Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Benedikt Bóas skrifar 14. mars 2017 23:15 Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Vísir/Getty Fyrrverandi sambýliskonu Íslendingsins, sem handtekinn var í Texas á fimmtudag í síðustu viku fyrir ofbeldi gegn núverandi kærustu sinni, komu fréttirnar ekki á óvart. Konan var í sambúð með manninumí 17 ár og gekk hann margoft í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Líkamlega ofbeldið hafi ekki bara verið hræðilegt heldur einnig hið andlega. Stöðugar hótanir og ógnanir. Börnin þeirra eru á viðkvæmum aldri og því vilji hún ekki stíga fram. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Eitt sinn í London fyrir um 10 árum var hann nærri búinn að kyrkja hana á hótelherbergi. Þegar starfsmaður hótelsins birtist stóð maðurinn á bak við hurð með steyttan hnefa og þorði konan ekki annað en að segja að allt væri í lagi af ótta við frekara ofbeldi. Í Barcelona elti hann konuna um allt hús og gekk í skrokk á henni fyrir framan börnin. Eitt höggið var svo fast að það blæddi úr eyrunum og var hún með innvortis eymsli í maga og var blá og marin í marga daga á eftir. Maðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Konan segir að yfirleitt þegar ofbeldið átti sér stað hafi það verið fyrir framan börnin. Fjölskyldan hafi alltaf verið saman. Þessar tvær sögur, frá London og Barcelona, sé aðeins lítill hluti af heildinni. Ofbeldið hér heima var einnig slæmt. Hún fór frá honum árið 2015. Sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga með neyðarhnapp vegna alvarleika málsins. Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fyrrverandi sambýliskonu Íslendingsins, sem handtekinn var í Texas á fimmtudag í síðustu viku fyrir ofbeldi gegn núverandi kærustu sinni, komu fréttirnar ekki á óvart. Konan var í sambúð með manninumí 17 ár og gekk hann margoft í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Líkamlega ofbeldið hafi ekki bara verið hræðilegt heldur einnig hið andlega. Stöðugar hótanir og ógnanir. Börnin þeirra eru á viðkvæmum aldri og því vilji hún ekki stíga fram. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Eitt sinn í London fyrir um 10 árum var hann nærri búinn að kyrkja hana á hótelherbergi. Þegar starfsmaður hótelsins birtist stóð maðurinn á bak við hurð með steyttan hnefa og þorði konan ekki annað en að segja að allt væri í lagi af ótta við frekara ofbeldi. Í Barcelona elti hann konuna um allt hús og gekk í skrokk á henni fyrir framan börnin. Eitt höggið var svo fast að það blæddi úr eyrunum og var hún með innvortis eymsli í maga og var blá og marin í marga daga á eftir. Maðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Konan segir að yfirleitt þegar ofbeldið átti sér stað hafi það verið fyrir framan börnin. Fjölskyldan hafi alltaf verið saman. Þessar tvær sögur, frá London og Barcelona, sé aðeins lítill hluti af heildinni. Ofbeldið hér heima var einnig slæmt. Hún fór frá honum árið 2015. Sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga með neyðarhnapp vegna alvarleika málsins.
Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38