Erlent

Forseti Brasilíu flýr draugahöll

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Michel Temer, forseti Brasilíu.
Michel Temer, forseti Brasilíu. vísir/epa
Forseti Brasilíu, Michel Temer, er fluttur út úr embættisbústað sínum ásamt eiginkonu og syni vegna „slæmrar orku“ í forsetahöllinni. Hann hafi átt erfitt með að sofna frá því að hann flutti inn í forsetahöllina sem er 7.300 fermetrar að stærð.

Samkvæmt fréttablaðinu Globo fékk forsetinn prest til að reyna að reka út illa anda úr embættisbústaðnum en það bar ekki árangur.

Forsetafjölskyldan er nú flutt á ný inn í aðra höll sem var bústaður Temers á meðan hann gegndi embætti varaforseta. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×