Uggur í Íslendingum sem hópuðust í banka að kaupa gjaldeyri Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. mars 2017 07:00 Annir voru í gjaldeyrissölu í Ariobanka í Borgartúni í gær. vísir/anton Talsvert var um að fólk gerði sér ferð í banka í gær til að kaupa gjaldeyri. „Það er nokkuð meira að gera en á venjulegum degi og eitthvað af því tengist gjaldeyrisviðskiptum,“ sagði Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, er rætt var við hann um klukkan eitt í gær. „Þetta er misjafnt eftir útibúum, sumir verða lítið varir við þetta en aðrir meira.“Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion.Blaðamenn Fréttablaðsins sem komu við í tveimur útibúum Arion banka í Reykjavík í gær urðu varir við að fólk vildi hafa vaðið fyrir neðan sig áður en gjaldeyrishöft í landinu verða að fullu afnumin í dag. Í útibúi Arion banka í Húsgagnahöllinni voru hátt í tuttugu viðskiptavinir skömmu eftir klukkan eitt. Örfáir voru að bíða eftir þjónustufulltrúa en aðrir vildu ná tali af gjaldkera. „Er einhver sem bíður gjaldkera sem ætlar ekki að kaupa gjaldeyri?“ kallaði starfsmaður sem vildi sinna slíkum viðskiptavinum. Enginn gaf sig fram. Starfsmenn Arion banka í Borgartúni sögðu laust eftir hádegi að talsverður erill hefði verið í bankanum þann dag. Mjög margir vildu kaupa gjaldeyri. Kona sem var í bankanum sagði blasa við að fólk vildi kaupa gjaldeyri vegna óvissunnar sem myndi skapast með afnámi haftanna. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, tók í svipaðan streng og Haraldur Guðni hjá Arion banka. Hann segir fólk hafa bæði verið að kaupa gjaldeyri vegna utanlandsferða og til að stofna gjaldeyrisreikninga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira
Talsvert var um að fólk gerði sér ferð í banka í gær til að kaupa gjaldeyri. „Það er nokkuð meira að gera en á venjulegum degi og eitthvað af því tengist gjaldeyrisviðskiptum,“ sagði Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, er rætt var við hann um klukkan eitt í gær. „Þetta er misjafnt eftir útibúum, sumir verða lítið varir við þetta en aðrir meira.“Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion.Blaðamenn Fréttablaðsins sem komu við í tveimur útibúum Arion banka í Reykjavík í gær urðu varir við að fólk vildi hafa vaðið fyrir neðan sig áður en gjaldeyrishöft í landinu verða að fullu afnumin í dag. Í útibúi Arion banka í Húsgagnahöllinni voru hátt í tuttugu viðskiptavinir skömmu eftir klukkan eitt. Örfáir voru að bíða eftir þjónustufulltrúa en aðrir vildu ná tali af gjaldkera. „Er einhver sem bíður gjaldkera sem ætlar ekki að kaupa gjaldeyri?“ kallaði starfsmaður sem vildi sinna slíkum viðskiptavinum. Enginn gaf sig fram. Starfsmenn Arion banka í Borgartúni sögðu laust eftir hádegi að talsverður erill hefði verið í bankanum þann dag. Mjög margir vildu kaupa gjaldeyri. Kona sem var í bankanum sagði blasa við að fólk vildi kaupa gjaldeyri vegna óvissunnar sem myndi skapast með afnámi haftanna. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, tók í svipaðan streng og Haraldur Guðni hjá Arion banka. Hann segir fólk hafa bæði verið að kaupa gjaldeyri vegna utanlandsferða og til að stofna gjaldeyrisreikninga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira