Fyrirlestri Þórdísar og Tom mótmælt: „Mér finnst nauðgari vera að hagnast á nauðgun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2017 13:04 Mótmælendur fyrir utan Royal Festival Hall Vísir Mótmælendur mótmæltu fyrirlestri Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger sem haldinn var í Royal Festival Hall í London í gær. Fyrirlestur þeirra hafði verið tekinn af dagskrá ráðstefnu vegna andmæla mótmælenda og færður til gærkvöldsins. BBC greinir frá.„Það er nauðgari í byggingunni,“ kölluðu mótmælendur fyrir utan ráðstefnusalinn á meðan þeir reyndu að meina gestum aðgang að húsinu. Mótmælendur voru vopnaðir gjallarhornum og skiltum. Þórdís Elva og Tom hafa sem kunnugt er haldið fyrirlestra um efni bókar þeirra, Handan fyrirgefningar, sem fjallar um samskipti þeirra mörgum árum eftir að Tom nauðgaði Þórdísi Elvu hér á landi. Fyrirlesturinn í gær átti upphaflega að fara fram á ráðstefnu í London um helgina en eftir að fjölmargar undirskriftir söfnuðust til þess að mótmæla því að að Tom fengi að stíga á svið var ákveðið að taka fyrirlesturinn af dagskrá ráðstefnunnar og halda hann í gær. Mótmælendur eru ósáttir við það að maður sem framið hafi nauðgun fái tækifæri til þess að tjá sínar skoðanir enda gæti það rifjað upp slæmar minningar fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Ég er hér vegna þess að mér finnst að nauðgari sé að hagnast á nauðgun,“ sagði Diane Langford, einn af mótmælendunum. Hún er 75 ára og var nauðgað á unga aldri. Bók Þórdísar Elvu og Tom hefur vakið heimsathygli, ekki síst eftir að TED-fyrirlestur þeirra um efni bókarinnar var birtur. Hafa þau ferðast víða um heim með fyrirlestur sinn, meðal annars til Ástralíu þar sem Þórdís Elva var gestur í sjónvarpsþættinum Q&A. Þá er fyrirhugað að þau haldi fyrirlestur hér á landi í næstu viku. Þá voru þau gestir í þætti Newsnight, fréttaþætti BBC, á dögunum þar sem þau ræddu bókina og þá gagnrýni sem þau hafa fengið á sig. Tengdar fréttir Þórdís og Tom halda fyrirlestur á Íslandi ók þeirra, Handan fyrirgefningar, og fyrirlestrar byggðir á bókinni hafa vakið heimsathygli á undanförnum vikum. 15. mars 2017 11:32 Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40 Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38 Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05 Lestu fyrsta tölvupóstinn frá nauðgaranum til Þórdísar Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. 14. mars 2017 10:45 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Mótmælendur mótmæltu fyrirlestri Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger sem haldinn var í Royal Festival Hall í London í gær. Fyrirlestur þeirra hafði verið tekinn af dagskrá ráðstefnu vegna andmæla mótmælenda og færður til gærkvöldsins. BBC greinir frá.„Það er nauðgari í byggingunni,“ kölluðu mótmælendur fyrir utan ráðstefnusalinn á meðan þeir reyndu að meina gestum aðgang að húsinu. Mótmælendur voru vopnaðir gjallarhornum og skiltum. Þórdís Elva og Tom hafa sem kunnugt er haldið fyrirlestra um efni bókar þeirra, Handan fyrirgefningar, sem fjallar um samskipti þeirra mörgum árum eftir að Tom nauðgaði Þórdísi Elvu hér á landi. Fyrirlesturinn í gær átti upphaflega að fara fram á ráðstefnu í London um helgina en eftir að fjölmargar undirskriftir söfnuðust til þess að mótmæla því að að Tom fengi að stíga á svið var ákveðið að taka fyrirlesturinn af dagskrá ráðstefnunnar og halda hann í gær. Mótmælendur eru ósáttir við það að maður sem framið hafi nauðgun fái tækifæri til þess að tjá sínar skoðanir enda gæti það rifjað upp slæmar minningar fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Ég er hér vegna þess að mér finnst að nauðgari sé að hagnast á nauðgun,“ sagði Diane Langford, einn af mótmælendunum. Hún er 75 ára og var nauðgað á unga aldri. Bók Þórdísar Elvu og Tom hefur vakið heimsathygli, ekki síst eftir að TED-fyrirlestur þeirra um efni bókarinnar var birtur. Hafa þau ferðast víða um heim með fyrirlestur sinn, meðal annars til Ástralíu þar sem Þórdís Elva var gestur í sjónvarpsþættinum Q&A. Þá er fyrirhugað að þau haldi fyrirlestur hér á landi í næstu viku. Þá voru þau gestir í þætti Newsnight, fréttaþætti BBC, á dögunum þar sem þau ræddu bókina og þá gagnrýni sem þau hafa fengið á sig.
Tengdar fréttir Þórdís og Tom halda fyrirlestur á Íslandi ók þeirra, Handan fyrirgefningar, og fyrirlestrar byggðir á bókinni hafa vakið heimsathygli á undanförnum vikum. 15. mars 2017 11:32 Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40 Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38 Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05 Lestu fyrsta tölvupóstinn frá nauðgaranum til Þórdísar Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. 14. mars 2017 10:45 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þórdís og Tom halda fyrirlestur á Íslandi ók þeirra, Handan fyrirgefningar, og fyrirlestrar byggðir á bókinni hafa vakið heimsathygli á undanförnum vikum. 15. mars 2017 11:32
Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40
Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38
Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05
Lestu fyrsta tölvupóstinn frá nauðgaranum til Þórdísar Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. 14. mars 2017 10:45
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09