Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2017 15:00 Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, er einn helsti talsmaður þess innan UFC og bardagaheimsins að bardagakappar hætti óhóflegum niðurskurði sem hann segir vera lífshættulegan. Ekki er langt síðan Haraldur spurði hvort einhver þyrfti að deyja svo reglunum varðandi niðurskurðinn yrði breytt en það var eftir að Rússinn Khabib Nurmagomedov þurfti að leggjast inn á sjúkrahús skömmu fyrir bardaga á móti Tony Ferguson.Sjá einnig:„Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ „Þetta er stórhættulegt,“ segir Haraldur í samtali við Vísi í London. „Ég held að það sé samt ekki við UFC að sakast. Ég tjái mig mjög ákveðið um þetta mál við þá og tel að þeir eigi að gera enn betur.“ „Þeir hafa verið að gera ýmislegt vel eins og til dæmis með lyfjaprófin. Mín skoðun er samt sú að þeir eigi að færa vigtun inn í lyfjaprófið og vigta menn reglulega þannig menn séu ekki að vaða langt yfir þá þyngd sem þeir eru að berjast í.“ Haraldur hefur einnig lengi talað gegn því að menn séu að mæta í bardaga mörgum kílóum þyngri en þeir eru við vigtun. Gunnar Nelson hefur til dæmis tvisvar sinnum mætt mönnum sem voru miklu þyngri en hann í búrinu þrátt fyrir að ná vigt daginn áður. „Ég á þeirri skoðun að það eigi að setja mönnum takmörk hvað þeir mega þyngjast á milli vigtunar og bardaga. UFC færði vigtunina framar á föstudagana til að draga úr líkunum að menn komi ofþornaðir í búrið og stuðla þannig að heilbrigðara þyngdartapi,“ segir Haraldur. „Það stoppar samt menn ekki í því að bæta þyngdinni á sig á milli vigtunar og bardaga. Fyrir vikið eru menn að skera hratt niður og mjög mikið og það er fyrst og fremst að fara með menn. Menn eru að skera ofboðslega mikið af sér til að bæta á sig fyrir bardagann.“ „Ég hef nefnt dæmið þegar Gunni barðist við Zak Cummings. Þá var Gunni 175 pund þegar hann steig inn í búrið á meðan var Cumming 209 pund. Hann var orðinn þungavigtarmaður. Brandon Thatch fannst mér svo stærri en Cummings. Þetta er ekki gott mál og menn þurfa að gera enn betur í þessum efnum. Þjálfarar þurfa líka að vera meðvitaðir um hversu hættulegt þetta er fyrir þeirra menn,“ segir Haraldur Nelson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). MMA Tengdar fréttir Gunnar í upptökum fyrir UFC | Myndir Gunnar Nelson eyddi deginum í að taka upp kynningarefni fyrir UFC fyrir bardagann á laugardaginn. 15. mars 2017 14:00 Gunni vill ananas á pítsuna sína Gunnar Nelson sat fyrir svörum hjá UFC á Twitter í dag þar sem aðdáendur gátu spurt hann spjörunum úr. 15. mars 2017 12:00 Jouban skellti sér í ísbað í ruslatunnu | Myndband Alan Jouban, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, kom til London í gær en hann hélt dagbók fyrir UFC áður en hann kom til Evrópu frá Bandaríkjunum. 15. mars 2017 14:30 Gunnar Nelson og Jón Viðar tókust á í gærkvöldi | Myndir Gunnar Nelson fékk vin sinn og æfingafélaga Jón Viðar Arnþórsson til London í gær en þeir æfðu seint í gærkvöldi. 15. mars 2017 13:00 „Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ Næsti mótherji Gunnars Nelson þykir ekki jafngóður glímumaður og íslenska undrið en hann lumar á ýmsum vopnum eins og góðum spörkum. 15. mars 2017 11:00 Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Sjá meira
Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, er einn helsti talsmaður þess innan UFC og bardagaheimsins að bardagakappar hætti óhóflegum niðurskurði sem hann segir vera lífshættulegan. Ekki er langt síðan Haraldur spurði hvort einhver þyrfti að deyja svo reglunum varðandi niðurskurðinn yrði breytt en það var eftir að Rússinn Khabib Nurmagomedov þurfti að leggjast inn á sjúkrahús skömmu fyrir bardaga á móti Tony Ferguson.Sjá einnig:„Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ „Þetta er stórhættulegt,“ segir Haraldur í samtali við Vísi í London. „Ég held að það sé samt ekki við UFC að sakast. Ég tjái mig mjög ákveðið um þetta mál við þá og tel að þeir eigi að gera enn betur.“ „Þeir hafa verið að gera ýmislegt vel eins og til dæmis með lyfjaprófin. Mín skoðun er samt sú að þeir eigi að færa vigtun inn í lyfjaprófið og vigta menn reglulega þannig menn séu ekki að vaða langt yfir þá þyngd sem þeir eru að berjast í.“ Haraldur hefur einnig lengi talað gegn því að menn séu að mæta í bardaga mörgum kílóum þyngri en þeir eru við vigtun. Gunnar Nelson hefur til dæmis tvisvar sinnum mætt mönnum sem voru miklu þyngri en hann í búrinu þrátt fyrir að ná vigt daginn áður. „Ég á þeirri skoðun að það eigi að setja mönnum takmörk hvað þeir mega þyngjast á milli vigtunar og bardaga. UFC færði vigtunina framar á föstudagana til að draga úr líkunum að menn komi ofþornaðir í búrið og stuðla þannig að heilbrigðara þyngdartapi,“ segir Haraldur. „Það stoppar samt menn ekki í því að bæta þyngdinni á sig á milli vigtunar og bardaga. Fyrir vikið eru menn að skera hratt niður og mjög mikið og það er fyrst og fremst að fara með menn. Menn eru að skera ofboðslega mikið af sér til að bæta á sig fyrir bardagann.“ „Ég hef nefnt dæmið þegar Gunni barðist við Zak Cummings. Þá var Gunni 175 pund þegar hann steig inn í búrið á meðan var Cumming 209 pund. Hann var orðinn þungavigtarmaður. Brandon Thatch fannst mér svo stærri en Cummings. Þetta er ekki gott mál og menn þurfa að gera enn betur í þessum efnum. Þjálfarar þurfa líka að vera meðvitaðir um hversu hættulegt þetta er fyrir þeirra menn,“ segir Haraldur Nelson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
MMA Tengdar fréttir Gunnar í upptökum fyrir UFC | Myndir Gunnar Nelson eyddi deginum í að taka upp kynningarefni fyrir UFC fyrir bardagann á laugardaginn. 15. mars 2017 14:00 Gunni vill ananas á pítsuna sína Gunnar Nelson sat fyrir svörum hjá UFC á Twitter í dag þar sem aðdáendur gátu spurt hann spjörunum úr. 15. mars 2017 12:00 Jouban skellti sér í ísbað í ruslatunnu | Myndband Alan Jouban, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, kom til London í gær en hann hélt dagbók fyrir UFC áður en hann kom til Evrópu frá Bandaríkjunum. 15. mars 2017 14:30 Gunnar Nelson og Jón Viðar tókust á í gærkvöldi | Myndir Gunnar Nelson fékk vin sinn og æfingafélaga Jón Viðar Arnþórsson til London í gær en þeir æfðu seint í gærkvöldi. 15. mars 2017 13:00 „Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ Næsti mótherji Gunnars Nelson þykir ekki jafngóður glímumaður og íslenska undrið en hann lumar á ýmsum vopnum eins og góðum spörkum. 15. mars 2017 11:00 Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Sjá meira
Gunnar í upptökum fyrir UFC | Myndir Gunnar Nelson eyddi deginum í að taka upp kynningarefni fyrir UFC fyrir bardagann á laugardaginn. 15. mars 2017 14:00
Gunni vill ananas á pítsuna sína Gunnar Nelson sat fyrir svörum hjá UFC á Twitter í dag þar sem aðdáendur gátu spurt hann spjörunum úr. 15. mars 2017 12:00
Jouban skellti sér í ísbað í ruslatunnu | Myndband Alan Jouban, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, kom til London í gær en hann hélt dagbók fyrir UFC áður en hann kom til Evrópu frá Bandaríkjunum. 15. mars 2017 14:30
Gunnar Nelson og Jón Viðar tókust á í gærkvöldi | Myndir Gunnar Nelson fékk vin sinn og æfingafélaga Jón Viðar Arnþórsson til London í gær en þeir æfðu seint í gærkvöldi. 15. mars 2017 13:00
„Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ Næsti mótherji Gunnars Nelson þykir ekki jafngóður glímumaður og íslenska undrið en hann lumar á ýmsum vopnum eins og góðum spörkum. 15. mars 2017 11:00
Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00