Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2017 21:03 Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september en leikarinn Ólafur Egilsson greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og birtir þar bréf frá sviðsstjóra íþrótta-og tómstundaráðs. Þar segir Ólafur að hann hafi í huast staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem hann skoraði á borgaryfirvöld að lengja opnunartíma sundstaða til klukkan 22 um helgar. Í dag loka þeir flestir klukkan 18 en Laugardalslaug er þó opin til klukkan 22. Eins og áður segir verða Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug opnar lengur í sumar og þá verður Sundhöllin líka opin til 22 þegar hún opnar að nýja sem verður vonandi í haust. Ólafur segir í færslunni að þetta sé áfangasigur; hann hefði auðvitað viljað fá lengri opnunartíma í gagnið strax í gær en ekki í júní og þá verði áfram bara opið til klukkan 20 á föstudögum. „Frá því að ég fékk bréfið hér að neðan hef ég hinsvegar verið í samskiptum við Ómar Einarsson sviðsstjóra ÍTR og hann og Þórgnýr Thoroddsen formaður ÍTR fyrir hönd Pírata hafa tjáð mér að mikill „jákvæðni“ sé fyrir því að þetta fyrirkomulag verði framlengt. Ég vona að það gangi eftir svo ekki þurfi að koma til endurtekinnar undirskriftasöfnunnar í haust. Einnig væri óskandi að opnunartíminn verði lengdur til 22:00 á föstudögum. En sumsé: Ég þakka ÍTR, Ómari, Þórgný og Borginni fyrir að taka erindinu vel. Allir í kvöldsund um helgar í sumar og vonandi næsta vetur líka. Lifi byltingin,“ segir Ólafur Egilsson.Uppfært: Ranglega var farið með opnunartíma Laugardalslaugarinnar í fyrri útgáfu fréttarinnar. Það hefur nú verið leiðrétt. Sundlaugar Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september en leikarinn Ólafur Egilsson greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og birtir þar bréf frá sviðsstjóra íþrótta-og tómstundaráðs. Þar segir Ólafur að hann hafi í huast staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem hann skoraði á borgaryfirvöld að lengja opnunartíma sundstaða til klukkan 22 um helgar. Í dag loka þeir flestir klukkan 18 en Laugardalslaug er þó opin til klukkan 22. Eins og áður segir verða Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug opnar lengur í sumar og þá verður Sundhöllin líka opin til 22 þegar hún opnar að nýja sem verður vonandi í haust. Ólafur segir í færslunni að þetta sé áfangasigur; hann hefði auðvitað viljað fá lengri opnunartíma í gagnið strax í gær en ekki í júní og þá verði áfram bara opið til klukkan 20 á föstudögum. „Frá því að ég fékk bréfið hér að neðan hef ég hinsvegar verið í samskiptum við Ómar Einarsson sviðsstjóra ÍTR og hann og Þórgnýr Thoroddsen formaður ÍTR fyrir hönd Pírata hafa tjáð mér að mikill „jákvæðni“ sé fyrir því að þetta fyrirkomulag verði framlengt. Ég vona að það gangi eftir svo ekki þurfi að koma til endurtekinnar undirskriftasöfnunnar í haust. Einnig væri óskandi að opnunartíminn verði lengdur til 22:00 á föstudögum. En sumsé: Ég þakka ÍTR, Ómari, Þórgný og Borginni fyrir að taka erindinu vel. Allir í kvöldsund um helgar í sumar og vonandi næsta vetur líka. Lifi byltingin,“ segir Ólafur Egilsson.Uppfært: Ranglega var farið með opnunartíma Laugardalslaugarinnar í fyrri útgáfu fréttarinnar. Það hefur nú verið leiðrétt.
Sundlaugar Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira