Útgönguspár eiga að liggja fyrir klukkan níu á hollenskum tíma eða klukkan átta á Íslenskum tíma.
Augu heimsins eru á Frelsisflokki Geert Wilders. Flokkurinn var lengi vel efstur í skoðanakönnunum en hefur dalað þegar nær dregur kosningum. Kosningarnar eru að mati margra mælikvarði á það hversu opnir Evrópubúar séu fyrir uppgangi þjóðernishyggju á vesturlöndum.
Sjá: „Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist íHollandi“
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að þó að Wilders hafi verið áberandi í kosningabaráttunni muni flokkur hans ólíklega fagna fylgi í samræmi við hve áberandi hann hafi verið.
„Þessi kosningabarátta í Hollandi hefur að miklu leiti hverfst utan um málflutning Geert Wilders og flokks hans, Frelsisflokksins, sem hefur snúist harkalega gegn innflytjendum í Hollandi,“ segir Eiríkur.

Hann segir að sigur Wilders sá þá hugsanlega ekki fólginn í fjölda þingsæta heldur þeim miklu áhrifum sem hann hefur haft á umræðuna og stefnu annarra flokka.
„Þjóðernispopúlistunum hefur tekist að hrifsa til sín umræðuna og flytja umræðuna um innflytjendur og útlendinga nær sínum eigin sjónarmiðum,“ segir Eiríkur. „Þeim hefur tekist að fá aðra hefðbundna flokka í hollandi til að taka upp á sína arma hluta af þeim málflutningi þjóðernispopúlista upp á sína arma og þóttu áður óboðlegur málflutningur í siðuðu þjóðfélagi,“ segir hann.