United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Haraldur Guðmundsson skrifar 16. mars 2017 09:17 Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett um miðjan nóvember í fyrra. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi. Mikilvægt sé að nú þegar verði í varúðarskyni stigin markviss skref til að ná betri tökum á rekstri kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík hvað varðar mengunarvarnir. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Þar er vísað í svarbréf United Silicon, sem Fréttablaðið fjallaði um, sem barst stofnuninni eftir að hún hafði áformað að fram skyldi fara verkfræðileg úttekt á rekstrinum, í kjölfar óhappa tengdum lyktarmengun og reykhreinsun, en um 300 kvartanir hafi borist frá íbúum á þeim fjórum mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfrækt, en þar var velt upp spurningum um jafnræði við ákvarðanatöku. „Boðaðar aðgerðir Umhverfisstofnunar um óháða verkfræðilega úttekt og takmörkun á starfsemi verksmiðjunnar að óbreyttu, eru í svarbréfi Sameinaðs Silíkons [United Silicon] taldar óþarflega íþyngjandi fyrir fyrirtækið. Á það fellst Umhverfisstofnun ekki. [...] Umhverfisstofnun telur jákvætt að rekstraraðili vinni að því að greina vandamál í rekstri verksmiðjunnar og setji fram úrbótatillögur bæði með samstarfi við framleiðanda mengunarvarnabúnaðar og með öðrum utanaðkomandi sérfræðingum. Stofnunin óskar eftir að fá allar upplýsingar er út úr þeirri greiningarvinnu munu koma um leið og þær liggja fyrir og geta þær upplýsingar haft áhrif á umfang þeirrar verkfræðilegu úttektar sem stofnunin hefur boðað,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar. Starfsfólk stofnunarinnar telur ekki nægilegar upplýsingar fram komnar til að falla frá þeim áformum sem tilgreind voru í bréfi til fyrirtækisins þann 21. febrúar. Í því segir að fara þurfi fram verkfræðileg úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. „Stofnunin mun því á næstu vikum leita eftir tilboðum í slíka úttekt. Rekstraraðili verður upplýstur um umfang úttektarinnar og úttektaraðila áður en af henni verður. Í bréfi United Silicon til Umhverfisstofnunar þann 7. mars óskuðu stjórnendur kísilversins eftir sex mánaða fresti til nauðsynlegra úrbóta í mengunarmálum. Þar hörmuðu þeir að lyktarmengun hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en sögðu hana mega rekja til tímabundinna vandamála og byrjunarörðugleika. „Félagið telur á hinn bóginn einsýnt að félagið sjálft, með liðsinni sérfróðra aðila sem leitað hefur verið til, sé best til þess fallið að leysa þann vanda sem við er að etja,“ sagði í bréfi United Silicon. Tengdar fréttir Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. 23. febrúar 2017 16:39 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi. Mikilvægt sé að nú þegar verði í varúðarskyni stigin markviss skref til að ná betri tökum á rekstri kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík hvað varðar mengunarvarnir. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Þar er vísað í svarbréf United Silicon, sem Fréttablaðið fjallaði um, sem barst stofnuninni eftir að hún hafði áformað að fram skyldi fara verkfræðileg úttekt á rekstrinum, í kjölfar óhappa tengdum lyktarmengun og reykhreinsun, en um 300 kvartanir hafi borist frá íbúum á þeim fjórum mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfrækt, en þar var velt upp spurningum um jafnræði við ákvarðanatöku. „Boðaðar aðgerðir Umhverfisstofnunar um óháða verkfræðilega úttekt og takmörkun á starfsemi verksmiðjunnar að óbreyttu, eru í svarbréfi Sameinaðs Silíkons [United Silicon] taldar óþarflega íþyngjandi fyrir fyrirtækið. Á það fellst Umhverfisstofnun ekki. [...] Umhverfisstofnun telur jákvætt að rekstraraðili vinni að því að greina vandamál í rekstri verksmiðjunnar og setji fram úrbótatillögur bæði með samstarfi við framleiðanda mengunarvarnabúnaðar og með öðrum utanaðkomandi sérfræðingum. Stofnunin óskar eftir að fá allar upplýsingar er út úr þeirri greiningarvinnu munu koma um leið og þær liggja fyrir og geta þær upplýsingar haft áhrif á umfang þeirrar verkfræðilegu úttektar sem stofnunin hefur boðað,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar. Starfsfólk stofnunarinnar telur ekki nægilegar upplýsingar fram komnar til að falla frá þeim áformum sem tilgreind voru í bréfi til fyrirtækisins þann 21. febrúar. Í því segir að fara þurfi fram verkfræðileg úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. „Stofnunin mun því á næstu vikum leita eftir tilboðum í slíka úttekt. Rekstraraðili verður upplýstur um umfang úttektarinnar og úttektaraðila áður en af henni verður. Í bréfi United Silicon til Umhverfisstofnunar þann 7. mars óskuðu stjórnendur kísilversins eftir sex mánaða fresti til nauðsynlegra úrbóta í mengunarmálum. Þar hörmuðu þeir að lyktarmengun hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en sögðu hana mega rekja til tímabundinna vandamála og byrjunarörðugleika. „Félagið telur á hinn bóginn einsýnt að félagið sjálft, með liðsinni sérfróðra aðila sem leitað hefur verið til, sé best til þess fallið að leysa þann vanda sem við er að etja,“ sagði í bréfi United Silicon.
Tengdar fréttir Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. 23. febrúar 2017 16:39 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. 23. febrúar 2017 16:39
Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47
Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58
United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45
Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00