Erlent

Segja að Valls muni lýsa yfir stuðningi við Macron

Atli Ísleifsson skrifar
Manuel Valls er fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands.
Manuel Valls er fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. Vísir/AFP
Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, mun hvetja stuðningsmenn sína til að kjósa óháða miðjumanninn Emmanuel Macron í frönsku forsetakosningunum í vor.

Frá þessu greinir Le Parisien og vísar í ónafngreinda samstarfsmenn Valls.

Stuðningur við Macron væri mikið áfall fyrir Benoît Hamon, frambjóðenda Sósíalistaflokksins, en Hamon hafði betur gegn Valls þegar flokkurinn og aðrir vinstriflokkar völdu forsetaefni sitt í janúar.

Hvorki kosningalið Valls né Macron hafa tjáð sig um fréttirnar í Le Parisien.

Ónafngreindur samstarfsmaður Valls segir í samtali við Reuters að Valls hafi enn ekki gert upp hug sinn um hvern hann muni styðja.

Fyrri umferð forsetakosninganna fara fram 23. apríl og sú síðari 7. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×