Erlent

Húsið var þakið þykkum klaka

Samúel Karl Ólason skrifar
Ljósmyndaranum John Kucko brá heldur í brún þegar hann kom að sumarhúsi sínu við Ontario-vatn í gær. Húsið ætti vel heima í myndinni frozen, en það var umvafið allt að 18 sentímetra þykkum klaka. Mikið frost hafði þá verið undanfarna daga og sterkur vindur jós vatni yfir húsið.

Hann tók myndir af húsinu og dreifði á samfélagsmiðlum. Hann var í fyrstu sakaður um að hafa breytt myndunum, en hann birti svo myndband frá húsinu á Facebook til að sanna að svo væri ekki.

Kucko segir ástæðu þess að hús nágranna sinna séu ekki í jafn slæmu ástandi vera að þau eru með skjólvegg við vatnið, en hann ekki. Líklega myndi Elsa prísa sig sæla í þessu húsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×