Erlent

Rússar sagðir hafa sent sveit sérsveitarmanna til Egyptalands

Atli Ísleifsson skrifar
Rússneskir hermenn.
Rússneskir hermenn. Vísir/AFP
Rússar virðast hafa sent flokk sérsveitarmanna á herflugvöll í vesturhluta Egyptalands nærri landamærum Líbíu.

Guardian greinir frá þessu og vitnar í heimildir innan úr bandaríska og egypska stjórnkerfinu.

Þetta hefur aukið á áhyggjur Bandaríkjamanna og fleiri ríkja af fyrirætlunum Rússa í Líbíu, sem nú er sundrað land sem stýrt er af stríðsherrum.

Talið er líklegt að sérsveitunum sé ætlað að aðstoða líbíska herforingjann Khalifa Haftar sem staðið hefur í bardögum við aðra stríðsherra í landinu.

Egypsk stjórnvöld hafa hinsvegar hafnað því að Rússar séu á herstöðinni enda væri slíkt brot á fullveldi Egyptalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×