Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. mars 2017 12:51 Almenn jákvæðni ríkir gagnvart fyrirhuguðu afnámi gjaldeyrishafta hjá þeim sérfræðingum sem fréttastofa hefur rætt við í dag. Hins vegar verði stjórnvöld að halda vel á spilunum og sýna aga í ríkisfjármálunum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum í gær að fjármagnshöft verði afnumin á morgun. Gengi krónunnar tók að sveiflast talsvert strax við opnun markaða í morgun Sveiflurnar eru sagðar viðbúnar og innan eðlilegra marka. Þá er talið ólíklegt að ákvörðunin muni hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar. Gengi krónunnar lækkaði um tæplega fjögur prósent í morgun og úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði sömuleiðis en tók við sér þegar nær dró hádegi.Krónan veiktist gagnvart helstu gjaldmiðlum í morgun og hlutabréf í útflutningsfyrirtækjum hækkuðu. Páll Harðarson segist litlar áhyggjur hafa.Gengi í bréfum útflutningsfyrirtækja hækka Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir lækkunina ekki koma á óvart og að Kauphallarfólk sé jákvætt gagnvart afnámi gjaldeyrishafta. „Horfurnar eru almennt góðar og þetta er jákvætt skref. Markaðurinn hefur tekið þessu ágætlega, en reyndar lækkaði úrvalsvísitalan í fyrstu viðskiptum í morgun en tóku síðan við sér á nýjan leik. Við sjáum það meðal annars að útflutningsfyrirtækin eru aðeins að hækka – kannski eðlilega í ljósi þess að krónan hefur veikst,” segir Páll. Aðspurður segir Páll að við því hafi verið að búast að krónan myndi lækka við fregnirnar, en segist þó litlar áhyggjur hafa af þróuninni. „Það má segja að þetta sé kannski eitthvað sem stjórnvöld voru að vonast eftir og leggja upp með. Markaðurinn er kannski að einhverju leyti að lesa þannig í spilin. Það eru enn hömlur á innflæði, til dæmis inn á íslensk skuldabréf. Þannig að ég held að það sé ekki áhyggjuefni og nokkurn veginn í takt við það sem men hafa lagt upp með,” segir hann. „Þetta eru svona hóflegar hreyfingar og við lítum þetta mjög jákvæðum augum í Kauphöllinni.”Eftirleikurinn á ábyrgð stjórnvalda Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir ákvörðunina mikið fagnaðarefni, þó síðasti áfanginn í afnámi hafta hafi ekki beinlínis bein áhrif á stöðu launafólks í landinu. „Ég held að þessi tíðindi séu í sjálfu sér mjög góð. Þau breyta kannski ekki mög miklu um stöðu okkar einstaklinga. Almenningur er ekki að færa það stórar fjárhæðir á milli landa að þetta breyti miklu. En aðstæður í okkar efnahagslífi eru þannig að mikill gjaldeyrisforði Seðlabankans gerir það að verkum að þetta ætti ekki að ógna stöðu krónunnar í bráð,” segir Gylfi. Hann segir ljóst að staðan kalli á mikill aga í ríkisfjármálum og efnahagsstjórn. „Eftirleikurinn er í höndum stjórnvalda. Svigrúm Seðlabankans til þess að lækka þá vexti á grundvelli þessara ákvarðana hlýtur að ráðast dálítið af því með hvaða hætti stjórnvöld ætla að axla ábyrgð í hagstjórninni. Það er alveg rétt að þetta kallar síðan á vinnumarkaðinn og með hvaða hætti við högum þáttum þar. En í augnablikinu er þetta svolítið í höndum stjórnvalda.” Undanfarnar vikur hefur krónan verið í miklum styrkingarham þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir að meðaltali þrjá milljarða á dag. Forðinn er nú rúmlega 800 milljarðar k´rona og er að stærstum hluta óskuldsettur forði. „Okkar gjaldeyrisforði er af þeirri stærðargráðu að þetta ætti ekki að vera áhyggjuefni. En gleymum því ekki að krónan hefur styrkst mjög mikið á síðastliðnu ári og alveg tilefni til þess ða hafa áhyggjur af því gagnvart atvinnuþróun og stöðu atvinnulífsins. Það er ekkert got fyrir okkur sem heimili að byggja okkar kaupmátt upp á röngum forsendum hvað þetta varðar. Við þurfum að líka að tryggja okkar hagsmuni að hafa starf og atvinnu,” segir Gylfi.Möguleg styrking ef markaðsöflin fá að ráða Daníel Svavarsson, forstöðumaður greiningardeildar Hagfræðideildar Landsbankans, sagði í samtali við Vísi í dag að í ljósi breytinga á erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins, jákvæðum horfum um áframhaldandi afgang af viðskiptajöfnuði og gríðarlegum gjaldeyriskaupum Seðlabankans undanfarin tvö ár megi heita ólíklegt að krónan hafi náð sínu nýja jafnvægisgildi. Því eigi hún inni talsverða styrkingu ef markaðsöflunum verður leyft að virka.„Ég tel að tíðindi dagsins ættu í grundvallaratriðum að hafa góð áhrif á innlenda markaði þegar fram í sækir. Ómögulegt er hins vegar að segja til um skammtímasveiflur á mörkuðum, einkum gjaldeyrismarkaði. Það að íslenskir lífeyrissjóðir hafa ekki fullnýtt sér þær heimildir sem þeir hafa nú þegar til að auka fjárfestingar sínar erlendis bendir til þess að ólíklegt sé að vænta megi stórfellds útflæðis frá þeim á skömmum tíma í kjölfar afnáms haftanna," segir Daníel. „Að sama skapi hafa einstaklingar og fyrirtæki haft nokkuð rúmar heimildir til að fjárfesta erlendis frá áramótum sem virðist ekki hafa haft verulegt útflæði í för með sér. Þvert á móti hefur verið verulegt nettó innstreymi fjármagns frá áramótum og krónan hefur styrkst allnokkuð þrátt fyrir umfangsmikil gjaldeyriskaup Seðlabankans." Nýjar reglur Seðlabankans taka gildi á morgun en eftir gildistöku þeirra verða varúðarreglur vegna vaxtamunarviðskipta og takmarkanir vegna afleiðuviðskipta með íslenskar krónur einu eftirstandandi höftin. Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Snjóhengjan að bráðna Sérfræðingur Landsbankans sér ýmis jákvæð teikn samfara afnámi fjármagnshafta. 13. mars 2017 12:26 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira
Almenn jákvæðni ríkir gagnvart fyrirhuguðu afnámi gjaldeyrishafta hjá þeim sérfræðingum sem fréttastofa hefur rætt við í dag. Hins vegar verði stjórnvöld að halda vel á spilunum og sýna aga í ríkisfjármálunum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum í gær að fjármagnshöft verði afnumin á morgun. Gengi krónunnar tók að sveiflast talsvert strax við opnun markaða í morgun Sveiflurnar eru sagðar viðbúnar og innan eðlilegra marka. Þá er talið ólíklegt að ákvörðunin muni hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar. Gengi krónunnar lækkaði um tæplega fjögur prósent í morgun og úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði sömuleiðis en tók við sér þegar nær dró hádegi.Krónan veiktist gagnvart helstu gjaldmiðlum í morgun og hlutabréf í útflutningsfyrirtækjum hækkuðu. Páll Harðarson segist litlar áhyggjur hafa.Gengi í bréfum útflutningsfyrirtækja hækka Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir lækkunina ekki koma á óvart og að Kauphallarfólk sé jákvætt gagnvart afnámi gjaldeyrishafta. „Horfurnar eru almennt góðar og þetta er jákvætt skref. Markaðurinn hefur tekið þessu ágætlega, en reyndar lækkaði úrvalsvísitalan í fyrstu viðskiptum í morgun en tóku síðan við sér á nýjan leik. Við sjáum það meðal annars að útflutningsfyrirtækin eru aðeins að hækka – kannski eðlilega í ljósi þess að krónan hefur veikst,” segir Páll. Aðspurður segir Páll að við því hafi verið að búast að krónan myndi lækka við fregnirnar, en segist þó litlar áhyggjur hafa af þróuninni. „Það má segja að þetta sé kannski eitthvað sem stjórnvöld voru að vonast eftir og leggja upp með. Markaðurinn er kannski að einhverju leyti að lesa þannig í spilin. Það eru enn hömlur á innflæði, til dæmis inn á íslensk skuldabréf. Þannig að ég held að það sé ekki áhyggjuefni og nokkurn veginn í takt við það sem men hafa lagt upp með,” segir hann. „Þetta eru svona hóflegar hreyfingar og við lítum þetta mjög jákvæðum augum í Kauphöllinni.”Eftirleikurinn á ábyrgð stjórnvalda Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir ákvörðunina mikið fagnaðarefni, þó síðasti áfanginn í afnámi hafta hafi ekki beinlínis bein áhrif á stöðu launafólks í landinu. „Ég held að þessi tíðindi séu í sjálfu sér mjög góð. Þau breyta kannski ekki mög miklu um stöðu okkar einstaklinga. Almenningur er ekki að færa það stórar fjárhæðir á milli landa að þetta breyti miklu. En aðstæður í okkar efnahagslífi eru þannig að mikill gjaldeyrisforði Seðlabankans gerir það að verkum að þetta ætti ekki að ógna stöðu krónunnar í bráð,” segir Gylfi. Hann segir ljóst að staðan kalli á mikill aga í ríkisfjármálum og efnahagsstjórn. „Eftirleikurinn er í höndum stjórnvalda. Svigrúm Seðlabankans til þess að lækka þá vexti á grundvelli þessara ákvarðana hlýtur að ráðast dálítið af því með hvaða hætti stjórnvöld ætla að axla ábyrgð í hagstjórninni. Það er alveg rétt að þetta kallar síðan á vinnumarkaðinn og með hvaða hætti við högum þáttum þar. En í augnablikinu er þetta svolítið í höndum stjórnvalda.” Undanfarnar vikur hefur krónan verið í miklum styrkingarham þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir að meðaltali þrjá milljarða á dag. Forðinn er nú rúmlega 800 milljarðar k´rona og er að stærstum hluta óskuldsettur forði. „Okkar gjaldeyrisforði er af þeirri stærðargráðu að þetta ætti ekki að vera áhyggjuefni. En gleymum því ekki að krónan hefur styrkst mjög mikið á síðastliðnu ári og alveg tilefni til þess ða hafa áhyggjur af því gagnvart atvinnuþróun og stöðu atvinnulífsins. Það er ekkert got fyrir okkur sem heimili að byggja okkar kaupmátt upp á röngum forsendum hvað þetta varðar. Við þurfum að líka að tryggja okkar hagsmuni að hafa starf og atvinnu,” segir Gylfi.Möguleg styrking ef markaðsöflin fá að ráða Daníel Svavarsson, forstöðumaður greiningardeildar Hagfræðideildar Landsbankans, sagði í samtali við Vísi í dag að í ljósi breytinga á erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins, jákvæðum horfum um áframhaldandi afgang af viðskiptajöfnuði og gríðarlegum gjaldeyriskaupum Seðlabankans undanfarin tvö ár megi heita ólíklegt að krónan hafi náð sínu nýja jafnvægisgildi. Því eigi hún inni talsverða styrkingu ef markaðsöflunum verður leyft að virka.„Ég tel að tíðindi dagsins ættu í grundvallaratriðum að hafa góð áhrif á innlenda markaði þegar fram í sækir. Ómögulegt er hins vegar að segja til um skammtímasveiflur á mörkuðum, einkum gjaldeyrismarkaði. Það að íslenskir lífeyrissjóðir hafa ekki fullnýtt sér þær heimildir sem þeir hafa nú þegar til að auka fjárfestingar sínar erlendis bendir til þess að ólíklegt sé að vænta megi stórfellds útflæðis frá þeim á skömmum tíma í kjölfar afnáms haftanna," segir Daníel. „Að sama skapi hafa einstaklingar og fyrirtæki haft nokkuð rúmar heimildir til að fjárfesta erlendis frá áramótum sem virðist ekki hafa haft verulegt útflæði í för með sér. Þvert á móti hefur verið verulegt nettó innstreymi fjármagns frá áramótum og krónan hefur styrkst allnokkuð þrátt fyrir umfangsmikil gjaldeyriskaup Seðlabankans." Nýjar reglur Seðlabankans taka gildi á morgun en eftir gildistöku þeirra verða varúðarreglur vegna vaxtamunarviðskipta og takmarkanir vegna afleiðuviðskipta með íslenskar krónur einu eftirstandandi höftin.
Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Snjóhengjan að bráðna Sérfræðingur Landsbankans sér ýmis jákvæð teikn samfara afnámi fjármagnshafta. 13. mars 2017 12:26 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira
Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37
Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00
Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00
Snjóhengjan að bráðna Sérfræðingur Landsbankans sér ýmis jákvæð teikn samfara afnámi fjármagnshafta. 13. mars 2017 12:26