Erdogan sýnir klærnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. mars 2017 08:00 Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, flytur ræðu um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar á fundi í Frakklandi á sunnudag. vísir/epa Tyrknesk stjórnvöld hafa brugðist illa við því að tyrkneskum ráðherrum hefur verið meinað að halda kosningafundi í Hollandi, og reyndar einnig í Danmörku og Þýskalandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað Holland miðstöð fasismans í Evrópu og líkir hollensku stjórninni við þýska nasista. Þá hefur Ömer Celik, Evrópumálaráðherra tyrknesku stjórnarinnar, hótað Hollendingum refsiaðgerðum. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Johannes Hahn stækkunarstjóri skora á Tyrki að gæta orða sinna og forðast ýkt viðbrögð. Um miðjan næsta mánuð hyggst Erdogan efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar eiga að tryggja forseta landsins, og þar með Erdogan sjálfum, stóraukin völd á kostnað þings og ríkisstjórnar. Jafnframt verður honum gert kleift að sitja sem forseti allt til ársins 2029, en það ár verður hann 75 ára gamall. Erdogan og félagar hans í Réttlætis- og þróunarflokknum standa því í ströngu þessa dagana við að afla stjórnlagafrumvarpinu stuðnings meðal þjóðarinnar. Liður í þeirri kosningabaráttu er að senda Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra og fleiri erindreka til nokkurra Evrópulanda að ræða þar við tyrkneska íbúa þeirra um ágæti breyttrar stjórnskipunar. Í Vestur-Evrópu búa líklega hátt í tíu milljón Tyrkir. Flestir þeirra eru í Þýskalandi eða fjórar milljónir og í Frakklandi eru þeir hátt í ein milljón talsins. Margir þeirra hafa atkvæðisrétt í Tyrklandi og því er Erdogan mikið í mun að ná í atkvæði þeirra. Þau atkvæði gætu hæglega ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Samkvæmt skoðanakönnunum er engan veginn víst að breytingarnar verði samþykktar. Erdogan tókst ekki að afla breytingum nægilega mikils meirihluta á þingi, aukins meirihluta, til að sleppa við að bera þær undir þjóðina. Það yrði töluvert áfall fyrir hann hafni þjóðin breytingunum og því er kannski ekki að undra að hann hafi brugðist ókvæða við þegar hollensk stjórnvöld komu í veg fyrir að tveir ráðherrar hans gætu náð í einhver atkvæði meðal Tyrkja búsettra í Hollandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Tyrknesk stjórnvöld hafa brugðist illa við því að tyrkneskum ráðherrum hefur verið meinað að halda kosningafundi í Hollandi, og reyndar einnig í Danmörku og Þýskalandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað Holland miðstöð fasismans í Evrópu og líkir hollensku stjórninni við þýska nasista. Þá hefur Ömer Celik, Evrópumálaráðherra tyrknesku stjórnarinnar, hótað Hollendingum refsiaðgerðum. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Johannes Hahn stækkunarstjóri skora á Tyrki að gæta orða sinna og forðast ýkt viðbrögð. Um miðjan næsta mánuð hyggst Erdogan efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar eiga að tryggja forseta landsins, og þar með Erdogan sjálfum, stóraukin völd á kostnað þings og ríkisstjórnar. Jafnframt verður honum gert kleift að sitja sem forseti allt til ársins 2029, en það ár verður hann 75 ára gamall. Erdogan og félagar hans í Réttlætis- og þróunarflokknum standa því í ströngu þessa dagana við að afla stjórnlagafrumvarpinu stuðnings meðal þjóðarinnar. Liður í þeirri kosningabaráttu er að senda Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra og fleiri erindreka til nokkurra Evrópulanda að ræða þar við tyrkneska íbúa þeirra um ágæti breyttrar stjórnskipunar. Í Vestur-Evrópu búa líklega hátt í tíu milljón Tyrkir. Flestir þeirra eru í Þýskalandi eða fjórar milljónir og í Frakklandi eru þeir hátt í ein milljón talsins. Margir þeirra hafa atkvæðisrétt í Tyrklandi og því er Erdogan mikið í mun að ná í atkvæði þeirra. Þau atkvæði gætu hæglega ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Samkvæmt skoðanakönnunum er engan veginn víst að breytingarnar verði samþykktar. Erdogan tókst ekki að afla breytingum nægilega mikils meirihluta á þingi, aukins meirihluta, til að sleppa við að bera þær undir þjóðina. Það yrði töluvert áfall fyrir hann hafni þjóðin breytingunum og því er kannski ekki að undra að hann hafi brugðist ókvæða við þegar hollensk stjórnvöld komu í veg fyrir að tveir ráðherrar hans gætu náð í einhver atkvæði meðal Tyrkja búsettra í Hollandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00
Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46
Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17