Erlent

Óboðinn gestur handtekinn á lóð Hvíta hússins

Anton Egilsson skrifar
Hvíta húsið í Washington D.C.
Hvíta húsið í Washington D.C. Vísir/Getty
Karlmaður var handtekinn eftir að hafa brotist inn á lóð Hvíta hússins í Washington D.C. laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Veitti maðurinn enga mótspyrnu er öryggisverðir forsetans handsömuðu hann.

Samkvæmt frétt BBC um atvikið hafði maðurinn bakpoka meðferðis en við skoðun á innihaldi hans fannst  ekkert sem talið var geta valdið hættu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var staddur í Hvíta húsinu þegar atvikið átti sér stað og var honum gert viðvart um málið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að einstaklingur er gripinn eftir að hafa brotið sér leið inn á lóð Hvíta hússins. Árið 2014 var hinn 42 ára gamli Oscar Gonzales sem vopnaður var hnífi stöðvaður af öryggisvörðum í anddyri hússins. Í bíl hans sem lagt var skammt frá Hvíta húsinu fundust 800 byssukúlur, tvær axir og sveðja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×