Viðskipti innlent

Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kaupverðið er á bilinu 3,1 til 3,3 milljarðar króna.
Kaupverðið er á bilinu 3,1 til 3,3 milljarðar króna. Vísir/Daníel
Verð á bréfum í Vodafone hafa hækkað um 4,5 prósent það sem af er morgni í Kauphöll Íslands. Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi.

Hækkunina má rekja til tilkynningar í morgun þess efnis Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, hafi keypt allar eignir og rekstur 365 miðla að undanskildu Fréttablaðinu og Glamour. Skrifað var undir kaupin í morgun. Samkeppniseftirlitið á eftir að gefa grænt ljós á kaupin.

Kaupverðið er á bilinu 3,1 til 3,3 milljarðar króna.



Mest viðskipti hafa verið með bréf í Eimskipum það sem af er degi eða upp á 481 milljón króna. Bréf í Sjóvá hafa hækkað um 3,3 prósent en viðskipti með bréfin nema 316 milljónum króna. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×