu lögum, til að mynda Maybelline, Rock and Roll Music og Johnny B. Goode. Vinsældir Berrys risu á þessum tíma og áhrif hans á unglingamenningu samtíma síns voru óumdeilanleg. Berry ruddi ekki aðeins brautina fyrir aðra rokktónlistarmenn heldur hreif hann áheyrendur með ótrúlegri sviðsframkomu, hinu einkennandi duck walk. Berry var skrautlegur karakter og hafði tilhneigingu til þess að koma sér í ýmiss konar klandur. Hann komst í fyrsta skipti í kast við lögin á unglingsaldri. Hann var handtekinn fyrir ránstilraun og sat í þrjú ár í betrunarvist. Árið 1959 var Berry handtekinn í St. Louis og í kjölfarið ákærður fyrir að hafa flutt fjórtán ára stúlku yfir ríkismörk í „ósiðlegum tilgangi“. Hann sat inni í tuttugu mánuði fyrir brotið. Berry komst aftur í kast við lögin 1979 en hann þurfti að dúsa 120 daga í fangelsi vegna skattalagabrota. Aftur lenti Berry í klandri árið 1990 en þá fundust í fórum hans talsvert magn af maríjúana auk myndskeiða af konum á kvennaklósetti veitingastaðar sem var í eigu Berry. Var talið að hann hefði sjálfur komið myndavélunum fyrir.Chuck Berry ásamt Keith Richards, gítarleikara The Rolling Stones.vísir/gettyBerry flutti sig til útgáfufyrirtækisins Mercury Records árið 1966 og tók ferill hans þá að hnigna. Hann reyndi að endurgera lög sín með því að ljá þeim hippalegan blæ, í samræmi við strauma og stefnur samtímans, en tilraunir hans báru lítinn árangur. Hann fór aftur yfir til Chess Records þar sem hann hljóðritaði ný lög sem náðu þó ekki inn á vinsældalista. Berry vann aldrei til Grammy-verðlauna á ferli sínum en fékk verðlaun fyrir ævistarf sitt árið 1984. Hann var einnig með fyrstu tónlistarmönnunum til þess að fá inngöngu í Rock and Roll Hall of Fame, árið 1986. Tónlistarmaðurinn hélt áfram að koma fram langt fram eftir aldri, hann flutti meðal annars sína helstu slagara á tónleikum í Cleveland árið 2012, þá 85 ára gamall. Á níræðisafmæli sínu lýsti hann því yfir að hann hyggðist gefa út nýja plötu, sem bæri nafnið „Chuck“. Þekkt nöfn úr tónlistarheiminum hafa vottað Chuck Berry virðingu sína á samskiptamiðlum í dag. „Hann tendraði upp unglingsár okkar og blés lífi í drauma okkar um að verða tónlistarmenn,“ tísti Mick Jagger í gærkvöldi. „Hvíl í friði Chuck Berry, skapari hins stórkostlega hljóms rokksins. Allir rokkarar hafa nú misst föður sinn,“ sagði Alice Cooper jafnframt á Twitter. Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Chuck Berry er fallinn frá en hann lést á heimili sínu í Missouri í gær, níræður að aldri. Berry er minnst sem frumkvöðuls í tónlist: Hann beindi swing- og blústónlist í farveg rokktónlistarinnar og lagði þannig grunninn að tónlistarstefnu sem varð ríkjandi í unglingamenningu sjötta og sjöunda áratugarins. Chuck Berry fæddist inn í millistéttarfjölskyldu í St. Louis í Missouri-fylki árið 1926. Hann byrjaði að spreyta sig í tónlist á menntaskólaárunum, grúskaði við gítarleik og steig á stokk þegar lá vel á honum og þá helst í góðra vina hópi. Berry sneri sér alfarið að tónlist árið 1950, þá 24 ára að aldri. Hann gerðist meðlimur í Sir John's tríóinu þar sem hann lék með trommaranum Ebby Harding og hljómborðsleikaranum Johnnie Johnson. Sveitin kom helst fram á klúbbum í St. Louis. Berry hafði strax áhrif innan tríósins og kynnti fyrir hljómsveitarfélögum sínum nýja strauma í tónlist. Á Þessum tíma stúderaði Berry stíl gítarleikarans T-Bone Walker. Í kjölfarið þróaði hann hið svokallaða Chuck Berry-lick, spilastíl sem varð skilgreinandi fyrir snemmrokkið. Berry hafði einstakt lag á að blanda saman ólíkum stílum. Hann varð fyrir áhrifum frá ýmsum tónlistarstefnum á uppvaxtarárum sínum í St. Louis en á æskuslóðum hans ægði saman gospeli, blús, ryþmablús og kántrý-tónlist. Gítarleikur Berrys var á köflum kántrý-skotinn en tónlistarstefnan var afar vinsæl á þessum slóðum. Tónlist Berrys, sjarmi og sviðsframkoma gerðu það að verkum að aðdáendahópurinn stækkaði ört. Duck-walk Berrys.vísir/gettyKaflaskil urðu í lífi Berrys árið 1955 þegar lagði hann leið sína til Chicago til þess að hitta blúsgoðsögnina Muddy Waters. Waters kom Berry að hjá útgáfufyrirtækinu Chess Records og í kjölfarið hljóðritaði Berry mörg af sínum þekktustu lögum, til að mynda Maybelline, Rock and Roll Music og Johnny B. Goode. Vinsældir Berrys risu á þessum tíma og áhrif hans á unglingamenningu samtíma síns voru óumdeilanleg. Berry ruddi ekki aðeins brautina fyrir aðra rokktónlistarmenn heldur hreif hann áheyrendur með ótrúlegri sviðsframkomu, hinu einkennandi duck walk. Berry var skrautlegur karakter og hafði tilhneigingu til þess að koma sér í ýmiss konar klandur. Hann komst í fyrsta skipti í kast við lögin á unglingsaldri. Hann var handtekinn fyrir ránstilraun og sat í þrjú ár í betrunarvist. Árið 1959 var Berry handtekinn í St. Louis og í kjölfarið ákærður fyrir að hafa flutt fjórtán ára stúlku yfir ríkismörk í „ósiðlegum tilgangi“. Hann sat inni í tuttugu mánuði fyrir brotið. Berry komst aftur í kast við lögin 1979 en hann þurfti að dúsa 120 daga í fangelsi vegna skattalagabrota. Aftur lenti Berry í klandri árið 1990 en þá fundust í fórum hans talsvert magn af maríjúana auk myndskeiða af konum á kvennaklósetti veitingastaðar sem var í eigu Berry. Var talið að hann hefði sjálfur komið myndavélunum fyrir.Chuck Berry ásamt Keith Richards, gítarleikara The Rolling Stones.vísir/gettyBerry flutti sig til útgáfufyrirtækisins Mercury Records árið 1966 og tók ferill hans þá að hnigna. Hann reyndi að endurgera lög sín með því að ljá þeim hippalegan blæ, í samræmi við strauma og stefnur samtímans, en tilraunir hans báru lítinn árangur. Hann fór aftur yfir til Chess Records þar sem hann hljóðritaði ný lög sem náðu þó ekki inn á vinsældalista. Berry vann aldrei til Grammy-verðlauna á ferli sínum en fékk verðlaun fyrir ævistarf sitt árið 1984. Hann var einnig með fyrstu tónlistarmönnunum til þess að fá inngöngu í Rock and Roll Hall of Fame, árið 1986. Tónlistarmaðurinn hélt áfram að koma fram langt fram eftir aldri, hann flutti meðal annars sína helstu slagara á tónleikum í Cleveland árið 2012, þá 85 ára gamall. Á níræðisafmæli sínu lýsti hann því yfir að hann hyggðist gefa út nýja plötu, sem bæri nafnið „Chuck“. Þekkt nöfn úr tónlistarheiminum hafa vottað Chuck Berry virðingu sína á samskiptamiðlum í dag. „Hann tendraði upp unglingsár okkar og blés lífi í drauma okkar um að verða tónlistarmenn,“ tísti Mick Jagger í gærkvöldi. „Hvíl í friði Chuck Berry, skapari hins stórkostlega hljóms rokksins. Allir rokkarar hafa nú misst föður sinn,“ sagði Alice Cooper jafnframt á Twitter.
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira