370 dauðsföll af völdum reykinga árið 2015 Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2017 20:00 Málþingið Hættu nú alveg var haldið í dag þar sem fjallað var um tóbaksvarnir en um tólf prósent Íslendinga reykja. Á málþinginu voru fyrstu niðurstöður könnunar sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði á kostnaði þjóðfélagsins af reykingum kynntar en tölurnar eiga við um árið 2015. 370 dauðsföll má rekja til reykinga en það eru sautján prósent af öllum dauðsföllum á árinu. Þar af voru 189 virkir reykingamenn, 166 fyrrverandi reykingamenn og fimmtán vegna óbeinna reykinga. Kransæðasjúkdómar, illkynja æxli í öndunarfærum og langvinn lungnaþemba eru helstu dánarorsakir. Mesti kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga kemur til vegna sjúkdóma og heilsubrests eða átta til tíu milljarðar á árinu. Kostnaður við forvarnarstörf er 106 milljónir og kostnaður við eldsvoða, sem voru tíu tengdir reykingum, er tuttugu til þrjátíu milljónir. Kostnaður sem kemur til vegna reykingapása og veikindaleyfa reykingafólks er 5,8 milljarðar. Samtals er kostnaður vegna reykinga 17,8 milljarðar á árinu 2015. Það er 0,8 prósent af landsframleiðslu eða 54. 170 krónur á íbúa. Ef bætt er við töpuðum ávinningi þjóðfélagsins vegna dauða og örorku reykingafólks er kostnaður þjóðfélagsins 85,8 milljarðar. Þess má geta að tekjur ÁTVR af tóbakssölu árið 2015 voru 9,5 milljarðar króna. Af Evrópulöndunum reykja fæstir í Svíþjóð en næstfæstir á Íslandi. Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, segir árangurinn góðan en á meðan einhver reyki, sem stytti ævi og lífsskilyrði, sé enn þörf á fræðslunni. Einnig séu nýjar áskoranir sem tengist munntóbaksnotkun og rafsígarettum, sem hún segir vera tískubylgju meðal ungmenna sem aldrei hafa þó reykt sígarettur. „Árið 2015 hafði fimmtungur barna í 10. bekk prófað rafrettur en fjórðungur hafði prófað þær árið 2016. Eftir sem þau verða eldri þá hækkar hlutfallið," segir Lára, en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri hafa prófað rafrettur. „En eingöngu fimm prósent fullorðinna," bætir Lára við. Rafrettur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Málþingið Hættu nú alveg var haldið í dag þar sem fjallað var um tóbaksvarnir en um tólf prósent Íslendinga reykja. Á málþinginu voru fyrstu niðurstöður könnunar sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði á kostnaði þjóðfélagsins af reykingum kynntar en tölurnar eiga við um árið 2015. 370 dauðsföll má rekja til reykinga en það eru sautján prósent af öllum dauðsföllum á árinu. Þar af voru 189 virkir reykingamenn, 166 fyrrverandi reykingamenn og fimmtán vegna óbeinna reykinga. Kransæðasjúkdómar, illkynja æxli í öndunarfærum og langvinn lungnaþemba eru helstu dánarorsakir. Mesti kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga kemur til vegna sjúkdóma og heilsubrests eða átta til tíu milljarðar á árinu. Kostnaður við forvarnarstörf er 106 milljónir og kostnaður við eldsvoða, sem voru tíu tengdir reykingum, er tuttugu til þrjátíu milljónir. Kostnaður sem kemur til vegna reykingapása og veikindaleyfa reykingafólks er 5,8 milljarðar. Samtals er kostnaður vegna reykinga 17,8 milljarðar á árinu 2015. Það er 0,8 prósent af landsframleiðslu eða 54. 170 krónur á íbúa. Ef bætt er við töpuðum ávinningi þjóðfélagsins vegna dauða og örorku reykingafólks er kostnaður þjóðfélagsins 85,8 milljarðar. Þess má geta að tekjur ÁTVR af tóbakssölu árið 2015 voru 9,5 milljarðar króna. Af Evrópulöndunum reykja fæstir í Svíþjóð en næstfæstir á Íslandi. Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, segir árangurinn góðan en á meðan einhver reyki, sem stytti ævi og lífsskilyrði, sé enn þörf á fræðslunni. Einnig séu nýjar áskoranir sem tengist munntóbaksnotkun og rafsígarettum, sem hún segir vera tískubylgju meðal ungmenna sem aldrei hafa þó reykt sígarettur. „Árið 2015 hafði fimmtungur barna í 10. bekk prófað rafrettur en fjórðungur hafði prófað þær árið 2016. Eftir sem þau verða eldri þá hækkar hlutfallið," segir Lára, en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri hafa prófað rafrettur. „En eingöngu fimm prósent fullorðinna," bætir Lára við.
Rafrettur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira