Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2017 17:38 Lögregla handtók manninn á þriðja tímanum um nóttina eftir að starfsfólk Four Seasons hótelsins hafði haft samband. Four Seasons Austin Tæplega fertugur íslenskur karlmaður var handtekinn í Austin í Texas í Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Maðurinn var handtekinn vegna gruns um að hafa ráðist á íslenska kærustu sína sem mjög sá á. DV greindi fyrst frá málinu í morgun en maðurinn var handtekinn klukkan 2:15 að næturlagi á hóteli í miðbæ Austin. Var hann í haldi í Travis County fangelsinu í Texas þar til síðdegis daginn eftir. Hann var látinn laus úr fangelsinu gegn greiðslu sex þúsund dollara tryggingafjár eða sem nemur rúmlega 650 þúsund krónum. Samkvæmt heimildum Vísis var hann ekki úrskurðaður í farbann og er hann kominn aftur til Íslands.Heimilisofbeldismál tekin föstum tökum í Texas Þolendur í heimilisofbeldismálum í Texas þurfa ekki að kæra málin til lögreglu heldur sér lögregla sjálf um að rannsaka málin, óháð vilja þolenda í málinu. Málið er því á borði lögreglu sem mun taka ákvörðun um hvort maðurinn verði sóttur til saka. Heyrir til undantekninga að saksóknari falli frá ákæru í heimilisofbeldismálum í Texas. Þangað til árið 2015 var þetta ekki tilfellið en það breyttist með verklagsreglum ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tóku gildi árið 2015. Síðan þá getur lögregla haldið máli gegn meintum ofbeldismanni til streitu leiki grunur á ofbeldi jafnvel þótt brotaþoli vilji af einhverjum ástæðum draga kæru sína til baka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austin var það starfsfólk Four Seasons hótelsins í miðbæ Austin sem gerði lögreglu viðvart. Ákvað lögregla að eigin frumkvæði að handtaka manninn þar sem ástandið þótti það alvarlegt. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. Hann hefur þó eftir því sem Vísir kemst næst aldrei hlotið dóm fyrir. Uppfært klukkan 21:01 með upplýsingum um verklagsreglur í heimilisofbeldismálum hér á landi. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tæplega fertugur íslenskur karlmaður var handtekinn í Austin í Texas í Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Maðurinn var handtekinn vegna gruns um að hafa ráðist á íslenska kærustu sína sem mjög sá á. DV greindi fyrst frá málinu í morgun en maðurinn var handtekinn klukkan 2:15 að næturlagi á hóteli í miðbæ Austin. Var hann í haldi í Travis County fangelsinu í Texas þar til síðdegis daginn eftir. Hann var látinn laus úr fangelsinu gegn greiðslu sex þúsund dollara tryggingafjár eða sem nemur rúmlega 650 þúsund krónum. Samkvæmt heimildum Vísis var hann ekki úrskurðaður í farbann og er hann kominn aftur til Íslands.Heimilisofbeldismál tekin föstum tökum í Texas Þolendur í heimilisofbeldismálum í Texas þurfa ekki að kæra málin til lögreglu heldur sér lögregla sjálf um að rannsaka málin, óháð vilja þolenda í málinu. Málið er því á borði lögreglu sem mun taka ákvörðun um hvort maðurinn verði sóttur til saka. Heyrir til undantekninga að saksóknari falli frá ákæru í heimilisofbeldismálum í Texas. Þangað til árið 2015 var þetta ekki tilfellið en það breyttist með verklagsreglum ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tóku gildi árið 2015. Síðan þá getur lögregla haldið máli gegn meintum ofbeldismanni til streitu leiki grunur á ofbeldi jafnvel þótt brotaþoli vilji af einhverjum ástæðum draga kæru sína til baka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austin var það starfsfólk Four Seasons hótelsins í miðbæ Austin sem gerði lögreglu viðvart. Ákvað lögregla að eigin frumkvæði að handtaka manninn þar sem ástandið þótti það alvarlegt. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. Hann hefur þó eftir því sem Vísir kemst næst aldrei hlotið dóm fyrir. Uppfært klukkan 21:01 með upplýsingum um verklagsreglur í heimilisofbeldismálum hér á landi.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent