Myndrænt yfirlit yfir breytingar á Formúlu 1 bílum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. mars 2017 22:00 Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum. Gárungar telja Ferrari líklegasta liðið til að mögulega velta Mercedes úr sessi í ár. Vísir/Getty Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað. Helstu breytingarnar má sjá á myndum hér að neðan. Myndin breytist ef smellt er á örina í rauða boxinu efst í hægra horninu á myndinni. Dekkin breikka um 25% sem mun auka vélrænt grip bílsins í samstarfi við breiðari bíl. Þær breytingar einar og sér munu skila talsverðri aukningu grips. Slíkt mun leiða til meiri hraða í beygjum, skemmri hemlunarvegalengdar fyrir beygjur og ökumenn geta gefið í fyrr eftir beygjur. Framvængurinn breikkar um 15 sentimetra sem mun auka niðurtog vegna loftflæðis yfir bílinn talsvert. Framvængurinn er að miklu leyti notaður til að stýra loftflæðinu yfir bílinn og ákvarða hvar loftmassinn á að lenda þegar aftar kemur á bílnum. Breiðari framvængur gerir stjórnunina auðveldari. Hákarlauggarnir eru ætlaðir til þess að stilla loftflæðið áður en það lendir á afturvængnum. Loftdreifarinn (e. diffuser) sem situr aftast í gólfi bílsins er stækkaður talsvert frá því sem áður var. Hann er mikilvægur þáttur í því að auka niðurtog á bílinn. Afturvængurinn hefur verið lækkaður um 15 sentimetra og breikkaður um 20. Allt miðar þetta að því að gera bílana grimmari í útliti og erfiðari í akstri. Hvernig tókst til verður fyrst almennilega ljóst í fyrsta kappakstri tímabilsins sem fram fer helgina 24. - 26. mars. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Kimi Raikkonen fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímabilið í Formúlu 1 Kimi Raikkonen á Ferrari fór hraðast allra í dag og raunar hraðar en nokkur annar á æfingum fyrir tímabilið í ár. Raikkonen var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu of 19 sekúndur. 10. mars 2017 20:30 Paddy Lowe kominn til Williams sem tæknistjóri og hluthafi Paddy Lowe, fyrrum tæknistjóri Mercedes er kominn til liðs við Williams og er orðinn hluthafi og stjórnarmaður hjá liðinu. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað. Helstu breytingarnar má sjá á myndum hér að neðan. Myndin breytist ef smellt er á örina í rauða boxinu efst í hægra horninu á myndinni. Dekkin breikka um 25% sem mun auka vélrænt grip bílsins í samstarfi við breiðari bíl. Þær breytingar einar og sér munu skila talsverðri aukningu grips. Slíkt mun leiða til meiri hraða í beygjum, skemmri hemlunarvegalengdar fyrir beygjur og ökumenn geta gefið í fyrr eftir beygjur. Framvængurinn breikkar um 15 sentimetra sem mun auka niðurtog vegna loftflæðis yfir bílinn talsvert. Framvængurinn er að miklu leyti notaður til að stýra loftflæðinu yfir bílinn og ákvarða hvar loftmassinn á að lenda þegar aftar kemur á bílnum. Breiðari framvængur gerir stjórnunina auðveldari. Hákarlauggarnir eru ætlaðir til þess að stilla loftflæðið áður en það lendir á afturvængnum. Loftdreifarinn (e. diffuser) sem situr aftast í gólfi bílsins er stækkaður talsvert frá því sem áður var. Hann er mikilvægur þáttur í því að auka niðurtog á bílinn. Afturvængurinn hefur verið lækkaður um 15 sentimetra og breikkaður um 20. Allt miðar þetta að því að gera bílana grimmari í útliti og erfiðari í akstri. Hvernig tókst til verður fyrst almennilega ljóst í fyrsta kappakstri tímabilsins sem fram fer helgina 24. - 26. mars.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Kimi Raikkonen fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímabilið í Formúlu 1 Kimi Raikkonen á Ferrari fór hraðast allra í dag og raunar hraðar en nokkur annar á æfingum fyrir tímabilið í ár. Raikkonen var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu of 19 sekúndur. 10. mars 2017 20:30 Paddy Lowe kominn til Williams sem tæknistjóri og hluthafi Paddy Lowe, fyrrum tæknistjóri Mercedes er kominn til liðs við Williams og er orðinn hluthafi og stjórnarmaður hjá liðinu. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45
Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30
Kimi Raikkonen fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímabilið í Formúlu 1 Kimi Raikkonen á Ferrari fór hraðast allra í dag og raunar hraðar en nokkur annar á æfingum fyrir tímabilið í ár. Raikkonen var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu of 19 sekúndur. 10. mars 2017 20:30
Paddy Lowe kominn til Williams sem tæknistjóri og hluthafi Paddy Lowe, fyrrum tæknistjóri Mercedes er kominn til liðs við Williams og er orðinn hluthafi og stjórnarmaður hjá liðinu. 17. mars 2017 07:00