Merkel hlakkar til fundarins með Trump í dag Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2017 08:43 Angela Merkel Þýskalandskanslari. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari segist hlakka til að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í dag. „Það er alltaf betra að tala saman en að tala um hvort annað,“ segir kanslarinn í samtali við Saarbrücker Zeitung. Fundur þeirra var upphaflega fyrirhugaður á þriðjudag en fresta varð fundinum vegna hríðarbylsins sem gekk yfir norðausturströnd Bandaríkjanna og lamaði flugsamgöngur. Merkel var á leið út á flugvöll á mánudag þegar Trump hringdi og sagði nauðsynlegt að fresta fundinum vegna veðurs.Öryggis- og efnahagsmál Í samtali sínu við Saarbrücker Zeitung segir Merkel að hún vilji fyrst og fremst ræða öryggis- og efnahagsmál við nýjan forseta Bandaríkjanna og alþjóðlega samvinnu. „Ríki okkar græða á því að vinna saman á góðan og réttlátan máta,“ sagði Merkel aðspurð um möguleikann á viðskiptastríði Bandaríkjanna og Evrópu. Þetta verður fyrsti fundur Trump og Merkel frá því að Trump tók við embætti forseta í janúar, en þau hafa þó rætt saman í síma. Samband Merkel og forvera Trump í embætti, Barack Obama, var mjög gott og er því fundar hennar og Trump því beðið með nokkurri eftirvæntingu, sér í lagi þar sem Merkel hefur áður gagnrýnt Trump, orðfæri hans og stefnu.Ólíka sýn Vitað er að þau Merkel og Trump hafa ólíka sýn á flóttamannamál og fríverslun og hefur Trump sakað Merkel um að „eyðileggja Þýskaland“ með því að taka á móti rúmlega milljón flóttamönnum og hælisleitendum. Þá hefur Merkel harðlega gagnrýnt ferðabann Trump. Með Merkel í för eru meðal annars forstjórar bílarisans BMW og rafrækjarisans Siemens.Hefur lesið viðtal við Trump í PlayboyÍ frétt DR kemur fram að orðið á götunni sé að Merkel hafi verið mörgum tímum í að undirbúa sig fyrir fund sinn með Trump. Hafi hún þannig lesið í gegnum margar af mikilvægustu ræðum hans, lesið bók hans „The Art of the Deal“ og „Great Again: How to Fix Our Crippled America“. Þá hefur hún lesið viðtöl við hann alveg aftur til ársins 1990 þegar hann birtist á forsíðu karlatímaritsins Playboy. Merkel mun svo sækja Rússland heim í maí og funda þá með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Það verður fyrsta heimsókn hennar til Rússlands í um tvö ár. Tengdar fréttir Merkel heimsækir Pútín í maí Þetta verður fyrsta heimsókn Angelu Merkel til Rússlands í nærri tvö ár. 16. mars 2017 15:42 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segist hlakka til að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í dag. „Það er alltaf betra að tala saman en að tala um hvort annað,“ segir kanslarinn í samtali við Saarbrücker Zeitung. Fundur þeirra var upphaflega fyrirhugaður á þriðjudag en fresta varð fundinum vegna hríðarbylsins sem gekk yfir norðausturströnd Bandaríkjanna og lamaði flugsamgöngur. Merkel var á leið út á flugvöll á mánudag þegar Trump hringdi og sagði nauðsynlegt að fresta fundinum vegna veðurs.Öryggis- og efnahagsmál Í samtali sínu við Saarbrücker Zeitung segir Merkel að hún vilji fyrst og fremst ræða öryggis- og efnahagsmál við nýjan forseta Bandaríkjanna og alþjóðlega samvinnu. „Ríki okkar græða á því að vinna saman á góðan og réttlátan máta,“ sagði Merkel aðspurð um möguleikann á viðskiptastríði Bandaríkjanna og Evrópu. Þetta verður fyrsti fundur Trump og Merkel frá því að Trump tók við embætti forseta í janúar, en þau hafa þó rætt saman í síma. Samband Merkel og forvera Trump í embætti, Barack Obama, var mjög gott og er því fundar hennar og Trump því beðið með nokkurri eftirvæntingu, sér í lagi þar sem Merkel hefur áður gagnrýnt Trump, orðfæri hans og stefnu.Ólíka sýn Vitað er að þau Merkel og Trump hafa ólíka sýn á flóttamannamál og fríverslun og hefur Trump sakað Merkel um að „eyðileggja Þýskaland“ með því að taka á móti rúmlega milljón flóttamönnum og hælisleitendum. Þá hefur Merkel harðlega gagnrýnt ferðabann Trump. Með Merkel í för eru meðal annars forstjórar bílarisans BMW og rafrækjarisans Siemens.Hefur lesið viðtal við Trump í PlayboyÍ frétt DR kemur fram að orðið á götunni sé að Merkel hafi verið mörgum tímum í að undirbúa sig fyrir fund sinn með Trump. Hafi hún þannig lesið í gegnum margar af mikilvægustu ræðum hans, lesið bók hans „The Art of the Deal“ og „Great Again: How to Fix Our Crippled America“. Þá hefur hún lesið viðtöl við hann alveg aftur til ársins 1990 þegar hann birtist á forsíðu karlatímaritsins Playboy. Merkel mun svo sækja Rússland heim í maí og funda þá með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Það verður fyrsta heimsókn hennar til Rússlands í um tvö ár.
Tengdar fréttir Merkel heimsækir Pútín í maí Þetta verður fyrsta heimsókn Angelu Merkel til Rússlands í nærri tvö ár. 16. mars 2017 15:42 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Merkel heimsækir Pútín í maí Þetta verður fyrsta heimsókn Angelu Merkel til Rússlands í nærri tvö ár. 16. mars 2017 15:42