Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2017 12:00 Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, segir það staðreynd að það sé dýrt að vera í íþróttum á Íslandi. Ekki bara fimleikum. „Þetta er bara ömurleg staðreynd núna árið 2017 að það er dýrt að vera í íþróttum,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvær fjórtán ára stúlkur hefðu ekki fengið leyfi til að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana, sem kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor. Sólveig segir regluna einfalda, það þurfi allir að vera í eins búningum á mótum. „Þetta er bara eins og í handbolta og fótbolta. Það þurfa allir að vera í eins búningum,“ segir hún, en furðar sig á sama tíma á ítrekuðum málflutningi um kostnað sem fylgir fimleikaíþróttinni. Það megi vel velta því fyrir sér hvort íþróttir almennt á Íslandi séu einvörðungu fyrir efnameiri fjölskyldur. „Þetta er ekki bara í fimleikunum. Hvað kostar til dæmis að vera í fótbolta? Það þarf að kaupa búning, takkaskó og fleira og ég veit það fyrir víst að það kostar sitt.“„ Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“vísirAðspurð segir Sólveig sambandið ekki hafa mótað sérstaka stefnu til þess að reyna að draga úr kostnaði við íþróttina, enda sé það ekki sambandsins að segja til um hvað hlutirnir megi kosta. Hins vegar vinni sambandið stöðugt að því að lágmarka kostnað og hámarka gæði. „En það eru samt allir að gera sitt besta og reyna að draga úr kostnaði. Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“ Þá segir hún fimleikaumhverfið erfitt, enda sé íþróttin með lítið fjármagn á milli handanna – annað en boltagreinarnar. Sólveig veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé mögulega sú að það séu mest megnis konur sem stundi fimleikaíþróttir. „Við erum ekki að fá neitt frá alþjóðasamböndum okkar, eins og HSÍ og KSÍ eru að fá. Við erum í miklu erfiðara umhverfi og við höfum velt því fyrir okkur hvort að ástæðan fyrir því sé að það eru mest megnis konur í þessari íþrótt. En núna er ÍSÍ að breyta reglunum sínum, það er búið að margfalda peninga í afrekssjóði, og við vonum að þetta komi til með að breyta þessu erfiða umhverfi.“ Aðspurð segir Sólveig umrædda búninga vitaskuld kostnaðarsama, en það sé þó ekki hennar að meta hvort þeir hafi verið of dýrir. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
„Þetta er bara ömurleg staðreynd núna árið 2017 að það er dýrt að vera í íþróttum,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvær fjórtán ára stúlkur hefðu ekki fengið leyfi til að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana, sem kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor. Sólveig segir regluna einfalda, það þurfi allir að vera í eins búningum á mótum. „Þetta er bara eins og í handbolta og fótbolta. Það þurfa allir að vera í eins búningum,“ segir hún, en furðar sig á sama tíma á ítrekuðum málflutningi um kostnað sem fylgir fimleikaíþróttinni. Það megi vel velta því fyrir sér hvort íþróttir almennt á Íslandi séu einvörðungu fyrir efnameiri fjölskyldur. „Þetta er ekki bara í fimleikunum. Hvað kostar til dæmis að vera í fótbolta? Það þarf að kaupa búning, takkaskó og fleira og ég veit það fyrir víst að það kostar sitt.“„ Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“vísirAðspurð segir Sólveig sambandið ekki hafa mótað sérstaka stefnu til þess að reyna að draga úr kostnaði við íþróttina, enda sé það ekki sambandsins að segja til um hvað hlutirnir megi kosta. Hins vegar vinni sambandið stöðugt að því að lágmarka kostnað og hámarka gæði. „En það eru samt allir að gera sitt besta og reyna að draga úr kostnaði. Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“ Þá segir hún fimleikaumhverfið erfitt, enda sé íþróttin með lítið fjármagn á milli handanna – annað en boltagreinarnar. Sólveig veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé mögulega sú að það séu mest megnis konur sem stundi fimleikaíþróttir. „Við erum ekki að fá neitt frá alþjóðasamböndum okkar, eins og HSÍ og KSÍ eru að fá. Við erum í miklu erfiðara umhverfi og við höfum velt því fyrir okkur hvort að ástæðan fyrir því sé að það eru mest megnis konur í þessari íþrótt. En núna er ÍSÍ að breyta reglunum sínum, það er búið að margfalda peninga í afrekssjóði, og við vonum að þetta komi til með að breyta þessu erfiða umhverfi.“ Aðspurð segir Sólveig umrædda búninga vitaskuld kostnaðarsama, en það sé þó ekki hennar að meta hvort þeir hafi verið of dýrir. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“