Hvar er húsnæðisstuðningurinn? Ellen Calmon skrifar 17. mars 2017 07:00 Sú breyting sem gerð var á húsnæðisbótakerfinu um síðustu áramót hefur komið illa við fólk sem þarf að reiða sig á stuðning til að geta komið þaki yfir höfuð sér. Þar er átt við bæði örorkulífeyrisþega sem eiga eðlilega kröfu um mannsæmandi framfærslu og ellilífeyrisþega sem flestir telja að eigi heimtingu á áhyggjulausu ævikvöldi. Samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru hafa húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur tekið við af húsaleigubótum og sérstökum húsaleigubótum. Með breytingunni teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning á húsnæðisstuðningi hvers konar, utan vaxtabóta, en svo var ekki áður. Allar skattskyldar tekjur eru teknar með, tekjumörk eru afar lág og skerðingar fyrir sérstakan húsnæðisstuðning miklar þannig að fjárhagslegur stuðningur af þessu tagi lækkar hjá þorra lífeyrisþega sem eru í leiguhúsnæði. Þess má geta að hann lækkar umtalsvert hjá sumum, jafnvel þannig að hann fellur í raun alveg niður. Ef horft er til neysluviðmiðs velferðarráðuneytisins eru heildarútgjöld hjá einstaklingi án húsnæðiskostnaðar rúmar 222 þúsund krónur á mánuði. Örorkulífeyrisþegi sem býr einn og er ekki með neinar eða lágar aðrar tekjur fær rúmar 229 þúsund krónur útborgaðar á mánuði en það er um 7 þúsund krónum hærri upphæð en neysluviðmiðið án húsnæðiskostnaðar. Þegar húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur eru tekin með í reikninginn þá hefur sá hinn sami rúmar 50 þúsund krónur til að greiða húsaleigu. Fyrir þá upphæð er afskaplega hæpið að fá þak yfir höfuðið. Markmiðið með breyttu kerfi var að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðis hjá þeim sem eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað vegna lágra tekna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna. Með þessari breytingu sé ég ekki hvar þennan húsnæðisstuðning er að finna. Þess vegna hvet ég nýja ríkisstjórn til að laga það sem þarfnast lagfæringar án tafar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Húsnæðismál Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Sú breyting sem gerð var á húsnæðisbótakerfinu um síðustu áramót hefur komið illa við fólk sem þarf að reiða sig á stuðning til að geta komið þaki yfir höfuð sér. Þar er átt við bæði örorkulífeyrisþega sem eiga eðlilega kröfu um mannsæmandi framfærslu og ellilífeyrisþega sem flestir telja að eigi heimtingu á áhyggjulausu ævikvöldi. Samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru hafa húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur tekið við af húsaleigubótum og sérstökum húsaleigubótum. Með breytingunni teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning á húsnæðisstuðningi hvers konar, utan vaxtabóta, en svo var ekki áður. Allar skattskyldar tekjur eru teknar með, tekjumörk eru afar lág og skerðingar fyrir sérstakan húsnæðisstuðning miklar þannig að fjárhagslegur stuðningur af þessu tagi lækkar hjá þorra lífeyrisþega sem eru í leiguhúsnæði. Þess má geta að hann lækkar umtalsvert hjá sumum, jafnvel þannig að hann fellur í raun alveg niður. Ef horft er til neysluviðmiðs velferðarráðuneytisins eru heildarútgjöld hjá einstaklingi án húsnæðiskostnaðar rúmar 222 þúsund krónur á mánuði. Örorkulífeyrisþegi sem býr einn og er ekki með neinar eða lágar aðrar tekjur fær rúmar 229 þúsund krónur útborgaðar á mánuði en það er um 7 þúsund krónum hærri upphæð en neysluviðmiðið án húsnæðiskostnaðar. Þegar húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur eru tekin með í reikninginn þá hefur sá hinn sami rúmar 50 þúsund krónur til að greiða húsaleigu. Fyrir þá upphæð er afskaplega hæpið að fá þak yfir höfuðið. Markmiðið með breyttu kerfi var að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðis hjá þeim sem eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað vegna lágra tekna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna. Með þessari breytingu sé ég ekki hvar þennan húsnæðisstuðning er að finna. Þess vegna hvet ég nýja ríkisstjórn til að laga það sem þarfnast lagfæringar án tafar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar