Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2017 10:37 Jóhannes Þór Skúlason, almannatengill og fyrrverandi hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns, vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Honum sýnist áætlun um afnám hafta þegar komin út af sporinu. Og telur að aflandskrónueigendur sem tóku þátt í útboði Seðlabankans í fyrra hljóta að vera „brjálaða“ í síma við lögmenn sína að heimta málsókn. Jóhannes, sem stundum var í gamni af gárungum á netinu kallaður Jóhannes útskýrari með vísan til þess að hann þurfti á stundum sem aðstoðarmaður að útskýra nánar hvað í orðum Sigmundar Davíðs fólst, er á svipuðum nótum og Sigmundur Davíð í gagnrýni sinni á þennan gjörning. Nema, Jóhannes Þór er öðrum mönnum betri í að útskýra hvað hangir á spýtunni þegar aflandskrónur og afnám hafta er annars vegar. „Ef ég væri aflandskrónueigandi sem í fyrra tók þátt í „190 kall eða læstur reikningur og aftast í röðina“ útboði Seðlabankans (sem var byggt á jafnræði meðal allra sem áttu aflandskrónur), væri ég núna brjálaður í símanum við lögfræðinginn minn að heimta málssókn um að fá sama 137 krónu díl og er núna búið að semja um við þá sem neituðu og áttu þá að fá læsta reikninginn. Það er spurning um jafna meðferð,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebooksíðu sína. Og bætir við: „En af því ég er bara íslenskur þegn er ég bara brjálaður yfir því að íhaldið, Já Ísland gengið og Seðló skuli um leið og hætt var að horfa yfir öxlina á þeim hoppa á gamla góða friðþægingarvagninn og kasta grunnprinsippum áætlunarinnar fyrir borð. Og já, líka því að ég virðist ekki geta hringt í neinn til að stoppa þetta rugl.“ En, nú er öldin önnur sem og staða Jóhannesar Þórs, sem nýverið stofnaði ráðgjafafyrirtækið Orðspor með öðrum. „Ég held þá bara áfram að vaska upp í staðinn.“ Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, almannatengill og fyrrverandi hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns, vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Honum sýnist áætlun um afnám hafta þegar komin út af sporinu. Og telur að aflandskrónueigendur sem tóku þátt í útboði Seðlabankans í fyrra hljóta að vera „brjálaða“ í síma við lögmenn sína að heimta málsókn. Jóhannes, sem stundum var í gamni af gárungum á netinu kallaður Jóhannes útskýrari með vísan til þess að hann þurfti á stundum sem aðstoðarmaður að útskýra nánar hvað í orðum Sigmundar Davíðs fólst, er á svipuðum nótum og Sigmundur Davíð í gagnrýni sinni á þennan gjörning. Nema, Jóhannes Þór er öðrum mönnum betri í að útskýra hvað hangir á spýtunni þegar aflandskrónur og afnám hafta er annars vegar. „Ef ég væri aflandskrónueigandi sem í fyrra tók þátt í „190 kall eða læstur reikningur og aftast í röðina“ útboði Seðlabankans (sem var byggt á jafnræði meðal allra sem áttu aflandskrónur), væri ég núna brjálaður í símanum við lögfræðinginn minn að heimta málssókn um að fá sama 137 krónu díl og er núna búið að semja um við þá sem neituðu og áttu þá að fá læsta reikninginn. Það er spurning um jafna meðferð,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebooksíðu sína. Og bætir við: „En af því ég er bara íslenskur þegn er ég bara brjálaður yfir því að íhaldið, Já Ísland gengið og Seðló skuli um leið og hætt var að horfa yfir öxlina á þeim hoppa á gamla góða friðþægingarvagninn og kasta grunnprinsippum áætlunarinnar fyrir borð. Og já, líka því að ég virðist ekki geta hringt í neinn til að stoppa þetta rugl.“ En, nú er öldin önnur sem og staða Jóhannesar Þórs, sem nýverið stofnaði ráðgjafafyrirtækið Orðspor með öðrum. „Ég held þá bara áfram að vaska upp í staðinn.“
Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07
Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49
Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29